Flykkjast í Skeifuna til að hitta einn frægasta kött landsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2021 20:00 Diego var á vaktinni í A4 í Skeifunni þegar fréttastofa leit við í vikunni. Einn frægasti köttur landsins er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook. Borið hefur á því að fólk geri sér sérstaka ferð í Skeifuna til að berja stjörnuna augum. Nokkur ár eru síðan kötturinn Diego hóf að vekja athygli fyrir tíðar Skeifuheimsóknir. Hann dúkkaði nær daglega upp í Facebook-færslum kattavina sem viðruðu áhyggjur af ólarlausu kisunni fyrir utan Hagkaup og veltu því fyrir sér hvort hún væri nokkuð týnd. En nei, það er hinn víðförli Diego svo sannarlega ekki. Hann er af góðu heimili í 108 Reykjavík. Foto: Dieogo Aðdáendahópur Diegos hefur svo farið ört stækkandi og loks var stofnaður utan um hann sérstakur Facebook-vettvangur, hópurinn Spottaði Diego, þar sem á fimmta þúsund manns sameinast í hrifningu sinni á dýrinu. Og Diego hefur verið spottaður víða í Skeifunni. Til dæmis fyrir utan Hagkaup, að bíða eftir pítsu á Dominos og í strætóskýli með Guðbergi Bergssyni, svo eitthvað sé nefnt. En það er í verslun A4 sem hann hefur verið fastagestur undanfarna mánuði. Heimsókn kvöldfrétta Stöðvar 2 í Skeifuna til Diegos má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Ganga leið út þegar þau missa af Diego Og viti menn - Diego var nýmættur á vaktina þegar fréttastofu bar að garði. Starfsfólk A fjögurra segir Diego einmitt alveg lausan við stjörnustæla, þrátt fyrir greinilegar vinsældir. „Við höfum alveg fengið spurningar: Er Diego nokkuð á svæðinu? Og það eru sumir sem fara leiðir út af því þeir fengu ekki að sjá hann og eru kannski að koma einmitt sérferðir bara til að heilsa upp á hann því þeir hafa séð Facebook-grúppuna með myndum af honum og vilja sjá hann í allri sinni fegurð,“ segir Kristín Rut Sigurbjörnsdóttir, vaktstjóri í A4 í Skeifunni. „Hann gleður okkur á hverjum degi með því að leyfa okkur að klappa sér og yljar um hjartarætur.“ En það má alveg segja að hann sé einn frægasti köttur landsins? „Algjörlega, jú. Hundrað prósent,“ segir Kristín. Dýr Reykjavík Kettir Gæludýr Kötturinn Diegó Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Nokkur ár eru síðan kötturinn Diego hóf að vekja athygli fyrir tíðar Skeifuheimsóknir. Hann dúkkaði nær daglega upp í Facebook-færslum kattavina sem viðruðu áhyggjur af ólarlausu kisunni fyrir utan Hagkaup og veltu því fyrir sér hvort hún væri nokkuð týnd. En nei, það er hinn víðförli Diego svo sannarlega ekki. Hann er af góðu heimili í 108 Reykjavík. Foto: Dieogo Aðdáendahópur Diegos hefur svo farið ört stækkandi og loks var stofnaður utan um hann sérstakur Facebook-vettvangur, hópurinn Spottaði Diego, þar sem á fimmta þúsund manns sameinast í hrifningu sinni á dýrinu. Og Diego hefur verið spottaður víða í Skeifunni. Til dæmis fyrir utan Hagkaup, að bíða eftir pítsu á Dominos og í strætóskýli með Guðbergi Bergssyni, svo eitthvað sé nefnt. En það er í verslun A4 sem hann hefur verið fastagestur undanfarna mánuði. Heimsókn kvöldfrétta Stöðvar 2 í Skeifuna til Diegos má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Ganga leið út þegar þau missa af Diego Og viti menn - Diego var nýmættur á vaktina þegar fréttastofu bar að garði. Starfsfólk A fjögurra segir Diego einmitt alveg lausan við stjörnustæla, þrátt fyrir greinilegar vinsældir. „Við höfum alveg fengið spurningar: Er Diego nokkuð á svæðinu? Og það eru sumir sem fara leiðir út af því þeir fengu ekki að sjá hann og eru kannski að koma einmitt sérferðir bara til að heilsa upp á hann því þeir hafa séð Facebook-grúppuna með myndum af honum og vilja sjá hann í allri sinni fegurð,“ segir Kristín Rut Sigurbjörnsdóttir, vaktstjóri í A4 í Skeifunni. „Hann gleður okkur á hverjum degi með því að leyfa okkur að klappa sér og yljar um hjartarætur.“ En það má alveg segja að hann sé einn frægasti köttur landsins? „Algjörlega, jú. Hundrað prósent,“ segir Kristín.
Dýr Reykjavík Kettir Gæludýr Kötturinn Diegó Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira