Kristján Guðmundsson: Það er ekkert gefið að lið sem er einum fleiri vinni leiki Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. september 2021 14:40 Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefði viljað taka stigin þrjú í dag. VÍSIR/DANÍEL Stjörnustúlkur fengu Breiðablik í heimsókn á Samsungvöllinn í hádegisleik í Pepsi-Max deild kvenna í dag. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli en Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, hefði viljað vinna leikinn í dag og þar með báða leiki tímabilsins gegn Breiðablik. „Það hefði verið óskastaðan að vinna þennan leik og hafa unnið tvöfalt á móti þeim. Þá hefðu sagnfræðingar þurft að fara í sögubækurnar og leita hvenær það gerðist síðast. Það tókst ekki. Við upplifðum leikinn þannig að við erum með hann og eigum að vinna hann en ýtum því einhvernvegin frá okkur. Of aum mörk sem við fáum á okkur og gefum svo aðeins eftir í föstum leikatriðum sóknar að við erum alltaf að láta varnarmanninn vera á undan,“ sagði Kristján. Selma Sól, leikmaður Breiðabliks, fékk að líta beint rautt spjald rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og Stjörnuliðið því einni fleiri allan síðari hálfleik. Þrátt fyrir það skapaði liðið sér ekki nægilega mörg færi að mati Kristjáns. „Bæði þegar það voru jafn margir inná vellinum og eftir að við urðum einni fleiri þá finnst mér við vera ofan á. Það var svo einfalt hvernig við fáum á okkur mörkin en svo gætu þeir verið að þeir segi það líka hinum megin. Það er ekkert gefið að lið sem er einum fleiri vinni leiki, það er alls ekki þannig. Við sköpuðum alls ekki nógu mörg færi í seinni hálfleik en nóg til þess að jafna leikinn eftir að hafa verið steinsofandi þarna í byrjun,“ sagði Kristján. Stjarnan fékk víti á 61.mínútu þegar skot frá Hildigunni Ýr endaði í hönd Karítasar sem stoppaði þar með mark. Karítas fékk gult spjald fyrir en umdeilt er hvort að fyrir slíkt brot eigi að gefa gult eða rautt spjald. „Ég þarf að fá það alveg á hreinu hvort þetta eigi að vera gult eða rautt en dómaranefndin bara lætur dómarann vita hvort hann gerði rétt eða rangt. Er ekki alltaf verið að breyta þessu?“ sagði Kristján en undirritaður skaut þá inn að Reece James leikmaður Chelsea er ný búinn að fá rautt fyrir svipað atvik. „Þá er þetta rautt,“ bætti Kristján við og glotti. Stjörnunni hefur gengið betur í ár en undanfarin ár. Margar ungar stelpur hafa fengið stærra hlutverk og framhaldið er bjart að mati Kristjáns sem vill þó styrkja núverandi kjarna á næsta ári. „Ég sé framhaldið bara svipað og það er núna. Það er uppsveifla frá seinustu tveimur tímabilum og við erum að safna fleiri stigum en í fyrra og hitteðfyrra, jafnari spilamennska og fleiri leikmenn að spila stöðugt í liðinu. Þjálfarinn er ekki alltaf að gera breytingar og hefur spilað meira á sama liðinu. En samt, leikmenn hafa fengið tækifæri og það sem ég sé í framhaldinu er að halda sama kjarna en styrkja okkur til þess að enda hærra á næsta ári,“ sagði Kristján að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 3-3 | Sex mörk og eitt rautt spjald í fjörugum leik Stjarnan tóká móti Breiðabliki í Pepsi Max deild kvenna í dag. Lokatölur 3-3 í fjörugum leik sem bauð upp á sex mörk, rautt spjald og víti. 5. september 2021 13:52 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
„Það hefði verið óskastaðan að vinna þennan leik og hafa unnið tvöfalt á móti þeim. Þá hefðu sagnfræðingar þurft að fara í sögubækurnar og leita hvenær það gerðist síðast. Það tókst ekki. Við upplifðum leikinn þannig að við erum með hann og eigum að vinna hann en ýtum því einhvernvegin frá okkur. Of aum mörk sem við fáum á okkur og gefum svo aðeins eftir í föstum leikatriðum sóknar að við erum alltaf að láta varnarmanninn vera á undan,“ sagði Kristján. Selma Sól, leikmaður Breiðabliks, fékk að líta beint rautt spjald rétt fyrir lok fyrri hálfleiks og Stjörnuliðið því einni fleiri allan síðari hálfleik. Þrátt fyrir það skapaði liðið sér ekki nægilega mörg færi að mati Kristjáns. „Bæði þegar það voru jafn margir inná vellinum og eftir að við urðum einni fleiri þá finnst mér við vera ofan á. Það var svo einfalt hvernig við fáum á okkur mörkin en svo gætu þeir verið að þeir segi það líka hinum megin. Það er ekkert gefið að lið sem er einum fleiri vinni leiki, það er alls ekki þannig. Við sköpuðum alls ekki nógu mörg færi í seinni hálfleik en nóg til þess að jafna leikinn eftir að hafa verið steinsofandi þarna í byrjun,“ sagði Kristján. Stjarnan fékk víti á 61.mínútu þegar skot frá Hildigunni Ýr endaði í hönd Karítasar sem stoppaði þar með mark. Karítas fékk gult spjald fyrir en umdeilt er hvort að fyrir slíkt brot eigi að gefa gult eða rautt spjald. „Ég þarf að fá það alveg á hreinu hvort þetta eigi að vera gult eða rautt en dómaranefndin bara lætur dómarann vita hvort hann gerði rétt eða rangt. Er ekki alltaf verið að breyta þessu?“ sagði Kristján en undirritaður skaut þá inn að Reece James leikmaður Chelsea er ný búinn að fá rautt fyrir svipað atvik. „Þá er þetta rautt,“ bætti Kristján við og glotti. Stjörnunni hefur gengið betur í ár en undanfarin ár. Margar ungar stelpur hafa fengið stærra hlutverk og framhaldið er bjart að mati Kristjáns sem vill þó styrkja núverandi kjarna á næsta ári. „Ég sé framhaldið bara svipað og það er núna. Það er uppsveifla frá seinustu tveimur tímabilum og við erum að safna fleiri stigum en í fyrra og hitteðfyrra, jafnari spilamennska og fleiri leikmenn að spila stöðugt í liðinu. Þjálfarinn er ekki alltaf að gera breytingar og hefur spilað meira á sama liðinu. En samt, leikmenn hafa fengið tækifæri og það sem ég sé í framhaldinu er að halda sama kjarna en styrkja okkur til þess að enda hærra á næsta ári,“ sagði Kristján að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 3-3 | Sex mörk og eitt rautt spjald í fjörugum leik Stjarnan tóká móti Breiðabliki í Pepsi Max deild kvenna í dag. Lokatölur 3-3 í fjörugum leik sem bauð upp á sex mörk, rautt spjald og víti. 5. september 2021 13:52 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Breiðablik 3-3 | Sex mörk og eitt rautt spjald í fjörugum leik Stjarnan tóká móti Breiðabliki í Pepsi Max deild kvenna í dag. Lokatölur 3-3 í fjörugum leik sem bauð upp á sex mörk, rautt spjald og víti. 5. september 2021 13:52