Fótbolti

Arnar: Treystum á að þeir eldri haldi utan um þá yngri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnar Þór Viðarsson sagði hlutverk reynsluboltanna í íslenska liðinu mikilvægara enn nokkru sinni.
Arnar Þór Viðarsson sagði hlutverk reynsluboltanna í íslenska liðinu mikilvægara enn nokkru sinni. vísir/vilhelm

Landsliðsþjálfarar Íslands, Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen, ræddu við reynsluboltana í íslenska landsliðinu í gær en þeirra hlutverk er sérstakt í komandi verkefni vegna stormsins sem nú gengur yfir Laugardalinn.

Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði er ekki með í þessu verkefni og því þurfti að finna nýjan fyrirliða. Kári Árnason sat með Arnari á blaðamannafundi dagsins og má því búast við því að Kári verði fyrirliði gegn Rúmenum annað kvöld.

„Við Eiður ræddum við okkar reyndustu menn í gær. Við erum með nokkra fyrirliða í hópnum og við treystum á þá alla að halda utan um þennan unga hóp,“ sagði Arnar Þór á blaðamannafundi KSÍ í dag.

„Það kemur auðvitað í ljós hver verður með bandið í hverju verkefni fyrir sig en það verður auðvitað að stýra álagi á leikmönnunum í þessu þriggja leikja verkefni. Það er samt ólíklegt að það verði sami aðilinn í öllum leikjunum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×