Öruggur sigur Liver­pool á Elland Road

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fabinho fagnar marki sínu
Fabinho fagnar marki sínu Shaun Botterill/Getty Images

Mohamed Salah kom gestunum frá Liverpool yfir á 20. mínútu eftir sendingu Trent Alexander-Arnold. Var það eina mark fyrri hálfleiks og staðan því enn 1-0 er liðin gengu til búningsherbergja.

Fabinho skoraði annað mark Liverpool eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik og fjallið orðið frekar bratt hjá heimamönnum. Það varð enn brattara er Pascal Strujik fékk beint rautt spjald fyrir að tækla Harvey Elliott þegar klukkustund var liðin af leiknum.

Virtist sem Elliott hafi fót- eða ökklabrotnað við tæklinguna en viðbrögð leikmanna beggja liða voru slík að um alvarleg meiðsli væri að ræða.

Sado Mané gulltryggði sigur Liverpool með marki í uppbótartíma og þar við sat, lokatölur 3-0 gestunum í vil. Liverpool er nú jafnt Manchester United og Chelsea með 10 stig að loknum fjórum leikjum. 

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.