Innlent

Göngumaðurinn fannst látinn

Eiður Þór Árnason skrifar
Kerti123

Göngumaður sem leitað var að á Seyðisfirði í dag fannst látinn í hlíðum Strandartinds á áttunda tímanum í kvöld. Um erlendan ferðamann er að ræða sem talið er að hafi fallið í klettum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi sem fer með rannsókn málsins. Embættið hyggst ekki gefa frekari upplýsingar að svo stöddu.

Leit hófst upp úr hádegi í dag eftir að félagar mannsins misstu við hann símasamband en hann var á leið á Strandartind. Minnst sextíu björgunarsveitarmenn af Austurlandi og Norðurlandi eystra tóku þátt í leitinni. Hún náði yfir erfitt svæði sem einkennist af klettum og bröttum hömrum. 

Í tilkynningu þakkar lögreglan fyrir aðstoð björgunarsveita sem fór fram við erfiðar aðstæður.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.