Messi skilur ekkert í máli kvöldsins Valur Páll Eiríksson skrifar 5. september 2021 23:01 Mikið gekk á. MB Media/Getty Images Argentínska stjarnan Lionel Messi var ekki skemmt þegar leik landsliðs hans við Brasilíu í São Paulo var hætt vegna brota liðsfélaga hans á sóttvarnarlögum landsins. Leikur Brasilíu og Argentínu var stöðvaður eftir rúmlega sex mínútna leik þegar starfsmenn heilbrigðisyfirvalda komu inn á völlinn ásamt lögreglumönnum til að skikka þrjá byrjunarliðsmenn Argentínu í sóttkví, auk eins sem var utan leikmannahóps liðsins. Samkvæmt sóttvarnarreglum í Brasilíu ber þeim sem koma frá Bretlandi að fara í sóttkví við komu til landsins. Giovani Lo Celso og Cristian Romero, úr Tottenham, og Emiliano Martínez og Emiliano Buendía, úr Aston Villa, áttu því að fara í sóttkví við komuna til Brasilíu. Heilbrigðisyfirvöld skipuðu þeim að yfirgefa landið í kvöld. Lionel Messi to Brazilian health officials: "It's an embarrassment. We have been in Brazil for 3 days and nothing happened."— Roy Nemer (@RoyNemer) September 5, 2021 Leiknum var aflýst vegna málsins og frestað um óákveðinn tíma. Erlendir miðlar greina frá því að Messi, sem er fyrirliði Argentínu, hafi ekkert skilið í þessu og spurt af hverju heilbrigðisyfirvöld hafi beðið svo lengi með að aðhafast í málinu. „Þetta er skammarlegt. Við höfum verið í Brasilíu í þrjá daga án þess að nokkuð hafi gerst. Af hverju gerið þið þetta núna?“ er haft eftir Messi. Sú fullyrðing á hins vegar ekki við rök að styðjast, Argentínumenn hafi verið ósamvinnuþýðir brasilískum stjórnvöldum sem hafi leitt til þess að mál fóru á þann veg. Brasilískir miðlar greina frá því að fjórmenningarnir hafi logið því við landamærin að hafa ekki verið í Englandi nýverið. Heilbrigðisyfirvöld í Brasilíu hafi svo verið látin vita af því í morgun og strax hafi verið haft samband við argentínsk knattspyrnuyfirvöld. Knattspyrnuyfirvöld Argentínu og Brasilíu hafi ásamt Concacaf, knattspyrnusambandi Suður-Ameríku, komist að samkomulagi um undanþágu vegna leikmannanna og þeir hafi því mátt spila leikinn. Heilbrigðisyfirvöld tóku það ekki í mál og segja fréttir frá Brasilíu að fulltrúar þeirra hafi einfaldlega komið seint á völlinn vegna mikillar umferðar í borginni í kringum leikinn. Við komuna hafi þeim verið sagt frá samkomulagi knattspyrnusambandanna, þegar leikurinn var við það að hefjast, en tekið var fyrir þá ákvörðun og leikmennirnir skikkaðir í sóttkví. HM 2022 í Katar Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Sjá meira
Leikur Brasilíu og Argentínu var stöðvaður eftir rúmlega sex mínútna leik þegar starfsmenn heilbrigðisyfirvalda komu inn á völlinn ásamt lögreglumönnum til að skikka þrjá byrjunarliðsmenn Argentínu í sóttkví, auk eins sem var utan leikmannahóps liðsins. Samkvæmt sóttvarnarreglum í Brasilíu ber þeim sem koma frá Bretlandi að fara í sóttkví við komu til landsins. Giovani Lo Celso og Cristian Romero, úr Tottenham, og Emiliano Martínez og Emiliano Buendía, úr Aston Villa, áttu því að fara í sóttkví við komuna til Brasilíu. Heilbrigðisyfirvöld skipuðu þeim að yfirgefa landið í kvöld. Lionel Messi to Brazilian health officials: "It's an embarrassment. We have been in Brazil for 3 days and nothing happened."— Roy Nemer (@RoyNemer) September 5, 2021 Leiknum var aflýst vegna málsins og frestað um óákveðinn tíma. Erlendir miðlar greina frá því að Messi, sem er fyrirliði Argentínu, hafi ekkert skilið í þessu og spurt af hverju heilbrigðisyfirvöld hafi beðið svo lengi með að aðhafast í málinu. „Þetta er skammarlegt. Við höfum verið í Brasilíu í þrjá daga án þess að nokkuð hafi gerst. Af hverju gerið þið þetta núna?“ er haft eftir Messi. Sú fullyrðing á hins vegar ekki við rök að styðjast, Argentínumenn hafi verið ósamvinnuþýðir brasilískum stjórnvöldum sem hafi leitt til þess að mál fóru á þann veg. Brasilískir miðlar greina frá því að fjórmenningarnir hafi logið því við landamærin að hafa ekki verið í Englandi nýverið. Heilbrigðisyfirvöld í Brasilíu hafi svo verið látin vita af því í morgun og strax hafi verið haft samband við argentínsk knattspyrnuyfirvöld. Knattspyrnuyfirvöld Argentínu og Brasilíu hafi ásamt Concacaf, knattspyrnusambandi Suður-Ameríku, komist að samkomulagi um undanþágu vegna leikmannanna og þeir hafi því mátt spila leikinn. Heilbrigðisyfirvöld tóku það ekki í mál og segja fréttir frá Brasilíu að fulltrúar þeirra hafi einfaldlega komið seint á völlinn vegna mikillar umferðar í borginni í kringum leikinn. Við komuna hafi þeim verið sagt frá samkomulagi knattspyrnusambandanna, þegar leikurinn var við það að hefjast, en tekið var fyrir þá ákvörðun og leikmennirnir skikkaðir í sóttkví.
HM 2022 í Katar Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Sjá meira