Rúnar: Hann gerir þetta oft á æfingum og gaman að sjá þetta gerast í leik Árni Konráð Árnason skrifar 29. ágúst 2021 20:12 vísir/getty Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var í skýjunum eftir góðan 2-1 sigur á Leikni í Pepsi Max deildinni í fótbolta í kvöld. „Frábær fótboltaleikur, ofboðslega opinn og skemmtilegur, mikið um færi og flottur fótbolti. Tvö lið sem að vildu vinna leikinn og bauð upp á mikla skemmtun, bara ánægður með þrjú stig“. Evrópudraumurinn lifir enn hjá KRingum aðspurður hafi Rúnar þetta að segja „Já, við erum búnir að vera í allt sumar að reyna elta og erum ennþá að því þannig að hver einasti leikur skiptir og máli en við erum búnir að sýna það undanfarið, búnir að vinna þrjá leiki í röð sem að er jákvætt. Strákarnir eru að leggja á sig mikla vinnu við að reyna að gera sitt besta og ná í sem flest stig og auka möguleikana að nálgast þessi efstu lið. Við erum sáttir við þessi stig í dag, frábær leikur eins og ég sagði og mikilvæg stig fyrir okkur í þessari baráttu“ sagði Rúnar. Landsleikjahlé er framundan og spilar liðið næsta leik sinn 11. september. „Nú fáum við kærkomið frí, það er búið að vera erfitt að vera í sóttkví í 5-6 daga og geta ekki æft og spila svo tvo leiki á fimm dögum. Maður sá það á liðinu í dag að menn voru þreyttur þegar að leið á síðari hálfleikinn en samt höfðum við orku til þess að klára þetta“. Kristinn Jónsson átti frábæra innkomu í dag „Kristinn var frábær, ofboðslega gaman að sjá hann koma inn á. Hann er auðvitað okkar fyrsti bakvörður og hefur verið. Grétar er búinn að spila þessa stöðu síðustu tvo leiki og Grétar var orðinn stífur í hálfleik. Við vissum að við þyrftum að setja Kristinn inn á og hann er allt öðruvísi bakvörður en Leiknismenn voru búnir að mæta í þessari 60 mínútur þangað til að Kristinn kemur inn á. Hann var bara mættur inn í vítateiginn í tvígang og kláraði bæði færin sín nokkuð vel. Hann er lunkinn fyrir framan markið og þegar að hann kemst í þessa stöðu að þá skorar hann oft. Hann gerir þetta oft á æfingum þannig að það var gaman að sjá þetta gerast í leik líka. Hann hefur kannski ekki verið frægur fyrir að skora mikið en hann skorar alltaf eitt, tvö á ári og þetta var ánægjulegt og gaman fyrir hann“. Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR – Leiknir R. 2-1 | Mögnuð endurkoma KR og Evrópuvonin lifir enn Kristinn Jónsson kom KR til bjargar gegn nýliðum Leiknis í Pepsi Max deild karla í kvöld. 29. ágúst 2021 20:00 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
„Frábær fótboltaleikur, ofboðslega opinn og skemmtilegur, mikið um færi og flottur fótbolti. Tvö lið sem að vildu vinna leikinn og bauð upp á mikla skemmtun, bara ánægður með þrjú stig“. Evrópudraumurinn lifir enn hjá KRingum aðspurður hafi Rúnar þetta að segja „Já, við erum búnir að vera í allt sumar að reyna elta og erum ennþá að því þannig að hver einasti leikur skiptir og máli en við erum búnir að sýna það undanfarið, búnir að vinna þrjá leiki í röð sem að er jákvætt. Strákarnir eru að leggja á sig mikla vinnu við að reyna að gera sitt besta og ná í sem flest stig og auka möguleikana að nálgast þessi efstu lið. Við erum sáttir við þessi stig í dag, frábær leikur eins og ég sagði og mikilvæg stig fyrir okkur í þessari baráttu“ sagði Rúnar. Landsleikjahlé er framundan og spilar liðið næsta leik sinn 11. september. „Nú fáum við kærkomið frí, það er búið að vera erfitt að vera í sóttkví í 5-6 daga og geta ekki æft og spila svo tvo leiki á fimm dögum. Maður sá það á liðinu í dag að menn voru þreyttur þegar að leið á síðari hálfleikinn en samt höfðum við orku til þess að klára þetta“. Kristinn Jónsson átti frábæra innkomu í dag „Kristinn var frábær, ofboðslega gaman að sjá hann koma inn á. Hann er auðvitað okkar fyrsti bakvörður og hefur verið. Grétar er búinn að spila þessa stöðu síðustu tvo leiki og Grétar var orðinn stífur í hálfleik. Við vissum að við þyrftum að setja Kristinn inn á og hann er allt öðruvísi bakvörður en Leiknismenn voru búnir að mæta í þessari 60 mínútur þangað til að Kristinn kemur inn á. Hann var bara mættur inn í vítateiginn í tvígang og kláraði bæði færin sín nokkuð vel. Hann er lunkinn fyrir framan markið og þegar að hann kemst í þessa stöðu að þá skorar hann oft. Hann gerir þetta oft á æfingum þannig að það var gaman að sjá þetta gerast í leik líka. Hann hefur kannski ekki verið frægur fyrir að skora mikið en hann skorar alltaf eitt, tvö á ári og þetta var ánægjulegt og gaman fyrir hann“.
Pepsi Max-deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR – Leiknir R. 2-1 | Mögnuð endurkoma KR og Evrópuvonin lifir enn Kristinn Jónsson kom KR til bjargar gegn nýliðum Leiknis í Pepsi Max deild karla í kvöld. 29. ágúst 2021 20:00 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR – Leiknir R. 2-1 | Mögnuð endurkoma KR og Evrópuvonin lifir enn Kristinn Jónsson kom KR til bjargar gegn nýliðum Leiknis í Pepsi Max deild karla í kvöld. 29. ágúst 2021 20:00