Innlent

Neyt­enda­sam­tökin um sellerís­kort: Styðjum bændur frekar en að reisa múra

Þorgils Jónsson skrifar
Neytendasamtökin segja að skortur á sellerí og öðrum vörum megi rekja til „óviturlegs“ kerfis verndartolla.
Neytendasamtökin segja að skortur á sellerí og öðrum vörum megi rekja til „óviturlegs“ kerfis verndartolla.

Umtalaður sellerískortur í verslunum sem og annar vöruskortur sem kemur niður á íslenskum neytendum er, að mati Neytendasamtakanna, afsprengi „óviturlegs kerfis hamlandi og misskilinnar tollverndar“. Styðja þurfi innlenda bændur frekar en að reisa verndarmúra.

Fyrr í vikunni vakti Félag atvinnurekenda athygli á því að sellerí væri ófáanlegt á landinu um þessar mundir og sögðu að þar væri um að kenna hækkun á innflutningstollum.

Sellerí er illfáanlegt í verslunum landsins um þessar mundir.Aðsend

Stjórn Neytendasamtakanna undirstrikar, í ályktun, mikilvægi þess að hér á landi sé stundaður öflugur landbúnaður en taka þó fram:

„En tilraunir til neyslustýringar með tollum og önnur verndarhyggja eru hamlandi stuðningur sem leiðir til taps neytenda, og framleiðenda þegar litið er til lengri tíma.“

Þessi stuðningur sé hluti af „gamalli og hverfandi arfleifð“ sem hafi síst komið bændum vel.

„Þess í stað þarf að leggja áherslu á styðjandi stuðning, stuðning við nýsköpun og beinan stuðning við bændur.“

Tollmúra og neyslustýringu þyrfti að leggja af og innlendir matvælaframleiðendur þyrftu að treysta á gæði og hollustu eigin afurða.


Tengdar fréttir

Vonar að ráðherra sjái ljósið

Sellerí er nú víða ófáanlegt í matvöruverslunum og beina innflutningsaðilar sökinni að innflutningstollum sem voru lagðir á sellerí um þarsíðustu mánaðamót. Á sama tíma hefur innlend uppskera gengið illa og íslenskt sellerí skilað sér stopult til verslana.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×