Sennilegt að Skaftárhlaup nái að þjóðveginum á morgun Snorri Másson skrifar 5. september 2021 20:01 Ragnar Axelsson flaug yfir Skaftá í gær og myndaði úr lofti. Vísir/RAX Óttast er að vatnshæðin í Skaftá rísi verulega þegar hlaup úr eystri Skaftárkatli ratar niður ána á morgun. Vera kann að loka þurfi þjóðveginum við Eldhraun og bændur eru uggandi yfir langtímaafleiðingum ef til hamfarahlaups kemur. Það þótti ekki verulegt áhyggjuefni þegar hlaup hófst úr vestari Skaftárkatli á miðvikudaginn, svo lengi sem sá eystri léti ekki líka til sín taka. Í dag var síðan sagt frá því að vatn úr eystri katlinum væri einnig farið af stað. Almannavarnir lýstu yfir hættuástandi vegna þessa en helsta bráðaváin sem af þessu stafar tengist þjóðveginum við Eldhraun. Í síðasta hlaupi árið 2018 þurfti að loka veginum um hríð. Rennslið úr eystri katlinum ratar ekki niður úr fyrr en á morgun, þannig að ekki verður ljóst fyrr en þá hve víðtækur skaðinn verður. „Það getur skapað hættu í myrkrinu ef það rennur yfir veginn og fólk er á ferðinni. Þannig að það er fylgst vel með ef vatnið hækkar mikið við veginn að þá verði sett vakt við hann og honum hugsanlega lokað ef svo verður,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum. Telja má sennilegt að vikan fram undan muni einfaldlega einkennast af ákveðnu flóðaástandi á Skaftársvæðinu. Flóðtoppurinn getur varað í 2-3 daga og atburðurinn í heild í um viku, segir Björn. Áin þegar barmafull Á myndum, sem sjá má í myndbandinu hér að ofan, frá bændum á Ytri-Ásum má sjá að vatnsmagnið í Skaftá er þegar töluvert og enn hefur vatn úr nýjasta hlaupinu ekki bæst við. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir að vatnið hafi þegar verið orðið áhyggjuefni, þótt ekki kæmi líka hlaup úr eystri katlinum í ofanálag. „Það er nú eiginlega ekkert annað hægt en að hafa áhyggjur af því. Ef það er að koma hlaup úr stóra katlinum ofan í svona mikið vatn, þá er það mikið áhyggjuefni. Ef það kæmi svipað hlaup og 2015 eða með sama hraða ofan í þetta vatn sem er núna, þá er það ekki gæfulegt,“ segir Gísli Halldór. Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Landbúnaður Almannavarnir Tengdar fréttir Engin lífshætta nema fólk lendi í sérstökum aðstæðum Gera má ráð fyrir að það taki upp undir sólarhring fyrir vatnið sem nú hleypur úr Eystri Skaftárkatli að ná að jökuljaðrinum. Hlaupið hófst seint í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur segir hlaupið eiga að ná hámarki á einum til tveimur sólarhringum. Hann segir enga beina lífshættu stafa af hlaupinu. 5. september 2021 15:54 Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Það þótti ekki verulegt áhyggjuefni þegar hlaup hófst úr vestari Skaftárkatli á miðvikudaginn, svo lengi sem sá eystri léti ekki líka til sín taka. Í dag var síðan sagt frá því að vatn úr eystri katlinum væri einnig farið af stað. Almannavarnir lýstu yfir hættuástandi vegna þessa en helsta bráðaváin sem af þessu stafar tengist þjóðveginum við Eldhraun. Í síðasta hlaupi árið 2018 þurfti að loka veginum um hríð. Rennslið úr eystri katlinum ratar ekki niður úr fyrr en á morgun, þannig að ekki verður ljóst fyrr en þá hve víðtækur skaðinn verður. „Það getur skapað hættu í myrkrinu ef það rennur yfir veginn og fólk er á ferðinni. Þannig að það er fylgst vel með ef vatnið hækkar mikið við veginn að þá verði sett vakt við hann og honum hugsanlega lokað ef svo verður,“ segir Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavörnum. Telja má sennilegt að vikan fram undan muni einfaldlega einkennast af ákveðnu flóðaástandi á Skaftársvæðinu. Flóðtoppurinn getur varað í 2-3 daga og atburðurinn í heild í um viku, segir Björn. Áin þegar barmafull Á myndum, sem sjá má í myndbandinu hér að ofan, frá bændum á Ytri-Ásum má sjá að vatnsmagnið í Skaftá er þegar töluvert og enn hefur vatn úr nýjasta hlaupinu ekki bæst við. Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir að vatnið hafi þegar verið orðið áhyggjuefni, þótt ekki kæmi líka hlaup úr eystri katlinum í ofanálag. „Það er nú eiginlega ekkert annað hægt en að hafa áhyggjur af því. Ef það er að koma hlaup úr stóra katlinum ofan í svona mikið vatn, þá er það mikið áhyggjuefni. Ef það kæmi svipað hlaup og 2015 eða með sama hraða ofan í þetta vatn sem er núna, þá er það ekki gæfulegt,“ segir Gísli Halldór.
Skaftárhreppur Hlaup í Skaftá Landbúnaður Almannavarnir Tengdar fréttir Engin lífshætta nema fólk lendi í sérstökum aðstæðum Gera má ráð fyrir að það taki upp undir sólarhring fyrir vatnið sem nú hleypur úr Eystri Skaftárkatli að ná að jökuljaðrinum. Hlaupið hófst seint í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur segir hlaupið eiga að ná hámarki á einum til tveimur sólarhringum. Hann segir enga beina lífshættu stafa af hlaupinu. 5. september 2021 15:54 Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Engin lífshætta nema fólk lendi í sérstökum aðstæðum Gera má ráð fyrir að það taki upp undir sólarhring fyrir vatnið sem nú hleypur úr Eystri Skaftárkatli að ná að jökuljaðrinum. Hlaupið hófst seint í gærkvöldi. Jarðeðlisfræðingur segir hlaupið eiga að ná hámarki á einum til tveimur sólarhringum. Hann segir enga beina lífshættu stafa af hlaupinu. 5. september 2021 15:54
Bændum í Skaftárhreppi stendur hreint ekki á sama um hlaupið Bóndi á Ytri-Ásum í Skaftárhreppi segist hafa áhyggjur af hlaupinu sem nú er hafið úr Eystri-Skaftárkatli. Hann segir að ef hlaupinu myndi svipa til þess sem varð árið 2015 yrði það allt annað en gæfulegt. 5. september 2021 14:07