Eru uggandi eftir fyrstu smithrinu síðan grunnskólarnir hófust Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. ágúst 2021 16:17 Helgi Grímsson er formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. vísir/helena rakel Smituðum grunnskólabörnum fjölgaði mjög um helgina þegar börn og starfsfólk í um þrjátíu skólum, leikskólum og frístundaheimilum á landinu greindust með veiruna. Nákvæmur fjöldi smitaðra barna og skólastarfsmanna liggur ekki enn fyrir en samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum eru þau rúmlega 40. Flest tilvik eru eðlilega á höfuðborgarsvæðinu en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hafa komið upp smit í níu grunnskólum borgarinnar síðan á föstudag og hefur einni leikskóladeild verið lokað. „Þetta er töluverð breyting sem við erum að takast á við núna. Þetta er fyrsta svona stóra smithrinan sem kemur eftir að grunnskólarnir hófust,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. „Þetta byrjaði síðdegis á föstudeginum og svo voru að detta inn upplýsingar um helgina.“ Skólayfirvöld vinna nú að því að ráða fram úr því hverjir verði að fara í sóttkví samkvæmt nýjum reglum sóttvarnalæknis um sóttkví í skólum. Á táberginu En hafa menn áhyggjur af því að það nýja fyrirkomulag virki ekki nógu vel til að hindra að veiran dreifi sér innan skólanna? „Við vitum ekki enn þá hversu vel sóttvarnaráðstafanir núna hafa haldið en hringirnir eru svoldið til þess að staðfesta það hverjir fari í sóttkví, hverjir fari í smitgát. Þannig að það er ferli sem á eftir að stilla betur af,“ segir Helgi. „Það er mjög eðlilegt þegar smit er svona útbreitt í samfélaginu að smit komi inn í skólana en það sem við erum að reyna að gera í öllum okkar sóttvarnaaðgerðum er að minnka líkurnar á að smit breiðist út innan skólanna. Við getum náttúrulega ekkert komið í veg fyrir að fólk smitist í sínu fjölskyldu og einkalífi.“ Hafiði áhyggjur af því að grípa þurfti aftur til fyrra fyrirkomulags þar sem heilu bekkirnir eru sendir í sóttkví? „Reynslan verður svoldið að leiða það í ljós. Við erum náttúrulega að takast á við delta-afbrigðið sem er meira smitandi og það eru svona vísbendingar um að börn smitist í ríkari mæli af afbrigðinu en af öðrum afbrigðum. Þannig að það er mjög eðlilegt að við séum uggandi og á táberginu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Reykjavík Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Nákvæmur fjöldi smitaðra barna og skólastarfsmanna liggur ekki enn fyrir en samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum eru þau rúmlega 40. Flest tilvik eru eðlilega á höfuðborgarsvæðinu en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hafa komið upp smit í níu grunnskólum borgarinnar síðan á föstudag og hefur einni leikskóladeild verið lokað. „Þetta er töluverð breyting sem við erum að takast á við núna. Þetta er fyrsta svona stóra smithrinan sem kemur eftir að grunnskólarnir hófust,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. „Þetta byrjaði síðdegis á föstudeginum og svo voru að detta inn upplýsingar um helgina.“ Skólayfirvöld vinna nú að því að ráða fram úr því hverjir verði að fara í sóttkví samkvæmt nýjum reglum sóttvarnalæknis um sóttkví í skólum. Á táberginu En hafa menn áhyggjur af því að það nýja fyrirkomulag virki ekki nógu vel til að hindra að veiran dreifi sér innan skólanna? „Við vitum ekki enn þá hversu vel sóttvarnaráðstafanir núna hafa haldið en hringirnir eru svoldið til þess að staðfesta það hverjir fari í sóttkví, hverjir fari í smitgát. Þannig að það er ferli sem á eftir að stilla betur af,“ segir Helgi. „Það er mjög eðlilegt þegar smit er svona útbreitt í samfélaginu að smit komi inn í skólana en það sem við erum að reyna að gera í öllum okkar sóttvarnaaðgerðum er að minnka líkurnar á að smit breiðist út innan skólanna. Við getum náttúrulega ekkert komið í veg fyrir að fólk smitist í sínu fjölskyldu og einkalífi.“ Hafiði áhyggjur af því að grípa þurfti aftur til fyrra fyrirkomulags þar sem heilu bekkirnir eru sendir í sóttkví? „Reynslan verður svoldið að leiða það í ljós. Við erum náttúrulega að takast á við delta-afbrigðið sem er meira smitandi og það eru svona vísbendingar um að börn smitist í ríkari mæli af afbrigðinu en af öðrum afbrigðum. Þannig að það er mjög eðlilegt að við séum uggandi og á táberginu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Reykjavík Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira