Innlent

Missti níu bjóra og sterkt í hendur lög­reglu en slapp við refsingu

Árni Sæberg skrifar
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri.
Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri. Vísir/Vilhelm

Ungur maður var í dag sýknaður af kröfum ákæruvaldsins um refsingu vegna brots á áfengislögum. Hann var hins vegar dæmdur til að sæta upptöku á níu bjórum og einni flösku af sterku áfengi.

Í dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra segir að maðurinn hafi verið með áfengi í vörslum sínum, sem látið hafði verið af hendi andstætt ákvæðum áfengislaga en hann hafi fengið áfengið afhent eða keypt fyrir sig þrátt fyrir að hann hefði ekki náð tuttugu ára aldri, þegar lögregla hafi haft afskipti af honum við Bæjarins Beztu við Tryggvagötu í Reykjavík.

Ákæruvaldið krafðist þess að manninum yrði gerð refsing og að honum yrði gert að sæta upptöku þess áfengis sem hann hafði í vörslum sínum.

Í forsendum dómsins segir að brot það sem maðurinn var ákærður fyrir sé þess eðlis að tilverknað eða atbeina fleiri manna en eins þurfi til brotsins af rökbundinni nauðsyn.

Af því megi gagnálykta svo, að einungis atbeini þess sem selur, veitir eða afhendir áfengi sé refsiverður. Verði því að telja atbeina kaupanda eða viðtakanda ólöglega selds áfengis refsilausan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.