Skæð Covid-bylgja leikur óbólusetta Búlgara grátt Þorgils Jónsson skrifar 8. september 2021 12:11 Skæð bylgja af COVID-19 gengur nú yfir Búlgaríu. Þrátt fyrir það gengur illa að fá almenning til að láta bólusetja sig gegn vágestinum. Neyðarástand vofir yfir heilbrigðiskerfi Búlgaríu þar sem skæð COVID-19 bylgja gengur nú yfir. Bólusetningar hafa gengið afar hægt í landinu þar sem einungis um fimmtungur landsmanna, sem telja 7 milljónir, hafa fengið sprautu og almennra efasemda virðist gæta. Alls hafa 19.000 Búlgarar látist af völdum COVID-19 frá upphafi faraldursins, sem stendur aðeins Tékklandi og Ungverjalandi að baki hvað varðar dánartíðni ESB-landa. Síðustu viku hafa 41 látist á degi hverjum að meðaltali og gjörgæsludeildir sjúkrahúsa eru þéttsetnar af COVID-sjúklingum. Heilbrigðiskerfið þar í landi er almennt ekki burðugt, en er nú að nálgast þolmörk. Búlgaría hefur aðgang að öllum helstu bóluefnunum sem samþykkt hafa verið af ESB, og bjóða víða uppá bólusetningar, en illa hefur gengið að sannfæra almenning um að slá til. Bólusetningarhlutfallið er sem fyrr segir 20%, sem er það lægsta af öllum ESB-ríkjum þar sem meðaltalið er 59%. Fréttastofa AP hefur eftir sérfræðing í lýðheilsumálum þar í landi að margt liggi að baki efasemdum almennings, meðal annars lítið traust til opinberra stofnana, pólitískur óstöðugleiki, falsfréttir og misheppnuð bólusetningarherferð stjórnvalda. Dræmt gengi í bólusetningum í Búlgariu er rakið til almennra efasemda landsmanna. Starfsfólk í veitingaiðnaði mótmælti hertum aðgerðum á dögunum. Vegna ástandsins hertu stjórnvöld talsvert á sóttvarnaraðgerðum þar sem opnunartímar hafa verið styttir á veitingahúsum, næturklúbbum lokað og gestafjöldi leikhúsa og kvikmyndahúsa takmarkaður. Búlgaría Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Sjá meira
Alls hafa 19.000 Búlgarar látist af völdum COVID-19 frá upphafi faraldursins, sem stendur aðeins Tékklandi og Ungverjalandi að baki hvað varðar dánartíðni ESB-landa. Síðustu viku hafa 41 látist á degi hverjum að meðaltali og gjörgæsludeildir sjúkrahúsa eru þéttsetnar af COVID-sjúklingum. Heilbrigðiskerfið þar í landi er almennt ekki burðugt, en er nú að nálgast þolmörk. Búlgaría hefur aðgang að öllum helstu bóluefnunum sem samþykkt hafa verið af ESB, og bjóða víða uppá bólusetningar, en illa hefur gengið að sannfæra almenning um að slá til. Bólusetningarhlutfallið er sem fyrr segir 20%, sem er það lægsta af öllum ESB-ríkjum þar sem meðaltalið er 59%. Fréttastofa AP hefur eftir sérfræðing í lýðheilsumálum þar í landi að margt liggi að baki efasemdum almennings, meðal annars lítið traust til opinberra stofnana, pólitískur óstöðugleiki, falsfréttir og misheppnuð bólusetningarherferð stjórnvalda. Dræmt gengi í bólusetningum í Búlgariu er rakið til almennra efasemda landsmanna. Starfsfólk í veitingaiðnaði mótmælti hertum aðgerðum á dögunum. Vegna ástandsins hertu stjórnvöld talsvert á sóttvarnaraðgerðum þar sem opnunartímar hafa verið styttir á veitingahúsum, næturklúbbum lokað og gestafjöldi leikhúsa og kvikmyndahúsa takmarkaður.
Búlgaría Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Goddur er látinn Innlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Fleiri fréttir „Nú er nóg komið“ „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Stjórn Maduro situr sem fastast „En við þurfum samt Grænland“ Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar „BRÁÐUM“ Mögulegt að íhlutun Bandaríkjamanna leiði til borgarastyrjaldar Utanríkisnefnd fundar vegna árásanna í Venesúela Hafa borið kennsl á sextán til viðbótar Segjast bæði hafa tekið við völdum Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Pylsuhundur tók að sér fimm gríslinga Rekstraraðilar grunaðir um manndráp af gáleysi Dularfullt bleikt slím veldur ugg á Tasmaníu Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent