Messi skilur ekkert í máli kvöldsins Valur Páll Eiríksson skrifar 5. september 2021 23:01 Mikið gekk á. MB Media/Getty Images Argentínska stjarnan Lionel Messi var ekki skemmt þegar leik landsliðs hans við Brasilíu í São Paulo var hætt vegna brota liðsfélaga hans á sóttvarnarlögum landsins. Leikur Brasilíu og Argentínu var stöðvaður eftir rúmlega sex mínútna leik þegar starfsmenn heilbrigðisyfirvalda komu inn á völlinn ásamt lögreglumönnum til að skikka þrjá byrjunarliðsmenn Argentínu í sóttkví, auk eins sem var utan leikmannahóps liðsins. Samkvæmt sóttvarnarreglum í Brasilíu ber þeim sem koma frá Bretlandi að fara í sóttkví við komu til landsins. Giovani Lo Celso og Cristian Romero, úr Tottenham, og Emiliano Martínez og Emiliano Buendía, úr Aston Villa, áttu því að fara í sóttkví við komuna til Brasilíu. Heilbrigðisyfirvöld skipuðu þeim að yfirgefa landið í kvöld. Lionel Messi to Brazilian health officials: "It's an embarrassment. We have been in Brazil for 3 days and nothing happened."— Roy Nemer (@RoyNemer) September 5, 2021 Leiknum var aflýst vegna málsins og frestað um óákveðinn tíma. Erlendir miðlar greina frá því að Messi, sem er fyrirliði Argentínu, hafi ekkert skilið í þessu og spurt af hverju heilbrigðisyfirvöld hafi beðið svo lengi með að aðhafast í málinu. „Þetta er skammarlegt. Við höfum verið í Brasilíu í þrjá daga án þess að nokkuð hafi gerst. Af hverju gerið þið þetta núna?“ er haft eftir Messi. Sú fullyrðing á hins vegar ekki við rök að styðjast, Argentínumenn hafi verið ósamvinnuþýðir brasilískum stjórnvöldum sem hafi leitt til þess að mál fóru á þann veg. Brasilískir miðlar greina frá því að fjórmenningarnir hafi logið því við landamærin að hafa ekki verið í Englandi nýverið. Heilbrigðisyfirvöld í Brasilíu hafi svo verið látin vita af því í morgun og strax hafi verið haft samband við argentínsk knattspyrnuyfirvöld. Knattspyrnuyfirvöld Argentínu og Brasilíu hafi ásamt Concacaf, knattspyrnusambandi Suður-Ameríku, komist að samkomulagi um undanþágu vegna leikmannanna og þeir hafi því mátt spila leikinn. Heilbrigðisyfirvöld tóku það ekki í mál og segja fréttir frá Brasilíu að fulltrúar þeirra hafi einfaldlega komið seint á völlinn vegna mikillar umferðar í borginni í kringum leikinn. Við komuna hafi þeim verið sagt frá samkomulagi knattspyrnusambandanna, þegar leikurinn var við það að hefjast, en tekið var fyrir þá ákvörðun og leikmennirnir skikkaðir í sóttkví. HM 2022 í Katar Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Fleiri fréttir „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Sjá meira
Leikur Brasilíu og Argentínu var stöðvaður eftir rúmlega sex mínútna leik þegar starfsmenn heilbrigðisyfirvalda komu inn á völlinn ásamt lögreglumönnum til að skikka þrjá byrjunarliðsmenn Argentínu í sóttkví, auk eins sem var utan leikmannahóps liðsins. Samkvæmt sóttvarnarreglum í Brasilíu ber þeim sem koma frá Bretlandi að fara í sóttkví við komu til landsins. Giovani Lo Celso og Cristian Romero, úr Tottenham, og Emiliano Martínez og Emiliano Buendía, úr Aston Villa, áttu því að fara í sóttkví við komuna til Brasilíu. Heilbrigðisyfirvöld skipuðu þeim að yfirgefa landið í kvöld. Lionel Messi to Brazilian health officials: "It's an embarrassment. We have been in Brazil for 3 days and nothing happened."— Roy Nemer (@RoyNemer) September 5, 2021 Leiknum var aflýst vegna málsins og frestað um óákveðinn tíma. Erlendir miðlar greina frá því að Messi, sem er fyrirliði Argentínu, hafi ekkert skilið í þessu og spurt af hverju heilbrigðisyfirvöld hafi beðið svo lengi með að aðhafast í málinu. „Þetta er skammarlegt. Við höfum verið í Brasilíu í þrjá daga án þess að nokkuð hafi gerst. Af hverju gerið þið þetta núna?“ er haft eftir Messi. Sú fullyrðing á hins vegar ekki við rök að styðjast, Argentínumenn hafi verið ósamvinnuþýðir brasilískum stjórnvöldum sem hafi leitt til þess að mál fóru á þann veg. Brasilískir miðlar greina frá því að fjórmenningarnir hafi logið því við landamærin að hafa ekki verið í Englandi nýverið. Heilbrigðisyfirvöld í Brasilíu hafi svo verið látin vita af því í morgun og strax hafi verið haft samband við argentínsk knattspyrnuyfirvöld. Knattspyrnuyfirvöld Argentínu og Brasilíu hafi ásamt Concacaf, knattspyrnusambandi Suður-Ameríku, komist að samkomulagi um undanþágu vegna leikmannanna og þeir hafi því mátt spila leikinn. Heilbrigðisyfirvöld tóku það ekki í mál og segja fréttir frá Brasilíu að fulltrúar þeirra hafi einfaldlega komið seint á völlinn vegna mikillar umferðar í borginni í kringum leikinn. Við komuna hafi þeim verið sagt frá samkomulagi knattspyrnusambandanna, þegar leikurinn var við það að hefjast, en tekið var fyrir þá ákvörðun og leikmennirnir skikkaðir í sóttkví.
HM 2022 í Katar Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Fleiri fréttir „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Sjá meira