Vilja koma böndum á notkun ormalyfs gegn Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 4. september 2021 13:30 Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna segir að í ágúst hafi um 88 þúsund lyfseðlar verið veittir fyrir ivermectin á viku. Það sé tuttugu og fjórum sinnum fleiri lyfseðlar en eðlilegt teljist. Getty/Soumyabrata Roy Heilbrigðissérfræðingar og hópar heilbrigðisstarfsmanna í Bandaríkjunum verja þessa dagana miklu púðri í að reyna að koma í veg fyrir notkun gamals ormalyfs gegn Covid-19. Varað er við því að notkun lyfsins geti valdið skaðlegum hliðarverkunum og lítið sé um sönnunargögn um að lyfið hjálpi raunverulega gegn veirunni. Embættismenn í bandaríkjunum hafa orðið varir við mikla aukningu í notkun lyfsins Ivermectin í sumar. Þar er um að ræða ódýrt lyf sem hefur verið til í áratugi og er notað gegn hringormum og öðrum sníkjudýrum í húsdýrum og jafnvel mönnum. Samhliða mikilli notkun hefur tilkynningum um að fólk hafi tekið of stóra skammta af lyfinu fjölgað einnig. Þá hafa borist fregnir af því að fólk hafi verið að kaupa sérstaka útgáfu lyfsins sem ætluð er gæludýrum í massavís í gæludýrabúðum. Sjá einnig: Vara við inntöku húðkrems gegn Covid-19 Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna segir að í ágúst hafi um 88 þúsund lyfseðlar verið veittir fyrir ivermectin á viku. Það sé tuttugu og fjórum sinnum fleiri lyfseðlar en eðlilegt teljist. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur varað sérstaklega við notkun Ivermectin gegn Covid-19. Áhrifamiklir íhaldsmenn vestanhafs hafa ýtt undir notkun lyfsins. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa meðal annars hvatt fólk til að nota lyfið gegn kórónuveirunni. Bæði til að koma í veg fyrir smit og til að draga úr einkennum þeirra sem hafa smitast. Þessar ráðleggingar hafa verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og náð til milljóna Bandaríkjamanna sem vilja ekki láta bólusetja sig. Sjá einnig: Innflutningur á ivermectin tífaldast í Ástralíu og fleiri neita að svara um notkun þess Stærstu samtök heilbrigðisstarfsmanna eins og lækna og lyfjafræðinga vöruðu við því að fólk fengi lyfseðla fyrir lyfinu. Alfarið óljóst væri hvort þau gerðu yfir höfuð gagn gegn kórónuveirunni. Hingað til hafa niðurstöður nokkurra rannsókna gefið í skyn að lyfið hjálpi gegn Covid-19. AP fréttaveitan segir þær þó takmarkaðar og útlit fyrir að gífurlega mikið magn af lyfinu þurfi svo það hjálpi. Mun meira en hollt teljist fyrir menn. Nokkrar umfangsmiklar rannsóknir eru yfirstandandi sem eiga að varpa betra ljósi á virkni ormalyfsins gegn Covid-19 á næstunni. Delta-afbrigði kórónuveirunnar herjar hún af miklum krafti á Bandaríkin og þá helst á óbólusetta. Í byrjun júlí voru rúmlega tvö hundruð Bandaríkjamenn að deyja á degi hverjum vegna Covid-19. Sú tala er nú komin í um 1.500. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Embættismenn í bandaríkjunum hafa orðið varir við mikla aukningu í notkun lyfsins Ivermectin í sumar. Þar er um að ræða ódýrt lyf sem hefur verið til í áratugi og er notað gegn hringormum og öðrum sníkjudýrum í húsdýrum og jafnvel mönnum. Samhliða mikilli notkun hefur tilkynningum um að fólk hafi tekið of stóra skammta af lyfinu fjölgað einnig. Þá hafa borist fregnir af því að fólk hafi verið að kaupa sérstaka útgáfu lyfsins sem ætluð er gæludýrum í massavís í gæludýrabúðum. Sjá einnig: Vara við inntöku húðkrems gegn Covid-19 Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna segir að í ágúst hafi um 88 þúsund lyfseðlar verið veittir fyrir ivermectin á viku. Það sé tuttugu og fjórum sinnum fleiri lyfseðlar en eðlilegt teljist. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur varað sérstaklega við notkun Ivermectin gegn Covid-19. Áhrifamiklir íhaldsmenn vestanhafs hafa ýtt undir notkun lyfsins. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa meðal annars hvatt fólk til að nota lyfið gegn kórónuveirunni. Bæði til að koma í veg fyrir smit og til að draga úr einkennum þeirra sem hafa smitast. Þessar ráðleggingar hafa verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum og náð til milljóna Bandaríkjamanna sem vilja ekki láta bólusetja sig. Sjá einnig: Innflutningur á ivermectin tífaldast í Ástralíu og fleiri neita að svara um notkun þess Stærstu samtök heilbrigðisstarfsmanna eins og lækna og lyfjafræðinga vöruðu við því að fólk fengi lyfseðla fyrir lyfinu. Alfarið óljóst væri hvort þau gerðu yfir höfuð gagn gegn kórónuveirunni. Hingað til hafa niðurstöður nokkurra rannsókna gefið í skyn að lyfið hjálpi gegn Covid-19. AP fréttaveitan segir þær þó takmarkaðar og útlit fyrir að gífurlega mikið magn af lyfinu þurfi svo það hjálpi. Mun meira en hollt teljist fyrir menn. Nokkrar umfangsmiklar rannsóknir eru yfirstandandi sem eiga að varpa betra ljósi á virkni ormalyfsins gegn Covid-19 á næstunni. Delta-afbrigði kórónuveirunnar herjar hún af miklum krafti á Bandaríkin og þá helst á óbólusetta. Í byrjun júlí voru rúmlega tvö hundruð Bandaríkjamenn að deyja á degi hverjum vegna Covid-19. Sú tala er nú komin í um 1.500.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent