Innlent

Halda sig við 200 manna hólf þó 500 megi koma saman

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Á leikjunum verða ellefu 200 manna hólf.
Á leikjunum verða ellefu 200 manna hólf. vísir/vilhelm

KSÍ mun halda sig við ellefu 200 manna hólf á komandi lands­leikjum gegn Norður-Makedóníu og Þýska­landi þó reglu­gerð sem heimili að 500 manns komi saman á við­burðum taki gildi á morgun.

Á­stæðan er sú að stjórn­völd hafa enn ekki komið á fót al­menni­legu skipu­lagi í kring um fram­kvæmd hrað­prófa en nei­kvæð niður­staða allra gesta úr hrað­prófi er for­senda þess hægt sé að halda 500 manna við­burði.

Bara 2.200 miðar en ekki uppselt

Þar sem reglu­gerðin tekur ekki gildi fyrr en á morgun varð KSÍ að skipu­leggja leikinn gegn Rúmeníu sem fer fram í kvöld út frá gildandi sam­komu­tak­mörkunum.

Þær gera ráð fyrir að 200 manns geti komið saman í einu og sér KSÍ sér fært að skipt stúkunni og að­stöðu í Laugar­dals­höll niður í ellefu sótt­varna­hólf. Því eru 2.200 miðar í boði á leikinn í kvöld og sam­kvæmt upp­lýsingum frá KSÍ eru um 100 miðar enn ó­seldir.

Liðið spilar síðan leik við Norður-Makedóníu á sunnu­dag og við Þýska­land á mið­viku­daginn í næstu viku.

Þar ættu 500 að mega koma saman ef allir fara í hrað­próf fyrir við­burðinn.

Ríkið ætlar að niður­greiða hrað­próf fyrir slíka við­burði en al­menni­legt skipu­lag fyrir fyrir­komu­lagið er enn ekki komið í gagnið.

„Það er bara alveg ó­ljóst enn þá hvernig á að gera þetta þannig við ætlum bara að halda okkur við sama fyrir­komu­lagið í hinum leikjunum,“ segir Óskar Örn Guð­brands­son sem starfar við skipu­lag leikja hjá sam­skipta­deild KSÍ.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í viðtali við fréttastofu síðasta þriðjudag að ljóst væri að ekki yrði hægt að taka upp hraðprófafyrirkomulagið strax:



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×