Þórólfur telur hægt að skoða tilslakanir en sér ekki fyrir víðtækar afléttingar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. september 2021 12:09 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í tilslakanir á samkomubanni jafnvel þó harðar takmarkanir séu í gildi á landamærunum. Bylgjan er enn á niðurleið og enginn er á gjörgæslu. Tuttugu og sex greindust með covid-19 innanlands í gær og yfir helmingur þeirra var í sóttkví. Það fækkar á sjúkrahúsi og enginn er á gjörgæslu. Fyrir helgi sagðist Áslaug Arna Sigurbjörssdóttir, dómsmálaráðherra, telja að endurskoða þurfi stöðu samkomutakmarkana í ljósi þess að faraldurinn sé á niðurleið. „Ég bind vonir við að ríkisstjórnin eða við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera,“ sagði Áslaug Arna. Núgildandi reglur innanlands gilda til 17. september. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, segir ekki hafa verið rætt að skila tillögum að nýjum reglum fyrir þann tíma. „Ég á eftir að ræða við ráðherra hvernig staðan er og hvernig best er að halda áfram. Ég bendi á að sú reglugerð sem er í gildi er ekki komin til framkvæmda að fullu,“ sagði Þórólfur. Þar vísar hann til þess að enn sé ekki farið að beita hraðprófum á stærri viðburðum en líkt og fram hefur komið hefur heilsugæslan, sem mun annast þá framkvæmd, þó sagt hafa tryggt sér nokkur hundruð þúsund hraðpróf sem verður hægt að nota fyrir viðburði og smitgát. Þórólfur telur að fara þurfi hægt í afléttingar. „Ég held að það sé tilefni til að íhuga vel hvort við getum haldið áfram á þeirri braut sem við höfum verið áður. Að hafa góð tök á landamærunum og slaka á frekar innanlands. Ég held að við þurfum bara að skoða það vel.“ Hann sér þó ekki fyrir sér að hægt verði að aflétta öllum takmörkunum innanlands, líkt og var gert í sumar. „Ég held að við þurfum að fara varlega í það. Við fengum þá reynslu um mánaðarmótin júní/júlí og það fór allt á flug hér og við höfum fengið stærstu bylgju yfir okkur í kjölfarið og mikið álag á spítalann. Ég held að við megum ekkert við því og við þurfum að læra af þeirri reynslu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Tuttugu og sex greindust með covid-19 innanlands í gær og yfir helmingur þeirra var í sóttkví. Það fækkar á sjúkrahúsi og enginn er á gjörgæslu. Fyrir helgi sagðist Áslaug Arna Sigurbjörssdóttir, dómsmálaráðherra, telja að endurskoða þurfi stöðu samkomutakmarkana í ljósi þess að faraldurinn sé á niðurleið. „Ég bind vonir við að ríkisstjórnin eða við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera,“ sagði Áslaug Arna. Núgildandi reglur innanlands gilda til 17. september. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, segir ekki hafa verið rætt að skila tillögum að nýjum reglum fyrir þann tíma. „Ég á eftir að ræða við ráðherra hvernig staðan er og hvernig best er að halda áfram. Ég bendi á að sú reglugerð sem er í gildi er ekki komin til framkvæmda að fullu,“ sagði Þórólfur. Þar vísar hann til þess að enn sé ekki farið að beita hraðprófum á stærri viðburðum en líkt og fram hefur komið hefur heilsugæslan, sem mun annast þá framkvæmd, þó sagt hafa tryggt sér nokkur hundruð þúsund hraðpróf sem verður hægt að nota fyrir viðburði og smitgát. Þórólfur telur að fara þurfi hægt í afléttingar. „Ég held að það sé tilefni til að íhuga vel hvort við getum haldið áfram á þeirri braut sem við höfum verið áður. Að hafa góð tök á landamærunum og slaka á frekar innanlands. Ég held að við þurfum bara að skoða það vel.“ Hann sér þó ekki fyrir sér að hægt verði að aflétta öllum takmörkunum innanlands, líkt og var gert í sumar. „Ég held að við þurfum að fara varlega í það. Við fengum þá reynslu um mánaðarmótin júní/júlí og það fór allt á flug hér og við höfum fengið stærstu bylgju yfir okkur í kjölfarið og mikið álag á spítalann. Ég held að við megum ekkert við því og við þurfum að læra af þeirri reynslu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira