Þórólfur telur hægt að skoða tilslakanir en sér ekki fyrir víðtækar afléttingar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. september 2021 12:09 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalæknir telur að fara þurfi hægt í tilslakanir á samkomubanni jafnvel þó harðar takmarkanir séu í gildi á landamærunum. Bylgjan er enn á niðurleið og enginn er á gjörgæslu. Tuttugu og sex greindust með covid-19 innanlands í gær og yfir helmingur þeirra var í sóttkví. Það fækkar á sjúkrahúsi og enginn er á gjörgæslu. Fyrir helgi sagðist Áslaug Arna Sigurbjörssdóttir, dómsmálaráðherra, telja að endurskoða þurfi stöðu samkomutakmarkana í ljósi þess að faraldurinn sé á niðurleið. „Ég bind vonir við að ríkisstjórnin eða við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera,“ sagði Áslaug Arna. Núgildandi reglur innanlands gilda til 17. september. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, segir ekki hafa verið rætt að skila tillögum að nýjum reglum fyrir þann tíma. „Ég á eftir að ræða við ráðherra hvernig staðan er og hvernig best er að halda áfram. Ég bendi á að sú reglugerð sem er í gildi er ekki komin til framkvæmda að fullu,“ sagði Þórólfur. Þar vísar hann til þess að enn sé ekki farið að beita hraðprófum á stærri viðburðum en líkt og fram hefur komið hefur heilsugæslan, sem mun annast þá framkvæmd, þó sagt hafa tryggt sér nokkur hundruð þúsund hraðpróf sem verður hægt að nota fyrir viðburði og smitgát. Þórólfur telur að fara þurfi hægt í afléttingar. „Ég held að það sé tilefni til að íhuga vel hvort við getum haldið áfram á þeirri braut sem við höfum verið áður. Að hafa góð tök á landamærunum og slaka á frekar innanlands. Ég held að við þurfum bara að skoða það vel.“ Hann sér þó ekki fyrir sér að hægt verði að aflétta öllum takmörkunum innanlands, líkt og var gert í sumar. „Ég held að við þurfum að fara varlega í það. Við fengum þá reynslu um mánaðarmótin júní/júlí og það fór allt á flug hér og við höfum fengið stærstu bylgju yfir okkur í kjölfarið og mikið álag á spítalann. Ég held að við megum ekkert við því og við þurfum að læra af þeirri reynslu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Tuttugu og sex greindust með covid-19 innanlands í gær og yfir helmingur þeirra var í sóttkví. Það fækkar á sjúkrahúsi og enginn er á gjörgæslu. Fyrir helgi sagðist Áslaug Arna Sigurbjörssdóttir, dómsmálaráðherra, telja að endurskoða þurfi stöðu samkomutakmarkana í ljósi þess að faraldurinn sé á niðurleið. „Ég bind vonir við að ríkisstjórnin eða við setjumst yfir það í næstu viku og afléttum einhverjum takmörkunum hér. Það þurfa auðvitað að vera miklar ástæður og rök fyrir því að takmarka frelsi fólks eins mikið og maður er að gera,“ sagði Áslaug Arna. Núgildandi reglur innanlands gilda til 17. september. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, segir ekki hafa verið rætt að skila tillögum að nýjum reglum fyrir þann tíma. „Ég á eftir að ræða við ráðherra hvernig staðan er og hvernig best er að halda áfram. Ég bendi á að sú reglugerð sem er í gildi er ekki komin til framkvæmda að fullu,“ sagði Þórólfur. Þar vísar hann til þess að enn sé ekki farið að beita hraðprófum á stærri viðburðum en líkt og fram hefur komið hefur heilsugæslan, sem mun annast þá framkvæmd, þó sagt hafa tryggt sér nokkur hundruð þúsund hraðpróf sem verður hægt að nota fyrir viðburði og smitgát. Þórólfur telur að fara þurfi hægt í afléttingar. „Ég held að það sé tilefni til að íhuga vel hvort við getum haldið áfram á þeirri braut sem við höfum verið áður. Að hafa góð tök á landamærunum og slaka á frekar innanlands. Ég held að við þurfum bara að skoða það vel.“ Hann sér þó ekki fyrir sér að hægt verði að aflétta öllum takmörkunum innanlands, líkt og var gert í sumar. „Ég held að við þurfum að fara varlega í það. Við fengum þá reynslu um mánaðarmótin júní/júlí og það fór allt á flug hér og við höfum fengið stærstu bylgju yfir okkur í kjölfarið og mikið álag á spítalann. Ég held að við megum ekkert við því og við þurfum að læra af þeirri reynslu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira