Lyon byrjar tímabilið á sigri án Söru Valur Páll Eiríksson skrifar 27. ágúst 2021 18:45 Sara Björk á von á barni í nóvember og er því ekki á leið aftur á fótboltavöllinn í bráð. Clive Brunskill/Getty Images Olympique Lyonnais, lið landsliðsfyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, hóf tímabilið í frönsku úrvalsdeildinni í fótbolta með 3-0 sigri á Stade de Reims. Lyon freistar þess að endurheimta franska meistaratitilinn frá Paris Saint-Germain. Lyon var að spila sinn fyrsta deildarleik undir stjórn Soniu Bompastor, sem tók við liðinu eftir að því mistókst að vinna franska meistaratitilinn í fyrsta sinn í 15 ár í vor. Paris Saint-Germain batt enda á 14 ára sigurgöngu Lyon er liðið hafnaði stigi á undan Lyon í harðri toppbaráttu. Sara Björk Gunnarsdóttir var fjarverandi hjá Lyon, og verður framan af móti, vegna barneignarleyfis. Í hennar fjarveru vann liðið hins vegar nokkuð þægilegan 3-0 heimasigur gegn Reims í kvöld. Lyon komst yfir eftir sex mínútna leik þegar hin kamerúnska Easther Mayi Kith skoraði sjálfsmark fyrir Reims og franska landsliðskonan Dalphine Cascarino tvöfaldaði forystu Lyon þegar aðeins tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Þá virtist stefna í markaveislu en Lyon náði hins vegar ekki að bæta við öðru marki fyrr en í uppbótartíma. Þá innsiglaði tvítugi varnarmaðurinn Selma Bacha 3-0 sigur liðsins. Lyon hefur mótið því á sigri og er eitt á toppnum með þrjú stig, enda eina liðið í deildinni sem hefur spilað leik, ásamt Reims. Fjórir leikir fara fram á morgun og þá mætir PSG liði Fleury 91 í lokaleik umferðarinnar á sunnudag. Franski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Sjá meira
Lyon var að spila sinn fyrsta deildarleik undir stjórn Soniu Bompastor, sem tók við liðinu eftir að því mistókst að vinna franska meistaratitilinn í fyrsta sinn í 15 ár í vor. Paris Saint-Germain batt enda á 14 ára sigurgöngu Lyon er liðið hafnaði stigi á undan Lyon í harðri toppbaráttu. Sara Björk Gunnarsdóttir var fjarverandi hjá Lyon, og verður framan af móti, vegna barneignarleyfis. Í hennar fjarveru vann liðið hins vegar nokkuð þægilegan 3-0 heimasigur gegn Reims í kvöld. Lyon komst yfir eftir sex mínútna leik þegar hin kamerúnska Easther Mayi Kith skoraði sjálfsmark fyrir Reims og franska landsliðskonan Dalphine Cascarino tvöfaldaði forystu Lyon þegar aðeins tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Þá virtist stefna í markaveislu en Lyon náði hins vegar ekki að bæta við öðru marki fyrr en í uppbótartíma. Þá innsiglaði tvítugi varnarmaðurinn Selma Bacha 3-0 sigur liðsins. Lyon hefur mótið því á sigri og er eitt á toppnum með þrjú stig, enda eina liðið í deildinni sem hefur spilað leik, ásamt Reims. Fjórir leikir fara fram á morgun og þá mætir PSG liði Fleury 91 í lokaleik umferðarinnar á sunnudag.
Franski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Sjá meira