Sonur Hannesar fékk hanskana hans Neuers og dóttirin treyjuna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. september 2021 12:00 Neuer var alveg tilbúinn að gefa ungum aðdáanda hanskana þrátt fyrir að hafa haldið hreinu. Baldur Kristjánsson Hannes Þór Halldórsson spjallaði við Manuel Neuer, markvörð Þýskalands, að 4-0 sigri Þjóðverja á Laugardalsvelli á dögunum. Börn Hannesar voru með í för og voru vægast sagt orðlaus yfir því að pabbi þeirra væri að spjalla við einn besta markvörð heima. Hannes Þór var að leika sinn síðasta leik fyrir íslenska landsliðið og hefur Neuer eflaust viljað hrósa honum fyrir frábæran feril. Hinn 35 ára gamli Neuer hefur átt ágætis feril sjálfur og varð til að mynda heimsmeistari með Þýskalandi sumarið 2014. Alls hefur hann leikið 106 landsleiki fyrir þjóð sína. Markverðirnir tveir ræddu saman á ganginum þar sem búningsklefar liðanna eru á Laugardalsvelli. Með í för voru sonur og dóttir Hannesar Þórs. „Spjallaði við Manuel Neuer eftir minn síðasta leik fyrir Ísland. Gerði hann tvo orðlausa aðdáendur mjög glaða. Takk fyrir kærlega,“ segir Hannes Þór á Twitter-síðu sinni. Ljóst er að sonur Hannesar fékk hanska þýska markvarðarins að gjöf og þá virðist sem dóttir hans hafi fengi treyjuna hans Neuer. Had a chat with @Manuel_Neuer after my final game with and he made two starstruck fans very happy. Danke schön! @baldurkristjans pic.twitter.com/Tf1wjQBCyc— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) September 9, 2021 Baldur Kristjánsson, ljósmyndari og góðvinur Hannesar, náði myndum af atvikinu og birti sjálfur fjórar myndir til viðbótar á Twitter-síðu sinni. „Óvæntasta en skemmtilegasta myndataka ársins,“ sagði Baldur um myndir. Þar má sjá Hans Dieter-Flick, þjálfara þýska liðsins, þakka Hannesi fyrir vel unnin störf. Óvæntasta en skemmtilegasta myndataka ársins https://t.co/6BuFN0CDLh pic.twitter.com/3cDXwM7E0t— Baldur Kristjáns (@BaldurKristjans) September 9, 2021 Ekki amalegur endir á annars frábærum landsliðsferli hjá þessum magnaða markverði. Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:05 Twitter þakkar Hannesi: „Ég skal halda áfram að minna lið á að þú varðir víti frá Messi“ Kveðjunum hefur rignt yfir landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson eftir að hann tilkynnti það í viðtali við RÚV eftir tapið gegn Þjóverjum í gær að landsliðshanskarnir væru á leið á hilluna frægu. 9. september 2021 07:00 Finnst í rauninni eins og það séu engin box eftir að tikka í „Hún er bara mjög góð. Auðvitað er ljúfsárt að kveðja landsliðið en ég er alveg sannfærður um að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, um ákvörðun sína að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið í fótbolta. 10. september 2021 09:00 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Sjá meira
Hannes Þór var að leika sinn síðasta leik fyrir íslenska landsliðið og hefur Neuer eflaust viljað hrósa honum fyrir frábæran feril. Hinn 35 ára gamli Neuer hefur átt ágætis feril sjálfur og varð til að mynda heimsmeistari með Þýskalandi sumarið 2014. Alls hefur hann leikið 106 landsleiki fyrir þjóð sína. Markverðirnir tveir ræddu saman á ganginum þar sem búningsklefar liðanna eru á Laugardalsvelli. Með í för voru sonur og dóttir Hannesar Þórs. „Spjallaði við Manuel Neuer eftir minn síðasta leik fyrir Ísland. Gerði hann tvo orðlausa aðdáendur mjög glaða. Takk fyrir kærlega,“ segir Hannes Þór á Twitter-síðu sinni. Ljóst er að sonur Hannesar fékk hanska þýska markvarðarins að gjöf og þá virðist sem dóttir hans hafi fengi treyjuna hans Neuer. Had a chat with @Manuel_Neuer after my final game with and he made two starstruck fans very happy. Danke schön! @baldurkristjans pic.twitter.com/Tf1wjQBCyc— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) September 9, 2021 Baldur Kristjánsson, ljósmyndari og góðvinur Hannesar, náði myndum af atvikinu og birti sjálfur fjórar myndir til viðbótar á Twitter-síðu sinni. „Óvæntasta en skemmtilegasta myndataka ársins,“ sagði Baldur um myndir. Þar má sjá Hans Dieter-Flick, þjálfara þýska liðsins, þakka Hannesi fyrir vel unnin störf. Óvæntasta en skemmtilegasta myndataka ársins https://t.co/6BuFN0CDLh pic.twitter.com/3cDXwM7E0t— Baldur Kristjáns (@BaldurKristjans) September 9, 2021 Ekki amalegur endir á annars frábærum landsliðsferli hjá þessum magnaða markverði.
Fótbolti HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:05 Twitter þakkar Hannesi: „Ég skal halda áfram að minna lið á að þú varðir víti frá Messi“ Kveðjunum hefur rignt yfir landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson eftir að hann tilkynnti það í viðtali við RÚV eftir tapið gegn Þjóverjum í gær að landsliðshanskarnir væru á leið á hilluna frægu. 9. september 2021 07:00 Finnst í rauninni eins og það séu engin box eftir að tikka í „Hún er bara mjög góð. Auðvitað er ljúfsárt að kveðja landsliðið en ég er alveg sannfærður um að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, um ákvörðun sína að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið í fótbolta. 10. september 2021 09:00 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Sjá meira
Hannes Þór hættur í landsliðinu Hannes Þór Halldórsson spilaði í kvöld sinn síðasta landsleik á ferlinum. Hann tilkynnti það í sjónvarpsviðtali eftir leik. 8. september 2021 21:05
Twitter þakkar Hannesi: „Ég skal halda áfram að minna lið á að þú varðir víti frá Messi“ Kveðjunum hefur rignt yfir landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson eftir að hann tilkynnti það í viðtali við RÚV eftir tapið gegn Þjóverjum í gær að landsliðshanskarnir væru á leið á hilluna frægu. 9. september 2021 07:00
Finnst í rauninni eins og það séu engin box eftir að tikka í „Hún er bara mjög góð. Auðvitað er ljúfsárt að kveðja landsliðið en ég er alveg sannfærður um að þetta hafi verið rétti tímapunkturinn,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, um ákvörðun sína að gefa ekki lengur kost á sér í íslenska landsliðið í fótbolta. 10. september 2021 09:00