Fótbolti

Blikar fá að spila 60 milljóna leikinn þrátt fyrir að leikmaður hafi smitast

Sindri Sverrisson skrifar
Byrjunarlið Breiðabliks sem gerði 1-1 jafntefli við Osijek á útivelli í síðustu viku.
Byrjunarlið Breiðabliks sem gerði 1-1 jafntefli við Osijek á útivelli í síðustu viku. Facebook/@znkosijek

Einn leikmaður Breiðabliks hefur greinst með kórónuveirusmit í aðdraganda seinni leiksins við króatíska liðið Osijek, í undankeppni Meistaradeildar Evrópu á morgun.

Í yfirlýsingu Breiðabliks segir að leikmaðurinn hafi greinst með veiruna í gær en að eftir að málið var skoðað með sóttvarnayfirvöldum var ekki talin ástæða til að neinn samherja hans þyrfti að fara í sóttkví. Leikurinn fer því fram eins og til stóð.

Breiðablik gerði góða ferð til Króatíu í síðustu viku og gerði þar 1-1 jafntefli við Osijek. Seinni leikurinn er á Kópavogsvelli á morgun klukkan 17.

Í húfi er sæti í nýrri riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðin sem þar leika fá að lágmarki 60 milljónir króna í verðlaunafé.

Þess má geta að leikurinn á morgun verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×