Innlent

Andlát vegna Covid-19

Árni Sæberg skrifar
Um er að ræða 33. andlátið vegna Covid-19 frá því að faraldurinn hófst hér á landi í fyrra.
Um er að ræða 33. andlátið vegna Covid-19 frá því að faraldurinn hófst hér á landi í fyrra. Vísir

Karlmaður á áttræðisaldri lést eftir baráttu við Covid-19 á Landspítalanum í gær.

Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn búinn að liggja þungt haldinn á gjörgæslu um nokkurn tíma. Hann hafi verið fullbólusettur og ekki með undirliggjandi sjúkdóma.

Um er að ræða þriðja andlátið vegna Covid-19 síðan á miðvikudag í síðustu viku. Nú hafa í heildina 33 látist úr sjúkdómnum hér á landi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.