Diljá og Häcken í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. september 2021 19:45 Diljá Zomers og liðsfélagar hennar í Häcken eru á leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. MATTHIAS KERN/BONGARTS/GETTY IMAGES Fimm Íslendingar freistuðu þess að komast í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna í dag. Diljá Zomers og félagar hennar í Häcken slógu Vålerenga með Amöndu Andradóttir og Ingibjörgu Sigurðardóttir innanborðs úr leik með 3-2 sigri eftir að hafa unnið fyrri leik liðanna 3-1. Stina Blackstenius kom Häcken í 1-0 á 39. mínútu og hún var búin að tvöfalda forystuna eftir rúmlega 50 mínútna leik. Synne Jensen minnkaði muninn fyrir Vålerenga á 73. mínútu áður en Johanna Rytting Kaneryd endurheimti tveggja marka forskot fimm mínútum síðar. Katherine Stengel minnkaði muninn í 3-2 stuttu fyrir leikslok og þar við sat. Samanlagður sigur Häcken því 6-3. Amanda Andradóttir og Ingbjörg Sigurðardóttir sitja því eftir með sárt ennið ásamt liðsfélögum sínum í Vålerenga. Diljá Zomers er hinsvegar á leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en hún sat allan tíman á bekk Häcken. Guðrún Arnardóttir spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar þegar að lið hennar, Rosengård, gerði 3-3 jafntefli gegn þýska liðinu Hoffenheim. Þjóðverjarnir unnu fyrri leikinn 3-0 og Guðrún og liðsfélagar hennar eru því úr leik. Svava Guðmundsdóttir kom inn á sem varamaður í liði Bordeaux sem tók á móti þýska liðinu Wolfsburg. Þjóðverjarnir unnu fyrri leikinn 3-2 og Ewa Pajor kom Wolfsburg í 1-0 forystu eftir 25 míútna leik. Katja Snoeijs jafnaði metin tíu mínútum fyrir hálfleik og Melissa Gomes kom Bordeaux í 2-1 þegar um 20 mínútur voru til leiksloka og þar við sat. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma 2-1 og því þurfti að grípa til framlengingar. Ewa Pajor jafnaði metin fyrir Wolfsburg áður en Mickaella Cardia tryggði Bordeaux vítakeppni þegar átta mínútur voru eftir af framlengingunni. Leikmenn Bordeaux klikkuðu hinsvegar á fyrstu þrem spyrnum sínum á meðan að leikmenn Wolfsburg skoruðu úr öllum sínum. Þjóðverjarnir eru því á leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en Svava og liðsfélagar hennar sitja eftir með sárt ennið. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Sjá meira
Stina Blackstenius kom Häcken í 1-0 á 39. mínútu og hún var búin að tvöfalda forystuna eftir rúmlega 50 mínútna leik. Synne Jensen minnkaði muninn fyrir Vålerenga á 73. mínútu áður en Johanna Rytting Kaneryd endurheimti tveggja marka forskot fimm mínútum síðar. Katherine Stengel minnkaði muninn í 3-2 stuttu fyrir leikslok og þar við sat. Samanlagður sigur Häcken því 6-3. Amanda Andradóttir og Ingbjörg Sigurðardóttir sitja því eftir með sárt ennið ásamt liðsfélögum sínum í Vålerenga. Diljá Zomers er hinsvegar á leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en hún sat allan tíman á bekk Häcken. Guðrún Arnardóttir spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar þegar að lið hennar, Rosengård, gerði 3-3 jafntefli gegn þýska liðinu Hoffenheim. Þjóðverjarnir unnu fyrri leikinn 3-0 og Guðrún og liðsfélagar hennar eru því úr leik. Svava Guðmundsdóttir kom inn á sem varamaður í liði Bordeaux sem tók á móti þýska liðinu Wolfsburg. Þjóðverjarnir unnu fyrri leikinn 3-2 og Ewa Pajor kom Wolfsburg í 1-0 forystu eftir 25 míútna leik. Katja Snoeijs jafnaði metin tíu mínútum fyrir hálfleik og Melissa Gomes kom Bordeaux í 2-1 þegar um 20 mínútur voru til leiksloka og þar við sat. Lokatölur eftir venjulegan leiktíma 2-1 og því þurfti að grípa til framlengingar. Ewa Pajor jafnaði metin fyrir Wolfsburg áður en Mickaella Cardia tryggði Bordeaux vítakeppni þegar átta mínútur voru eftir af framlengingunni. Leikmenn Bordeaux klikkuðu hinsvegar á fyrstu þrem spyrnum sínum á meðan að leikmenn Wolfsburg skoruðu úr öllum sínum. Þjóðverjarnir eru því á leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, en Svava og liðsfélagar hennar sitja eftir með sárt ennið.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Sjá meira