Innlent

Bíll valt á Reykjanesbraut

Eiður Þór Árnason skrifar
Óhappið átti sér stað nærri Straumsvík.
Óhappið átti sér stað nærri Straumsvík. Vísir/vilhelm

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Reykjanesbraut við Straumsvík í dag með þeim afleiðingum að bílinn valt.

Tilkynning barst um málið rétt upp úr hádegi en samkvæmt lögreglu hlutu ökumenn og farþegar minniháttar meiðsli. Bifreiðin var flutt af vettvangi með dráttarbifreið.

Um hálf tvö var lögreglu tilkynnt um umferðarslys í Mosfellsbæ þar sem vespu hafði verið ekið aftan á aðra vespu með þeim afleiðingum að ökumenn féllu í götuna. Annar ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en grunur lék á að viðkomandi væri beinbrotinn.

Stýrisbúnaður gekk inn í læri reiðhjólamanns

Á þriðja tímanum fékk lögreglan tilkynningu um að reiðhjólmaður hafði fallið á reiðhjóli sínu í lausamöl í Vesturhlíð í Reykjavík og stýrisbúnaður hjólsins hafi gengið inn í læri hans. Fjarlæga þurfti stýrisbúnaðinn af hjólinu áður en unnt var að flytja hinn slasaða undir læknishendur á slysadeild. Ökumaður reiðhjólsins er á batavegi, að því er fram kemur i dagbók lögreglu.

Klukkan 11 í dag var lögregla kölluð til vegna erlends vinnuafls á verkstað þar sem starfsmaður hafði ekki atvinnuleyfi hér á landi. Einn var handtekinn vegna málsins og jafnframt er verið að skoða stöðu fyrirtækisins sem viðkomandi var í vinnu hjá. Málið er sagt vera í rannsókn hjá lögreglu.

Á fjórða tímanum lagði lögregla hald á kannabisræktun í íbúð í Árbæ. Tveir aðilar voru handteknir sem játuðu aðild sína að málinu og telst það upplýst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×