Britney einu skrefi nær því að losna undan oki föður síns Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 8. september 2021 15:37 Jamie Spears, faðir söngkonunnar Britney Spears, hefur nú formlega látið af forræði sínu yfir henni. Getty/Isaac Brekken Faðir söngkonunnar Britney Spears hefur skilað inn nauðsynlegum skjölum til þess að hann láti af forræði yfir dóttur sinni. Söngkonan færist því skrefinu nær að losna undan valdi föður síns, sem hefur stjórnað lífi hennar og fjármálum síðustu þrettán ár. Britney hefur barist fyrir sjálfræði sínu að undanförnu og er því um stóran sigur að ræða fyrir poppprinsessuna heimsfrægu. Britney var svipt sjálfræði eftir að hún var nauðungarvistuð á geðdeild árið 2008 eftir að hafa fengið taugaáfall. Síðan þá hefur faðir söngkonunnar, James Spears , farið með mest völd yfir lífi hennar. Söngkonan hefur staðið í harðri baráttu fyrir því að fá stjórn á eigin lífi á nýjan leik. Síðastliðið ár sótti hún tvisvar um að faðir henni myndi láta af forræði yfir henni. Hún tjáði sig um frelsissviptinguna fyrir dómstólum í sumar þar sem hún greindi meðal annars frá því að hún hefði verið neydd til þess að vera á getnaðarvörn. „Ég hef logið því að öllum heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ sagði Britney við dómarann í dag. Hún sagðist hafa verið í afneitun og talið sér trú um að ef hún segði sjálfri sér nógu oft að henni liði vel færi henni að gera það. „Ég er í losti og áfalli. Ég er svo reið að það nær engri átt.“ Sjálfræðisbarátta hennar hefur vakið heimsathygli og aðdáendur víða um heim stutt söngkonuna á veraldarvefnum og efnt til mótmæla undir myllumerkinu #FreeBritney. Í síðasta mánuði bárust fréttir þess efnis að faðir hennar hefði tekið ákvörðun um að láta af forræðinu sökum linnulausra árása í sinn garð. Nú hefur hann skrifað undir pappíra þar sem hann lætur formlega af forræði yfir dóttur sinni en nú tekur við nokkur bið eftir að skjölin verði staðfest af dómstólum. „Ef fröken Spears vill endurheimta sjálfræðið og telur að hún geti ráðið við sitt eigið líf, telur herra Spears að hún eigi að fá tækifæri til þess,“ segir í dómskjölum. Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Faðir Britney lætur af forræði sínu yfir fjármálum hennar Jamie Spears, faðir tónlistarkonunnar Britney Spears, hefur ákveðið að láta af forræði yfir fjármálum hennar. Söngkonan hefur barist fyrir því undanfarin ár að fá stjórn á eigin lífi á nýjan leik. 12. ágúst 2021 21:26 Britney Spears vill losna undan valdi föður síns strax Britney Spears er orðin leið á því að bíða eftir að losna undan valdi föður síns, Jamie Spears. Jamie hefur farið með forræði yfir fjármálum Britney um nokkurn tíma. 5. ágúst 2021 17:06 Britney vill kæra pabba sinn fyrir misnotkun Tónlistarkonan Britney Spears hefur lýst því yfir að hún vilji kæra föður sinn, Jamie Spears, fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir henni en hann hefur haft forræði yfir henni, ásamt öðrum, undanfarin 13 ár. Þetta sagði stjarnan í yfirlýsingu fyrir dómi í gær. 15. júlí 2021 11:23 Britney verður áfram á valdi föður síns Dómari í sjálfræðismáli söngkonunnar Britney Spears tilkynnti í gær að faðir hennar, Jamie Spears, verði áfram með fjárhagslegt vald yfir henni. Vika er síðan Britney flutti tilfinningaríka ræðu fyrir dómara í Los Angeles og var niðurstaðan kveðin upp í gær. 1. júlí 2021 11:34 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
Britney var svipt sjálfræði eftir að hún var nauðungarvistuð á geðdeild árið 2008 eftir að hafa fengið taugaáfall. Síðan þá hefur faðir söngkonunnar, James Spears , farið með mest völd yfir lífi hennar. Söngkonan hefur staðið í harðri baráttu fyrir því að fá stjórn á eigin lífi á nýjan leik. Síðastliðið ár sótti hún tvisvar um að faðir henni myndi láta af forræði yfir henni. Hún tjáði sig um frelsissviptinguna fyrir dómstólum í sumar þar sem hún greindi meðal annars frá því að hún hefði verið neydd til þess að vera á getnaðarvörn. „Ég hef logið því að öllum heiminum að allt sé í lagi og mér líði vel“ sagði Britney við dómarann í dag. Hún sagðist hafa verið í afneitun og talið sér trú um að ef hún segði sjálfri sér nógu oft að henni liði vel færi henni að gera það. „Ég er í losti og áfalli. Ég er svo reið að það nær engri átt.“ Sjálfræðisbarátta hennar hefur vakið heimsathygli og aðdáendur víða um heim stutt söngkonuna á veraldarvefnum og efnt til mótmæla undir myllumerkinu #FreeBritney. Í síðasta mánuði bárust fréttir þess efnis að faðir hennar hefði tekið ákvörðun um að láta af forræðinu sökum linnulausra árása í sinn garð. Nú hefur hann skrifað undir pappíra þar sem hann lætur formlega af forræði yfir dóttur sinni en nú tekur við nokkur bið eftir að skjölin verði staðfest af dómstólum. „Ef fröken Spears vill endurheimta sjálfræðið og telur að hún geti ráðið við sitt eigið líf, telur herra Spears að hún eigi að fá tækifæri til þess,“ segir í dómskjölum.
Sjálfræðisbarátta Britney Spears Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Faðir Britney lætur af forræði sínu yfir fjármálum hennar Jamie Spears, faðir tónlistarkonunnar Britney Spears, hefur ákveðið að láta af forræði yfir fjármálum hennar. Söngkonan hefur barist fyrir því undanfarin ár að fá stjórn á eigin lífi á nýjan leik. 12. ágúst 2021 21:26 Britney Spears vill losna undan valdi föður síns strax Britney Spears er orðin leið á því að bíða eftir að losna undan valdi föður síns, Jamie Spears. Jamie hefur farið með forræði yfir fjármálum Britney um nokkurn tíma. 5. ágúst 2021 17:06 Britney vill kæra pabba sinn fyrir misnotkun Tónlistarkonan Britney Spears hefur lýst því yfir að hún vilji kæra föður sinn, Jamie Spears, fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir henni en hann hefur haft forræði yfir henni, ásamt öðrum, undanfarin 13 ár. Þetta sagði stjarnan í yfirlýsingu fyrir dómi í gær. 15. júlí 2021 11:23 Britney verður áfram á valdi föður síns Dómari í sjálfræðismáli söngkonunnar Britney Spears tilkynnti í gær að faðir hennar, Jamie Spears, verði áfram með fjárhagslegt vald yfir henni. Vika er síðan Britney flutti tilfinningaríka ræðu fyrir dómara í Los Angeles og var niðurstaðan kveðin upp í gær. 1. júlí 2021 11:34 Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Sjá meira
Faðir Britney lætur af forræði sínu yfir fjármálum hennar Jamie Spears, faðir tónlistarkonunnar Britney Spears, hefur ákveðið að láta af forræði yfir fjármálum hennar. Söngkonan hefur barist fyrir því undanfarin ár að fá stjórn á eigin lífi á nýjan leik. 12. ágúst 2021 21:26
Britney Spears vill losna undan valdi föður síns strax Britney Spears er orðin leið á því að bíða eftir að losna undan valdi föður síns, Jamie Spears. Jamie hefur farið með forræði yfir fjármálum Britney um nokkurn tíma. 5. ágúst 2021 17:06
Britney vill kæra pabba sinn fyrir misnotkun Tónlistarkonan Britney Spears hefur lýst því yfir að hún vilji kæra föður sinn, Jamie Spears, fyrir að hafa misnotað vald sitt yfir henni en hann hefur haft forræði yfir henni, ásamt öðrum, undanfarin 13 ár. Þetta sagði stjarnan í yfirlýsingu fyrir dómi í gær. 15. júlí 2021 11:23
Britney verður áfram á valdi föður síns Dómari í sjálfræðismáli söngkonunnar Britney Spears tilkynnti í gær að faðir hennar, Jamie Spears, verði áfram með fjárhagslegt vald yfir henni. Vika er síðan Britney flutti tilfinningaríka ræðu fyrir dómara í Los Angeles og var niðurstaðan kveðin upp í gær. 1. júlí 2021 11:34