Notast var við VAR í fyrsta skipti á Laugardalsvelli þegar að þessi tvö lið mættust fyrir tæpu ári síðan. Þá þurfti að grípa til myndbandstækni þegar að Rúmenar fengu dæmda vítaspyrnu og einnig var dæmt mark af Íslendingum vegna rangstöðu.
Eins og áður segir er bilun í tæknibúnaði UEFA, en þeir ætla að reyna að kippa þessu í liðinn fyrir næstu leiki. Það verður þó ekki gert fyrir leikinn í kvöld og eflaust einhverjir sem fagna því.