Innlent

Siglfirðingar með fótinn á gjöfinni þegar kemur að ferðaþjónustunni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson er maðurinn á bak við mikla uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Siglufirði undanfarin ár.
Athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson er maðurinn á bak við mikla uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Siglufirði undanfarin ár.

Siglufjörður hefur komist rækilega á kortið sem áfangastaður ferðamanna undanfarin ár. Þar á bæ er stefnt á enn frekari uppbyggingu fyrir ferðamenn.

Mikil uppbygging átt sér stað á Siglufirði síðustu ár þar sem athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson hefur farið fremstur í flokki. Bærinn trekkir að.

„Sumarið í ferðamennskunni hefur verið mjög gott. Þar spilar auðvitað veðrið inn í en við höfum fengið töluvert mikið af erlendum ferðamönnum, sérstaklega Ameríkönum. Svo auðvitað Íslendingarnir sem hafa heimsótt okkur sem aldrei fyrr,“ segir Róbert.

Ferðamennirnir hafa ekki látið sig vanta á Siglufjörð í sumar.Vísir/Egill

Hann þakkar þetta öflugri uppbyggingu auk þess sem að sagan vinnur með Siglfirðingum.

„Við erum auðvitað mjög öflugir hérna með Síldarminjasafnið, Þjóðlagahátíð, Þjóðlagasafn og svo er það bara mannlífið hérna. Svo hefur hótelið hérna, hótelið sjálft, verið aðdráttur,“ segir Róbert.

Hvernig er framtíðin í þessum málum, eruð þið komin á góðan stað eða þarf að bæta í?

„Við erum komin á mjög góðan stað en ætlum að bæta í.“

Einhverjar sérstakar leiðir í því?

„Hérna á bak við okkur höfum við verið að teikna upp tuttugu svítur og svo erum við að skoða meira upp í skíðasvæði, það er verið að endurbæta skíðasvæðið þannig að það er allt á fleygiferð hér,“ segir Róbert.

Svíturnar tuttugu byggja á svokallaðri „time-share“ hugmynd þar sem einstaklingar kaupa sér íbúð, dvelja í henni þegar þeim hentar, en svo er hún leigð út þess á milli.

„Þetta er konsept sem er ekki mjög þekkt á Íslandi en við ætlum að starta upp.“

Finnið fyrir eftirspurn eftir því?

„Já, við finnum mjög fyrir því.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×