Fótbolti

Juventus-menn æfir eftir sóttvarnabrot McKennies og tilbúnir að selja hann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Weston McKennie gæti þurft að finna sér nýtt félag.
Weston McKennie gæti þurft að finna sér nýtt félag. getty/Jonathan Moscrop

Brot Westons McKennie á sóttvarnareglum bandaríska landsliðsins gæti dregið enn meiri dilk á eftir sér en Juventus íhugar nú að selja hann.

McKennie lék ekki með bandaríska landsliðinu gegn því kanadíska í gær eftir að hafa brotið sóttvarnareglur. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Ekki liggur nákvæmlega fyrir hvað McKennie gerði og eftir leikinn í gær vildi landsliðsþjálfarinn Gregg Berhalter ekki svara því hvort hann myndi spila gegn Hondúras á miðvikudaginn.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem McKennie brýtur sóttvarnareglur en hann hélt partí fyrir grannaslag gegn Torino. Samherjar hans, Arthur og Paulo Dybala, voru einnig viðstaddir.

Forráðamenn Juventus virðist vera búið að fá sig fullsadda af McKennie og ku vera tilbúnir að selja Bandaríkjamanninn. Samkvæmt Tuttosport hafa Tottenham og Aston Villa áhuga á McKennie.

Hann kom til Juventus frá Schalke í fyrra. McKennie hefur leikið 47 leiki og skorað sex mörk fyrir Juventus. Þá á hann að baki 25 landsleiki fyrir Bandaríkin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×