Arnar Þór: Erum rosalega spenntir fyrir þessum hópi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. september 2021 13:01 Arnar Þór Viðarsson á landsliðsæfingu. vísir/vilhelm Þrátt fyrir allt kveðst Arnar Þór Viðarsson spenntur fyrir leiknum gegn Rúmeníu í kvöld og ungum hópi karlalandsliðsins í fótbolta. Leikurinn í kvöld er fyrsti heimaleikur Íslendinga í undankeppni HM 2022. Ísland er í 5. sæti J-riðils undankeppninnar með þrjú stig eftir þrjá leiki. Ísland mætir Rúmeníu í kvöld, Norður-Makedóníu á sunnudaginn og Þýskalandi á miðvikudaginn. Leikirnir hafa þó eðlilega fallið í skuggann af atburðum síðustu daga. Á blaðamannafundi á þriðjudaginn sagði Arnar Þór að hann gæti ekki gert kröfu á hámarks árangur í leikjunum þremur og hann færi aðallega fram á að menn stæðu saman og leggðu sig alla fram. „Það sem ég sagði stendur enn en það er samt þannig að maður þarf að finna réttu leiðina að ná leikmönnum í rétt spennustig og rétta einbeitingu. Auðvitað viljum við vinna leikinn en við reynum að einblína á af hverju við erum hérna. Og við erum hérna af því okkur finnst þetta ógeðslega skemmtilegt, að spila fótbolta. Þetta er vinnan þeirra og vinnan mín og ég þarf að sinna henni af bestu getu eins og þeir,“ sagði Arnar Þór í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Klippa: Arnar Þór um leikinn gegn Rúmeníu Landsliðshópur Íslands er talsvert yngri en undanfarin ár og Arnar Þór segir mikið spunnið í yngri leikmenn liðsins. „Við erum rosalega spenntir fyrir þessum hópi því það eru rosalega margir ungir og efnilegir leikmenn í honum. Þetta er lið í þróun og þegar við tókum við vissum við að þetta yrði erfitt en við gátum ekki spáð fyrir um hvar við erum akkúrat núna. En þetta eru strákar sem ég hef rosalega mikla trú á, hvort sem þeir eru átján ára eða 38 ára,“ sagði Arnar Þór. „Við gerum kröfu til sjálfs okkar, sem leikmenn og þjálfarar, að gefa allt sem við eigum inni á vellinum og við viljum vinna. En við erum að þróa nýtt lið. Við vitum að Kári Árnason er ekki að fara að spila næstu þrjú ár þannig við þurfum að vera tilbúnir með næstu leikmenn og þessir ungu verða einhvern tímann að fá leiki og mínútur til að geta tekið skref fram á við, alveg eins og fyrri kynslóðir hafa gert.“ Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2022 í Katar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Leikurinn í kvöld er fyrsti heimaleikur Íslendinga í undankeppni HM 2022. Ísland er í 5. sæti J-riðils undankeppninnar með þrjú stig eftir þrjá leiki. Ísland mætir Rúmeníu í kvöld, Norður-Makedóníu á sunnudaginn og Þýskalandi á miðvikudaginn. Leikirnir hafa þó eðlilega fallið í skuggann af atburðum síðustu daga. Á blaðamannafundi á þriðjudaginn sagði Arnar Þór að hann gæti ekki gert kröfu á hámarks árangur í leikjunum þremur og hann færi aðallega fram á að menn stæðu saman og leggðu sig alla fram. „Það sem ég sagði stendur enn en það er samt þannig að maður þarf að finna réttu leiðina að ná leikmönnum í rétt spennustig og rétta einbeitingu. Auðvitað viljum við vinna leikinn en við reynum að einblína á af hverju við erum hérna. Og við erum hérna af því okkur finnst þetta ógeðslega skemmtilegt, að spila fótbolta. Þetta er vinnan þeirra og vinnan mín og ég þarf að sinna henni af bestu getu eins og þeir,“ sagði Arnar Þór í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Klippa: Arnar Þór um leikinn gegn Rúmeníu Landsliðshópur Íslands er talsvert yngri en undanfarin ár og Arnar Þór segir mikið spunnið í yngri leikmenn liðsins. „Við erum rosalega spenntir fyrir þessum hópi því það eru rosalega margir ungir og efnilegir leikmenn í honum. Þetta er lið í þróun og þegar við tókum við vissum við að þetta yrði erfitt en við gátum ekki spáð fyrir um hvar við erum akkúrat núna. En þetta eru strákar sem ég hef rosalega mikla trú á, hvort sem þeir eru átján ára eða 38 ára,“ sagði Arnar Þór. „Við gerum kröfu til sjálfs okkar, sem leikmenn og þjálfarar, að gefa allt sem við eigum inni á vellinum og við viljum vinna. En við erum að þróa nýtt lið. Við vitum að Kári Árnason er ekki að fara að spila næstu þrjú ár þannig við þurfum að vera tilbúnir með næstu leikmenn og þessir ungu verða einhvern tímann að fá leiki og mínútur til að geta tekið skref fram á við, alveg eins og fyrri kynslóðir hafa gert.“ Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 18:45 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2022 í Katar Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira