„Þú gleymir aldrei“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. september 2021 20:00 Arna Bergmann missti föður sinn og bróður með fimm ára millibili. Þeir féllu báðir fyrir eigin hendi. Vísir/Einar Kona sem átti bæði föður og bróður sem sviptu sig lífi með fimm ára millibili segir enn mikla feimni við að ræða sjálfsvíg opinskátt. Þá eigi ekki að vera tabú að ræða tilfinningar og vandamál. Ungt fólk með sjálfsvígshugsanir leitar í auknum mæli til Pieta-samtakanna. Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er í dag, tíunda september. Í ár er sjónum sérstaklega beint að stuðningi við aðstandendur eftir sjálfsvíg. Síðastliðinn áratug hafa að meðaltali 39 framið sjálfsvíg á ári hverju. Í fyrra frömdu 47 sjálfsvíg, 32 karlar og 15 konur. Talið er að í kringum hvert sjálfsvíg þurfi að hlúa að um 100 manns, samkvæmt upplýsingum frá landlækni. Pieta-samtökin veita nú á bilinu 300 til 450 viðtöl í mánuði. Það sem af er ári hafa 64 syrgjendur leitað til samtakanna. „Þetta er aukning en ég held að það sé líka orðin meiri meðvitund um það að syrgjendur þurfa stuðning,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna. Ungu fólki sem leitar til samtakanna með sjálfsvígshugsanir hefur einnig fjölgað í ár. „Þá er ég að tala um allt niður í átján ára sem eru að koma til okkar, og það hefur líka orðið aukning í eldri kynslóðinni og þá erum við að tala um fólk sem er jafnvel komið á eftirlaun,“ segir Kristín. Best að ræða áföllin opinskátt Faðir Rögnu Bergmann framdi sjálfsvíg árið 2015, sem hún segir hafa komið öllum hans nánustu í alveg opna skjöldu. Við tóku erfið ár þar sem Ragna vann úr áfallinu. Í febrúar í fyrra var bróðir hennar svo lagður inn á bráðageðdeild eftir nokkrar sjálfsvígstilraunir. Hann féll loks fyrir eigin hendi í fyrrasumar, eftir að hafa verið týndur um nokkurn tíma. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna.Vísir/Einar „Það ferli út af fyrir sig tók ofboðslega mikla orku frá manni og á þessum örfáu mánuðum, að vera í þessari stanslausu streitu og vera í þessari óvissu að vita ekki hvar þinn heittelskaði ástvinur er,“ segir Ragna. Það hafi hjálpað henni mest í sorgarferlinu að ræða opinskátt um áföllin. „Að vera ekki að fela eða bæla niður tilfinningarnar sem koma í kjölfarið því þetta er langt ferli. Þú gleymir aldrei, þú lærir að lifa með þessu,“ segir Ragna. Alltof litlar framfarir hafa orðið í geðheilbrigðismálum síðustu ár. „Miðað við hvað við höldum að við séum komin langt í þessu, það er enn þá svo mikið talað undir rós þegar kemur að þessum málum,“ segir Ragna. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218. Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira
Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga er í dag, tíunda september. Í ár er sjónum sérstaklega beint að stuðningi við aðstandendur eftir sjálfsvíg. Síðastliðinn áratug hafa að meðaltali 39 framið sjálfsvíg á ári hverju. Í fyrra frömdu 47 sjálfsvíg, 32 karlar og 15 konur. Talið er að í kringum hvert sjálfsvíg þurfi að hlúa að um 100 manns, samkvæmt upplýsingum frá landlækni. Pieta-samtökin veita nú á bilinu 300 til 450 viðtöl í mánuði. Það sem af er ári hafa 64 syrgjendur leitað til samtakanna. „Þetta er aukning en ég held að það sé líka orðin meiri meðvitund um það að syrgjendur þurfa stuðning,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna. Ungu fólki sem leitar til samtakanna með sjálfsvígshugsanir hefur einnig fjölgað í ár. „Þá er ég að tala um allt niður í átján ára sem eru að koma til okkar, og það hefur líka orðið aukning í eldri kynslóðinni og þá erum við að tala um fólk sem er jafnvel komið á eftirlaun,“ segir Kristín. Best að ræða áföllin opinskátt Faðir Rögnu Bergmann framdi sjálfsvíg árið 2015, sem hún segir hafa komið öllum hans nánustu í alveg opna skjöldu. Við tóku erfið ár þar sem Ragna vann úr áfallinu. Í febrúar í fyrra var bróðir hennar svo lagður inn á bráðageðdeild eftir nokkrar sjálfsvígstilraunir. Hann féll loks fyrir eigin hendi í fyrrasumar, eftir að hafa verið týndur um nokkurn tíma. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta-samtakanna.Vísir/Einar „Það ferli út af fyrir sig tók ofboðslega mikla orku frá manni og á þessum örfáu mánuðum, að vera í þessari stanslausu streitu og vera í þessari óvissu að vita ekki hvar þinn heittelskaði ástvinur er,“ segir Ragna. Það hafi hjálpað henni mest í sorgarferlinu að ræða opinskátt um áföllin. „Að vera ekki að fela eða bæla niður tilfinningarnar sem koma í kjölfarið því þetta er langt ferli. Þú gleymir aldrei, þú lærir að lifa með þessu,“ segir Ragna. Alltof litlar framfarir hafa orðið í geðheilbrigðismálum síðustu ár. „Miðað við hvað við höldum að við séum komin langt í þessu, það er enn þá svo mikið talað undir rós þegar kemur að þessum málum,“ segir Ragna. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt þjónustu Pieta-samtakanna. Síminn hjá Pieta-samtökunum er opinn allan sólarhringinn, númerið er 552-2218.
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Innlent Fleiri fréttir Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Sjá meira