Innlent

Lögregla lýsir eftir Veroniku

Atli Ísleifsson skrifar
Veronika er um 160 sentimetrar að hæð og grannvaxin segir í færslu lögreglunnar.
Veronika er um 160 sentimetrar að hæð og grannvaxin segir í færslu lögreglunnar. Lögreglan á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum hefur lýst eftir Veroniku Regínu Hafþórsdóttur sem er fædd 2003.

Í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum á Facebook segir að Veronika sé ljóshærð, klædd í dökka mittisúlpu, dökkum buxum og svörtum skóm. 

„Hún fór heiman frá sér í Keflavík í um miðjan dag í gær og grárri Mözdu 2 með skráningarnúmerið ALU13. Veronika er um 160 cm að hæð og grannvaxin.

Þeir sem hafa séð Veroniku eða bifreið hennar eftir miðjan dag þess 30.08.21 eru beðnir um að koma upplýsingum um það til lögreglunnar á Suðurnesjum í síma 444 2200.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×