Fótbolti

Rúnar: Hann gerir þetta oft á æfingum og gaman að sjá þetta gerast í leik

Árni Konráð Árnason skrifar
Celtic v KR Reykjavik - UEFA Champions League - Qualifying - First Round - Celtic Park
vísir/getty

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var í skýjunum eftir góðan 2-1 sigur á Leikni í Pepsi Max deildinni í fótbolta í kvöld.

„Frábær fótboltaleikur, ofboðslega opinn og skemmtilegur, mikið um færi og flottur fótbolti. Tvö lið sem að vildu vinna leikinn og bauð upp á mikla skemmtun, bara ánægður með þrjú stig“.

Evrópudraumurinn lifir enn hjá KRingum aðspurður hafi Rúnar þetta að segja

„Já, við erum búnir að vera í allt sumar að reyna elta og erum ennþá að því þannig að hver einasti leikur skiptir og máli en við erum búnir að sýna það undanfarið, búnir að vinna þrjá leiki í röð sem að er jákvætt. Strákarnir eru að leggja á sig mikla vinnu við að reyna að gera sitt besta og ná í sem flest stig og auka möguleikana að nálgast þessi efstu lið. Við erum sáttir við þessi stig í dag, frábær leikur eins og ég sagði og mikilvæg stig fyrir okkur í þessari baráttu“ sagði Rúnar.

Landsleikjahlé er framundan og spilar liðið næsta leik sinn 11. september.

„Nú fáum við kærkomið frí, það er búið að vera erfitt að vera í sóttkví í 5-6 daga og geta ekki æft og spila svo tvo leiki á fimm dögum. Maður sá það á liðinu í dag að menn voru þreyttur þegar að leið á síðari hálfleikinn en samt höfðum við orku til þess að klára þetta“.

Kristinn Jónsson átti frábæra innkomu í dag

„Kristinn var frábær, ofboðslega gaman að sjá hann koma inn á. Hann er auðvitað okkar fyrsti bakvörður og hefur verið. Grétar er búinn að spila þessa stöðu síðustu tvo leiki og Grétar var orðinn stífur í hálfleik. Við vissum að við þyrftum að setja Kristinn inn á og hann er allt öðruvísi bakvörður en Leiknismenn voru búnir að mæta í þessari 60 mínútur þangað til að Kristinn kemur inn á. Hann var bara mættur inn í vítateiginn í tvígang og kláraði bæði færin sín nokkuð vel. Hann er lunkinn fyrir framan markið og þegar að hann kemst í þessa stöðu að þá skorar hann oft. Hann gerir þetta oft á æfingum þannig að það var gaman að sjá þetta gerast í leik líka. Hann hefur kannski ekki verið frægur fyrir að skora mikið en hann skorar alltaf eitt, tvö á ári og þetta var ánægjulegt og gaman fyrir hann“.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×