Innlent

22 greindust innan­lands í gær

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
visir-img
Vísir/Vilhelm

Alls greindust 22 með kórónuveiruna innanlands í gær. Tíu voru fullbólusettir og tólf óbólusettir. Fjórtán voru í sóttkví við greiningu en átta utan hennar.

Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á covid.is. Færri hafa ekki greinst með veiruna síðan 18. júlí síðastliðinn, þegar ellefu greindust. 

Tveir ferðamenn greindust á landamærunum í gær og bíða báðir mótefnamælingar. Annar þeirra var bólusettur en hinn ekki.

Níu eru nú á sjúkrahúsi með Covid-19, og fækkar um einn síðan í gær. Enginn Covid-sjúklingur er á gjörgæslu sem stendur. 

Nú eru 687 í einangrun, en þeir voru 756 í gær. Í sóttkví eru 1.463 en voru 1.657 í gær. 

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×