KSÍ verður af tugum milljóna en vonast eftir betri stöðu þegar stelpurnar mæta Evrópumeisturunum Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2021 13:00 Stuðningsmannasveitin Tólfan fékk að fagna tveimur mörkum á Laugardalsvelli í gær, í 2-2 jafnteflinu við Norður-Makedóníu. vísir/hulda margrét Knattspyrnusamband Íslands verður af milljónum, og sennilega tugum milljóna, króna vegna samkomutakmarkana sem enn gilda hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins. Aðeins voru 2.200 miðar í boði á leiki karlalandsliðsins við Rúmeníu síðasta fimmtudag og Norður-Makedóníu í gær. Miðað við takmarkaðan áhuga á leikjunum er þó ekki víst að hægt hefði verið að selja mikið fleiri miða. Sóttvarnahólfum var hins vegar fjölgað fyrir leik karlalandsliðsins við stórlið Þýskalands á miðvikudaginn og því geta 3.000 manns séð leikinn, í fimmtán 200 manna hólfum, og ljóst er að áhuginn er mun meiri á þeim leik. Heilbrigðisyfirvöld hafa heimilað að 500 manns séu saman í hólfi á stórum viðburðum að undangengnum hraðprófum. KSÍ bíður enn skýrari svara um hvernig sé hægt að nýta þá heimild. Ljóst er að ef hægt hefði verið að selja 500 miða í stað 200 í hvert hólf fengi landsliðið ekki bara mun meiri stuðning á miðvikudaginn heldur fengi KSÍ yfir 20 milljónum króna meira í tekjur af miðasölu, bara af leiknum við Þýskaland. Enn of mikil óvissa varðandi hraðprófin Eftir rúmar tvær vikur tekur íslenska kvennalandsliðið svo á móti ríkjandi Evrópumeisturum Hollands í fyrsta leik sínum í undankeppni HM. Um lykilleik er að ræða upp á möguleika Íslands á að komast á HM að gera, og Óskar Örn Guðbrandsson hjá samskiptadeild KSÍ segir óskandi að þá geti fleiri en 3.000 manns mætt á völlinn, sem og þegar karlalandsliðið heldur sinni undankeppni áfram í október. „Eins og reglurnar eru í dag þá þarf að nota hraðpróf til að 500 manns geti verið saman í hólfi en það er enn svo margt óljóst varðandi framkvæmd hraðprófanna, og til að mynda hvernig viðburðahaldari á að fylgjast með því að allir séu búnir að fara í próf,“ segir Óskar. „Við vonum klárlega að þetta komist á hreint. Við erum að byrja að undirbúa leik kvennalandsliðsins við eitt besta landslið heims og vonumst auðvitað til að geta verið með fleiri áhorfendur þar. Það vilja auðvitað allir hafa fullan völl og góðan stuðning við landsliðin okkar,“ segir Óskar. Vildu hafa möguleika á að bæta við hólfum Það hefur komið einhverjum spánskt fyrir sjónir hvernig áhorfendum var skipt niður á Laugardalsvelli á leikjunum við Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Þar sátu 200 manns þétt saman með stór áhorfendasvæði á bakvið sig og til beggja hliða. 7 m/s og samkomutakmarkanir í stúkunni í nafni sóttvarna. Og þá er auðvitað öllum þjappað saman - af því þetta er löngu komið út í það að gera bara eitthvað. Leikrit. pic.twitter.com/eAjctY5kZK— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) September 5, 2021 „Við hugsuðum þetta bara út frá þeim reglum sem okkur voru settar varðandi sóttvarnir. Okkur er ekki lengur skylt að halda bili á milli einstaklinga en við megum bara vera með takmarkað marga í hverju hólfi,“ segir Óskar. „Þetta réðist af inngöngum og aðstæðum fyrir utan stúkurnar sjálfar. Við teiknuðum völlinn upp með mikið fleiri sóttvarnahólfum en við settum í notkun í fyrstu tveimur leikjunum, því við vissum ekki hvernig þetta yrði við innganga, salerni og veitingasölu. Við höfum lært heilmikið síðustu daga, þetta gekk vel, og við sjáum að við getum bætt við hólfum fyrir leikinn við Þýskaland, sem annars hefði verið mun erfiðara ef við hefðum dreift fólki meira,“ segir Óskar. HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Aðeins voru 2.200 miðar í boði á leiki karlalandsliðsins við Rúmeníu síðasta fimmtudag og Norður-Makedóníu í gær. Miðað við takmarkaðan áhuga á leikjunum er þó ekki víst að hægt hefði verið að selja mikið fleiri miða. Sóttvarnahólfum var hins vegar fjölgað fyrir leik karlalandsliðsins við stórlið Þýskalands á miðvikudaginn og því geta 3.000 manns séð leikinn, í fimmtán 200 manna hólfum, og ljóst er að áhuginn er mun meiri á þeim leik. Heilbrigðisyfirvöld hafa heimilað að 500 manns séu saman í hólfi á stórum viðburðum að undangengnum hraðprófum. KSÍ bíður enn skýrari svara um hvernig sé hægt að nýta þá heimild. Ljóst er að ef hægt hefði verið að selja 500 miða í stað 200 í hvert hólf fengi landsliðið ekki bara mun meiri stuðning á miðvikudaginn heldur fengi KSÍ yfir 20 milljónum króna meira í tekjur af miðasölu, bara af leiknum við Þýskaland. Enn of mikil óvissa varðandi hraðprófin Eftir rúmar tvær vikur tekur íslenska kvennalandsliðið svo á móti ríkjandi Evrópumeisturum Hollands í fyrsta leik sínum í undankeppni HM. Um lykilleik er að ræða upp á möguleika Íslands á að komast á HM að gera, og Óskar Örn Guðbrandsson hjá samskiptadeild KSÍ segir óskandi að þá geti fleiri en 3.000 manns mætt á völlinn, sem og þegar karlalandsliðið heldur sinni undankeppni áfram í október. „Eins og reglurnar eru í dag þá þarf að nota hraðpróf til að 500 manns geti verið saman í hólfi en það er enn svo margt óljóst varðandi framkvæmd hraðprófanna, og til að mynda hvernig viðburðahaldari á að fylgjast með því að allir séu búnir að fara í próf,“ segir Óskar. „Við vonum klárlega að þetta komist á hreint. Við erum að byrja að undirbúa leik kvennalandsliðsins við eitt besta landslið heims og vonumst auðvitað til að geta verið með fleiri áhorfendur þar. Það vilja auðvitað allir hafa fullan völl og góðan stuðning við landsliðin okkar,“ segir Óskar. Vildu hafa möguleika á að bæta við hólfum Það hefur komið einhverjum spánskt fyrir sjónir hvernig áhorfendum var skipt niður á Laugardalsvelli á leikjunum við Rúmeníu og Norður-Makedóníu. Þar sátu 200 manns þétt saman með stór áhorfendasvæði á bakvið sig og til beggja hliða. 7 m/s og samkomutakmarkanir í stúkunni í nafni sóttvarna. Og þá er auðvitað öllum þjappað saman - af því þetta er löngu komið út í það að gera bara eitthvað. Leikrit. pic.twitter.com/eAjctY5kZK— Sigríður Á. Andersen (@siggaandersen) September 5, 2021 „Við hugsuðum þetta bara út frá þeim reglum sem okkur voru settar varðandi sóttvarnir. Okkur er ekki lengur skylt að halda bili á milli einstaklinga en við megum bara vera með takmarkað marga í hverju hólfi,“ segir Óskar. „Þetta réðist af inngöngum og aðstæðum fyrir utan stúkurnar sjálfar. Við teiknuðum völlinn upp með mikið fleiri sóttvarnahólfum en við settum í notkun í fyrstu tveimur leikjunum, því við vissum ekki hvernig þetta yrði við innganga, salerni og veitingasölu. Við höfum lært heilmikið síðustu daga, þetta gekk vel, og við sjáum að við getum bætt við hólfum fyrir leikinn við Þýskaland, sem annars hefði verið mun erfiðara ef við hefðum dreift fólki meira,“ segir Óskar.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira