Fótbolti

Arnór Ingvi lagði upp sigurmarkið og fauk út af

Valur Páll Eiríksson skrifar
Arnór Ingvi Traustason átti skrautlegan leik.
Arnór Ingvi Traustason átti skrautlegan leik. Andrew Katsampes/ISI Photos/Getty Images

Arnór Ingvi Traustason fékk að líta rauða spjaldið í 1-0 sigri liðs hans New England Revolution á Philadelphia Union í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta í nótt. Hann fékk að líta tvö gul spjöld með skömmu millibili.

Fátt fær New England stöðvað þessa dagana en liðið er langefst í Austurdeildinni, auk þess að vera með flest stig ef litið til austurs að auki. Liðið heimsóttu Subaru Park í Philadelphiu í nótt og þar skoraði Matt Polster eina mark leiksins eftir aukaspyrnu Arnórs Ingva utan af kanti á 33. mínútu.

Arnór Ingvi gerði verkefnið heldur erfiðara fyrir liðsfélaga sína þegar hann fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt, á 59. mínútu. Hann hafði fengið fyrra gula spjaldið aðeins fjórum mínútum áður.

Það kom þó ekki að sök. New England vann leikinn 1-0 og er á toppi Austurdeildarinnar með 52 stig, 14 stigum á undan Nashville í öðru sæti. 

MLS



Fleiri fréttir

Sjá meira


×