Britney verður áfram á valdi föður síns Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. júlí 2021 11:34 „Ég vil bara endurheimta líf mitt. Það eru liðin þrettán ár og nú er nóg komið. Það er langt síðan ég hef átt mína eigin peninga og það er mín ósk og minn draumur að þessu ljúki,“ sagði söngkonan Britney Spears. Getty/Frazer Harrison Dómari í sjálfræðismáli söngkonunnar Britney Spears tilkynnti í gær að faðir hennar, Jamie Spears, verði áfram með fjárhagslegt vald yfir henni. Vika er síðan Britney flutti tilfinningaríka ræðu fyrir dómara í Los Angeles og var niðurstaðan kveðin upp í gær. Í máli sínu á miðvikudaginn síðastliðinn lýsti Britney því yfir að hún væri hrædd við föður sinn og óskaði eftir því að losna undan valdi hans, án þess að þurfa að undirgangast læknisfræðilegt mat. Niðurstaða dómara sem kveðin var upp í gær, er þó sú að Britney verði áfram á valdi föður síns en einkafyrirtækið Bessemer Trust fari með hluta forsjárinnar. Bandarískir lögmenn lýstu því yfir í síðustu viku að ræðan sem Britney flutti fyrir dómara, hafi ekki verið henni til hagsbóta. Tilfinningalegt uppnám hennar væri vísbending um ójafnvægi og jafnvel andleg veikindi. Því skal þó haldið til haga að niðurstaða gærdagsins er ekki beint svar við ræðu Britney. Beiðni um að leysa Britney undan valdi föður síns var hafnað síðasta haust og hefur sú beiðni ekki verið lögð fram formlega aftur. Sú niðurstaða sem kveðin var upp í gær er fyrst og fremst til þess að samþykkja einkafyrirtækið Bessemer Trust sem meðlögráðamann, en einnig ítrekun á fyrri dómi um Jamie Spears skyldi áfram vera fjárráðamaður söngkonunnar. Faðir Britney hefur stjórnað fjármunum og tekið ákvarðanir fyrir hana síðan árið 2008. Hann hefur þó vísað á bug þeim ásökunum að hafa tekið afdrifaríkar ákvarðanir um einkalíf dóttur sinnar, eins og að neyða hana til þess að vera á getnaðarvörn. Hann segist ekki hafa skipt sér af einkalífi dóttur sinnar síðan árið 2019. Þá hafi það hlutverk fallið tímabundið í hendur Jodi Montgomery vegna heilsubrests Jamie Spears. Aðdáendur úti um allan heim standa þétt við bakið á söngkonunni.Getty/Rich Fury „Ég vil bara endurheimta líf mitt. Það eru liðin þrettán ár og nú er nóg komið. Það er langt síðan ég hef átt mína eigin peninga og það er mín ósk og minn draumur að þessu ljúki,“ sagði söngkonan í síðustu viku. Laura Snapes hjá tímaritinu Guardian orðaði það svo að Britney hefði hjálpað stúlkum úti um allan heim að fullorðnast en aldrei fengið að fullorðast sjálf. Hollywood Bandaríkin Sjálfræðisbarátta Britney Spears Tengdar fréttir Telja tilfinningalegt uppnám ekki eiga eftir að hjálpa Britney Bandarískir lögmenn telja að tilfinningalegt uppnám söngkonunnar Britney Spears í málflutningi sínum fyrir dómstólum í vikunni hafi ekki verið henni til hagsbóta. Britney var svipt frelsi sínu árið 2008 og var þetta var í fyrsta skipti sem hún tjáði sig um málið fyrir rétti. 27. júní 2021 12:45 Biður aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“ Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur beðið aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“, á sama tíma og hún hafi þurft að þola að vera undir forræði föður síns sem hafi misnotað það vald sem honum var falið. 25. júní 2021 08:48 Britney segist hrædd við pabba sinn og vill sjálfræði Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni. 23. júní 2021 12:31 Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Glatkistunni lokað Menning Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Fleiri fréttir Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Sjá meira
Í máli sínu á miðvikudaginn síðastliðinn lýsti Britney því yfir að hún væri hrædd við föður sinn og óskaði eftir því að losna undan valdi hans, án þess að þurfa að undirgangast læknisfræðilegt mat. Niðurstaða dómara sem kveðin var upp í gær, er þó sú að Britney verði áfram á valdi föður síns en einkafyrirtækið Bessemer Trust fari með hluta forsjárinnar. Bandarískir lögmenn lýstu því yfir í síðustu viku að ræðan sem Britney flutti fyrir dómara, hafi ekki verið henni til hagsbóta. Tilfinningalegt uppnám hennar væri vísbending um ójafnvægi og jafnvel andleg veikindi. Því skal þó haldið til haga að niðurstaða gærdagsins er ekki beint svar við ræðu Britney. Beiðni um að leysa Britney undan valdi föður síns var hafnað síðasta haust og hefur sú beiðni ekki verið lögð fram formlega aftur. Sú niðurstaða sem kveðin var upp í gær er fyrst og fremst til þess að samþykkja einkafyrirtækið Bessemer Trust sem meðlögráðamann, en einnig ítrekun á fyrri dómi um Jamie Spears skyldi áfram vera fjárráðamaður söngkonunnar. Faðir Britney hefur stjórnað fjármunum og tekið ákvarðanir fyrir hana síðan árið 2008. Hann hefur þó vísað á bug þeim ásökunum að hafa tekið afdrifaríkar ákvarðanir um einkalíf dóttur sinnar, eins og að neyða hana til þess að vera á getnaðarvörn. Hann segist ekki hafa skipt sér af einkalífi dóttur sinnar síðan árið 2019. Þá hafi það hlutverk fallið tímabundið í hendur Jodi Montgomery vegna heilsubrests Jamie Spears. Aðdáendur úti um allan heim standa þétt við bakið á söngkonunni.Getty/Rich Fury „Ég vil bara endurheimta líf mitt. Það eru liðin þrettán ár og nú er nóg komið. Það er langt síðan ég hef átt mína eigin peninga og það er mín ósk og minn draumur að þessu ljúki,“ sagði söngkonan í síðustu viku. Laura Snapes hjá tímaritinu Guardian orðaði það svo að Britney hefði hjálpað stúlkum úti um allan heim að fullorðnast en aldrei fengið að fullorðast sjálf.
Hollywood Bandaríkin Sjálfræðisbarátta Britney Spears Tengdar fréttir Telja tilfinningalegt uppnám ekki eiga eftir að hjálpa Britney Bandarískir lögmenn telja að tilfinningalegt uppnám söngkonunnar Britney Spears í málflutningi sínum fyrir dómstólum í vikunni hafi ekki verið henni til hagsbóta. Britney var svipt frelsi sínu árið 2008 og var þetta var í fyrsta skipti sem hún tjáði sig um málið fyrir rétti. 27. júní 2021 12:45 Biður aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“ Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur beðið aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“, á sama tíma og hún hafi þurft að þola að vera undir forræði föður síns sem hafi misnotað það vald sem honum var falið. 25. júní 2021 08:48 Britney segist hrædd við pabba sinn og vill sjálfræði Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni. 23. júní 2021 12:31 Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Glatkistunni lokað Menning Myndaveisla frá Hafnarfirði - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Fleiri fréttir Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Wintour víkur úr ritstjórastólnum eftir 37 ár Hundruðir gengu skrúðgöngu í Laugardal Íslensku sjónvarpsverðlaunin veitt í fyrsta sinn í október Búið spil hjá Katy Perry og Orlando Bloom Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Sögulegt hús fær nýtt líf: Hafnfirðingar hrannast inn, segja sögur og þakka fyrir Sjá meira
Telja tilfinningalegt uppnám ekki eiga eftir að hjálpa Britney Bandarískir lögmenn telja að tilfinningalegt uppnám söngkonunnar Britney Spears í málflutningi sínum fyrir dómstólum í vikunni hafi ekki verið henni til hagsbóta. Britney var svipt frelsi sínu árið 2008 og var þetta var í fyrsta skipti sem hún tjáði sig um málið fyrir rétti. 27. júní 2021 12:45
Biður aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“ Bandaríska söngkonan Britney Spears hefur beðið aðdáendur sína afsökunar á að hafa „þóst hafa verið í lagi“, á sama tíma og hún hafi þurft að þola að vera undir forræði föður síns sem hafi misnotað það vald sem honum var falið. 25. júní 2021 08:48
Britney segist hrædd við pabba sinn og vill sjálfræði Britney Spears hefur hvatt dómstóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum til að gera breytingar á því hver fari með fjárhald yfir henni. Faðir hennar hefur verið fjárhaldsmaður hennar í þrettán ár og hefur einnig, á tíma, farið með forræði yfir henni. 23. júní 2021 12:31