Breiðablik í styrkleikaflokki með Lyon og Wolfsburg Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2021 20:31 Blikakonur eru í góðum félagsskap. Vísir/Hulda Margrét Kvennalið Breiðabliks í fótbolta tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með öruggum 3-0 sigri á Króatíumeisturum Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. Eftir úrslit kvöldsins er ljóst að Blikakonur verða í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðlakeppnina. Eftir sigur Blikakvenna í kvöld lá fyrir að liðið færi annað hvort í annan eða þriðja styrkleikaflokk. Það valt á úrslitum í leik Twente og Benfica hvort yrði, en Twente er hærra skrifað en Breiðablik samkvæmt styrkleikalista UEFA en Benfica töluvert lægra. Cloé Lacasse, fyrrum framherji ÍBV, skoraði þrennu í 4-0 sigri Benfica og því ljóst að Breiðablik færi í annan styrkleikaflokk. Breiðablik er lægst skrifaða liðið þar með 17.000 styrkleikastig, 0.900 meira en Svíþjóðarmeistarar Häcken sem eru efstir í þriðja styrkleikaflokki. Engin smálið deila öðrum styrkleikaflokknum með Breiðabliki. Sjöfaldir Evrópumeistarar Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sem unnu keppnina fimm ár í röð frá 2016 til 2020 væru undir eðlilegum kringumstæðum í efsta flokki en þar sem Paris Saint-Germain vann frönsku deildina í fyrra er Lyon í flokki fyrir neðan. Wolfsburg, fyrrum lið Söru Bjarkar, væri einnig í efsta styrkleikaflokki ef litið er til styrkleikaröðunar UEFA en hlutu silfur í Þýskalandi, á eftir Bayern Munchen, og eru því einnig í öðrum styrkleikaflokki í ár. Þá er Arsenal frá Englandi einnig í þeim flokki og því ljóst að Breiðablik mætir engu þeirra liða í riðlakeppninni. Dregið verður í riðlakeppnina mánudaginn næst komandi, 13. september og spennandi verður að sjá hvað kemur upp úr hattinum. Keppni í riðlakeppnini hefst í október. Að neðan má sjá styrkleikaröðunina fyrir riðlakeppnina sem fram undan er. Styrkleikaflokkur 1 Barcelona (Spánn) - 104.800 stig Paris Saint-Germain (Frakkland) - 85.400 stig Bayern Munchen (Þýskaland) - 84.100 stig Chelsea (England) - 70.700 stig Styrkleikaflokkur 2 Lyon (Frakkland) - 124.400 stig Wolfsburg (Þýskaland) 97.100 stig Arsenal (England) - 27.700 stig Breiðablik (Ísland) - 17.000 stig Styrkleikaflokkur 3 Häcken (Svíþjóð) - 16.100 stig Juventus (Ítalía) - 15.200 stig Hoffenheim (Þýskaland) -15.100 stig Real Madrid (Spánn) - 12.800 stig Styrkleikaflokkur 4 Z. Kharkiv (Úkraína) - 9.100 stig Servette (Sviss) - 7.600 stig Köge (Danmörk) - 6.900 stig Benfica (Portúgal) - 5.600 stig Meistaradeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. 9. september 2021 19:53 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Sjá meira
Eftir sigur Blikakvenna í kvöld lá fyrir að liðið færi annað hvort í annan eða þriðja styrkleikaflokk. Það valt á úrslitum í leik Twente og Benfica hvort yrði, en Twente er hærra skrifað en Breiðablik samkvæmt styrkleikalista UEFA en Benfica töluvert lægra. Cloé Lacasse, fyrrum framherji ÍBV, skoraði þrennu í 4-0 sigri Benfica og því ljóst að Breiðablik færi í annan styrkleikaflokk. Breiðablik er lægst skrifaða liðið þar með 17.000 styrkleikastig, 0.900 meira en Svíþjóðarmeistarar Häcken sem eru efstir í þriðja styrkleikaflokki. Engin smálið deila öðrum styrkleikaflokknum með Breiðabliki. Sjöfaldir Evrópumeistarar Lyon, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sem unnu keppnina fimm ár í röð frá 2016 til 2020 væru undir eðlilegum kringumstæðum í efsta flokki en þar sem Paris Saint-Germain vann frönsku deildina í fyrra er Lyon í flokki fyrir neðan. Wolfsburg, fyrrum lið Söru Bjarkar, væri einnig í efsta styrkleikaflokki ef litið er til styrkleikaröðunar UEFA en hlutu silfur í Þýskalandi, á eftir Bayern Munchen, og eru því einnig í öðrum styrkleikaflokki í ár. Þá er Arsenal frá Englandi einnig í þeim flokki og því ljóst að Breiðablik mætir engu þeirra liða í riðlakeppninni. Dregið verður í riðlakeppnina mánudaginn næst komandi, 13. september og spennandi verður að sjá hvað kemur upp úr hattinum. Keppni í riðlakeppnini hefst í október. Að neðan má sjá styrkleikaröðunina fyrir riðlakeppnina sem fram undan er. Styrkleikaflokkur 1 Barcelona (Spánn) - 104.800 stig Paris Saint-Germain (Frakkland) - 85.400 stig Bayern Munchen (Þýskaland) - 84.100 stig Chelsea (England) - 70.700 stig Styrkleikaflokkur 2 Lyon (Frakkland) - 124.400 stig Wolfsburg (Þýskaland) 97.100 stig Arsenal (England) - 27.700 stig Breiðablik (Ísland) - 17.000 stig Styrkleikaflokkur 3 Häcken (Svíþjóð) - 16.100 stig Juventus (Ítalía) - 15.200 stig Hoffenheim (Þýskaland) -15.100 stig Real Madrid (Spánn) - 12.800 stig Styrkleikaflokkur 4 Z. Kharkiv (Úkraína) - 9.100 stig Servette (Sviss) - 7.600 stig Köge (Danmörk) - 6.900 stig Benfica (Portúgal) - 5.600 stig
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Tengdar fréttir Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00 Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. 9. september 2021 19:53 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti „Nánast ómögulegt að sigra“ Sport Fleiri fréttir Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Vigdís Lilja lagði upp sigurmarkið þegar allt stefndi í vító Töpuðu á VAR-vítaspyrnu á áttundu mínútu í uppbótatíma Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Cecilía og Karólína verða líka í pottinum með Blikum Fékk bann fyrir fagnið á móti Liverpool Blikakonur í 16-liða úrslit í Evrópu Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Sjáðu öll mörk Salahs gegn United Fer frá KA í haust Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Sjá meira
Umfjöllun: Breiðablik - Osijek 3-0 | Blikar komnir í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Osijek á Kópavogsvelli í dag. Fyrri leikurinn í Króatíu fór 1-1 en Breiðablik vann einvígið, 4-1 samanlagt. 9. september 2021 19:00
Vilhjálmur: Í seinni hálfleik var þetta aldrei spurning Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir að liðið tryggði sér sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 3-0 sigri á Osijek á Kópavogsvelli í kvöld. 9. september 2021 19:53