Flykkjast í Skeifuna til að hitta einn frægasta kött landsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2021 20:00 Diego var á vaktinni í A4 í Skeifunni þegar fréttastofa leit við í vikunni. Einn frægasti köttur landsins er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook. Borið hefur á því að fólk geri sér sérstaka ferð í Skeifuna til að berja stjörnuna augum. Nokkur ár eru síðan kötturinn Diego hóf að vekja athygli fyrir tíðar Skeifuheimsóknir. Hann dúkkaði nær daglega upp í Facebook-færslum kattavina sem viðruðu áhyggjur af ólarlausu kisunni fyrir utan Hagkaup og veltu því fyrir sér hvort hún væri nokkuð týnd. En nei, það er hinn víðförli Diego svo sannarlega ekki. Hann er af góðu heimili í 108 Reykjavík. Foto: Dieogo Aðdáendahópur Diegos hefur svo farið ört stækkandi og loks var stofnaður utan um hann sérstakur Facebook-vettvangur, hópurinn Spottaði Diego, þar sem á fimmta þúsund manns sameinast í hrifningu sinni á dýrinu. Og Diego hefur verið spottaður víða í Skeifunni. Til dæmis fyrir utan Hagkaup, að bíða eftir pítsu á Dominos og í strætóskýli með Guðbergi Bergssyni, svo eitthvað sé nefnt. En það er í verslun A4 sem hann hefur verið fastagestur undanfarna mánuði. Heimsókn kvöldfrétta Stöðvar 2 í Skeifuna til Diegos má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Ganga leið út þegar þau missa af Diego Og viti menn - Diego var nýmættur á vaktina þegar fréttastofu bar að garði. Starfsfólk A fjögurra segir Diego einmitt alveg lausan við stjörnustæla, þrátt fyrir greinilegar vinsældir. „Við höfum alveg fengið spurningar: Er Diego nokkuð á svæðinu? Og það eru sumir sem fara leiðir út af því þeir fengu ekki að sjá hann og eru kannski að koma einmitt sérferðir bara til að heilsa upp á hann því þeir hafa séð Facebook-grúppuna með myndum af honum og vilja sjá hann í allri sinni fegurð,“ segir Kristín Rut Sigurbjörnsdóttir, vaktstjóri í A4 í Skeifunni. „Hann gleður okkur á hverjum degi með því að leyfa okkur að klappa sér og yljar um hjartarætur.“ En það má alveg segja að hann sé einn frægasti köttur landsins? „Algjörlega, jú. Hundrað prósent,“ segir Kristín. Dýr Reykjavík Kettir Gæludýr Kötturinn Diegó Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira
Nokkur ár eru síðan kötturinn Diego hóf að vekja athygli fyrir tíðar Skeifuheimsóknir. Hann dúkkaði nær daglega upp í Facebook-færslum kattavina sem viðruðu áhyggjur af ólarlausu kisunni fyrir utan Hagkaup og veltu því fyrir sér hvort hún væri nokkuð týnd. En nei, það er hinn víðförli Diego svo sannarlega ekki. Hann er af góðu heimili í 108 Reykjavík. Foto: Dieogo Aðdáendahópur Diegos hefur svo farið ört stækkandi og loks var stofnaður utan um hann sérstakur Facebook-vettvangur, hópurinn Spottaði Diego, þar sem á fimmta þúsund manns sameinast í hrifningu sinni á dýrinu. Og Diego hefur verið spottaður víða í Skeifunni. Til dæmis fyrir utan Hagkaup, að bíða eftir pítsu á Dominos og í strætóskýli með Guðbergi Bergssyni, svo eitthvað sé nefnt. En það er í verslun A4 sem hann hefur verið fastagestur undanfarna mánuði. Heimsókn kvöldfrétta Stöðvar 2 í Skeifuna til Diegos má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Ganga leið út þegar þau missa af Diego Og viti menn - Diego var nýmættur á vaktina þegar fréttastofu bar að garði. Starfsfólk A fjögurra segir Diego einmitt alveg lausan við stjörnustæla, þrátt fyrir greinilegar vinsældir. „Við höfum alveg fengið spurningar: Er Diego nokkuð á svæðinu? Og það eru sumir sem fara leiðir út af því þeir fengu ekki að sjá hann og eru kannski að koma einmitt sérferðir bara til að heilsa upp á hann því þeir hafa séð Facebook-grúppuna með myndum af honum og vilja sjá hann í allri sinni fegurð,“ segir Kristín Rut Sigurbjörnsdóttir, vaktstjóri í A4 í Skeifunni. „Hann gleður okkur á hverjum degi með því að leyfa okkur að klappa sér og yljar um hjartarætur.“ En það má alveg segja að hann sé einn frægasti köttur landsins? „Algjörlega, jú. Hundrað prósent,“ segir Kristín.
Dýr Reykjavík Kettir Gæludýr Kötturinn Diegó Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira