Kristján Guðmundsson: Það er ekkert gefið að lið sem er einum fleiri vinni leiki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. september 2021 14:40 Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefði viljað taka stigin þrjú í dag. VÍSIR/DANÍEL Stjörnustúlkur fengu Breiðablik í heimsókn á Samsungvöllinn í hádegisleik í Pepsi-Max deild kvenna í dag. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli en Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefði viljað vinna leikinn í dag og þar með báða leiki tímabilsins gegn Breiðablik. „Það hefði verið óskastaðan að vinna þennan leik og hafa unnið tvöfalt á móti þeim. Þá hefðu sagnfræðingar þurft að fara í sögubækurnar og leita hvenær það gerðist síðast. Það tókst ekki. Við upplifðum leikinn þannig að við erum með hann og eigum að vinna hann en ýtum því einhvernvegin frá okkur. Of aum mörk sem við fáum á okkur og gefum svo aðeins eftir í föstum leikatriðum sóknar að við erum alltaf að láta varnarmanninn vera á undan,“ sagði Kristján. Selma Sól, leikmaður Breiðabliks, fékk að líta beint rautt spjald rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og Stjörnuliðið því einni fleiri allan síðari hálfleik. Þrátt fyrir það skapaði liðið sér ekki nægilega mörg færi að mati Kristjáns. „Bæði þegar það voru jafn margir inná vellinum og eftir að við urðum einni fleiri þá finnst mér við vera ofan á. Það var svo einfalt hvernig við fáum á okkur mörkin en svo gætu þeir verið að þeir segi það líka hinum megin. Það er ekkert gefið að lið sem er einum fleiri vinni leiki, það er alls ekki þannig. Við sköpuðum alls ekki nógu mörg færi í seinni hálfleik en nóg til þess að jafna leikinn eftir að hafa verið steinsofandi þarna í byrjun,“ sagði Kristján. Stjarnan fékk víti á 61.mínútu þegar skot frá Hildigunni Ýr endaði í hönd Karítasar sem stoppaði þar með mark. Karítas fékk gult spjald fyrir en umdeilt er hvort að fyrir slíkt brot eigi að gefa gult eða rautt spjald. „Ég þarf að fá það alveg á hreinu hvort þetta eigi að vera gult eða rautt en dómaranefndin bara lætur dómarann vita hvort hann gerði rétt eða rangt. Er ekki alltaf verið að breyta þessu?“ sagði Kristján en undirritaður skaut þá inn að Reece James leikmaður Chelsea er ný búinn að fá rautt fyrir svipað atvik. „Þá er þetta rautt,“ bætti Kristján við og glotti. Stjörnunni hefur gengið betur í ár en undanfarin ár. Margar ungar stelpur hafa fengið stærra hlutverk og framhaldið er bjart að mati Kristjáns sem vill þó styrkja núverandi kjarna á næsta ári. „Ég sé framhaldið bara svipað og það er núna. Það er uppsveifla frá seinustu tveimur tímabilum og við erum að safna fleiri stigum en í fyrra og hitteðfyrra, jafnari spilamennska og fleiri leikmenn að spila stöðugt í liðinu. Þjálfarinn er ekki alltaf að gera breytingar og hefur spilað meira á sama liðinu. En samt, leikmenn hafa fengið tækifæri og það sem ég sé í framhaldinu er að halda sama kjarna en styrkja okkur til þess að enda hærra á næsta ári,“ sagði Kristján að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 3-3 | Sex mörk og eitt rautt spjald í fjörugum leik Stjarnan tóká móti Breiðabliki í Pepsi Max deild kvenna í dag. Lokatölur 3-3 í fjörugum leik sem bauð upp á sex mörk, rautt spjald og víti. 5. september 2021 13:52 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Sjá meira
„Það hefði verið óskastaðan að vinna þennan leik og hafa unnið tvöfalt á móti þeim. Þá hefðu sagnfræðingar þurft að fara í sögubækurnar og leita hvenær það gerðist síðast. Það tókst ekki. Við upplifðum leikinn þannig að við erum með hann og eigum að vinna hann en ýtum því einhvernvegin frá okkur. Of aum mörk sem við fáum á okkur og gefum svo aðeins eftir í föstum leikatriðum sóknar að við erum alltaf að láta varnarmanninn vera á undan,“ sagði Kristján. Selma Sól, leikmaður Breiðabliks, fékk að líta beint rautt spjald rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og Stjörnuliðið því einni fleiri allan síðari hálfleik. Þrátt fyrir það skapaði liðið sér ekki nægilega mörg færi að mati Kristjáns. „Bæði þegar það voru jafn margir inná vellinum og eftir að við urðum einni fleiri þá finnst mér við vera ofan á. Það var svo einfalt hvernig við fáum á okkur mörkin en svo gætu þeir verið að þeir segi það líka hinum megin. Það er ekkert gefið að lið sem er einum fleiri vinni leiki, það er alls ekki þannig. Við sköpuðum alls ekki nógu mörg færi í seinni hálfleik en nóg til þess að jafna leikinn eftir að hafa verið steinsofandi þarna í byrjun,“ sagði Kristján. Stjarnan fékk víti á 61.mínútu þegar skot frá Hildigunni Ýr endaði í hönd Karítasar sem stoppaði þar með mark. Karítas fékk gult spjald fyrir en umdeilt er hvort að fyrir slíkt brot eigi að gefa gult eða rautt spjald. „Ég þarf að fá það alveg á hreinu hvort þetta eigi að vera gult eða rautt en dómaranefndin bara lætur dómarann vita hvort hann gerði rétt eða rangt. Er ekki alltaf verið að breyta þessu?“ sagði Kristján en undirritaður skaut þá inn að Reece James leikmaður Chelsea er ný búinn að fá rautt fyrir svipað atvik. „Þá er þetta rautt,“ bætti Kristján við og glotti. Stjörnunni hefur gengið betur í ár en undanfarin ár. Margar ungar stelpur hafa fengið stærra hlutverk og framhaldið er bjart að mati Kristjáns sem vill þó styrkja núverandi kjarna á næsta ári. „Ég sé framhaldið bara svipað og það er núna. Það er uppsveifla frá seinustu tveimur tímabilum og við erum að safna fleiri stigum en í fyrra og hitteðfyrra, jafnari spilamennska og fleiri leikmenn að spila stöðugt í liðinu. Þjálfarinn er ekki alltaf að gera breytingar og hefur spilað meira á sama liðinu. En samt, leikmenn hafa fengið tækifæri og það sem ég sé í framhaldinu er að halda sama kjarna en styrkja okkur til þess að enda hærra á næsta ári,“ sagði Kristján að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 3-3 | Sex mörk og eitt rautt spjald í fjörugum leik Stjarnan tóká móti Breiðabliki í Pepsi Max deild kvenna í dag. Lokatölur 3-3 í fjörugum leik sem bauð upp á sex mörk, rautt spjald og víti. 5. september 2021 13:52 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 3-3 | Sex mörk og eitt rautt spjald í fjörugum leik Stjarnan tóká móti Breiðabliki í Pepsi Max deild kvenna í dag. Lokatölur 3-3 í fjörugum leik sem bauð upp á sex mörk, rautt spjald og víti. 5. september 2021 13:52