Minnst níutíu Afganar hafa farist og ISIS lýsir yfir ábyrgð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 20:11 Hryðjuverkahópurinn ISIS-K hefur lýst yfir ábyrgð á sprengjuárásinni. Getty/Sayed Khodaiberdi Sadat Minnst níutíu hafa farist í sprengjuárás sem framin var af hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki (ISIS) á alþjóðaflugvellinum í Kabúl í dag. Þá fórust tólf bandarískir hermenn í árásinni. Fréttastofa Guardian greinir frá þessu. Fregnir hafa borist síðustu mínútur af frekari sprengingum í Kabúl en fréttastofa Reuters hefur nú fengið það staðfest að um hafi verið að ræða skipulagða sprengingu á vegum bandaríska hersins, sem var að sprengja upp skotvopn. Another big blast in Kabul— Secunder Kermani (@SecKermani) August 26, 2021 Minnst níutíu eru látnir og hátt í 150 særðir eftir árásirnar í dag, auk tólf hermanna Bandaríkjahers. Tíu ár eru liðin síðan svo margir bandarískir hermenn féllu í einni árás í Afganistan. Þá virðist sem skotbardagi hafi brotist út við flugvöllinn í Kabúl fyrir stuttu. Tveir menn sprengdu sig í loft upp í dag með litlu millibili skammt frá einu hliðanna að flugvellinum í Kabúl. Þeir eru sagðir hafa sett sprengjurnar af stað þegar bandarískir hermenn, sem stóðu vörð við flugvöllinn, leituðu á þeim. Undirhópur hryðjuverkahópsins sem kallast ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Hópurinn kallast ISKP, en höfuðstöðvar hans eru í Khorasan héraðinu í Afganistan. Hópurinn var strax grunaður um að bera ábyrgð á árásinni, en bandarísk yfirvöld lýstu því í vikunni að þau hefðu áhyggjur af mögulegum árásum ISIS. Talsmaður Talibana hefur fordæmt árásina. Talibanar eru nú sagðir hafa unnið með vestrænum aðilum undanfarna daga í upplýsingagjöf. Talsmaður Talibana segir að nærvera vestrænna hersveita í Afganistan kalli fram árásir sem þessar, sem þeir fordæma. Bandaríska leyniþjónustan deilir nú upplýsingum með Talibönum og hefur gert undanfarna daga. ISIS hefur undanfarna daga sótt í sig veðrið en Talibanar hafa lofað Afgönum að tryggja frið í landinu. Talibanar lýstu sprengjuárásinni í dag sem illlvirki, sem muni ekki endurtaka sig eftir brottför vestrænna hersveita. Talibanar hafa jafnframt lýst því yfir að Afganistan muni ekki verða öruggt skjól fyrir hryðjuverkahópa, eins og það var á fyrri valdatíð Talibana, þegar al-Qaeda hafði höfuðstöðvar í landinu. Fylgst verður með vendingum í málefnum Afganistan í kvöld og greint frá þeim vendingum í vaktinni hér að neðan.
Fréttastofa Guardian greinir frá þessu. Fregnir hafa borist síðustu mínútur af frekari sprengingum í Kabúl en fréttastofa Reuters hefur nú fengið það staðfest að um hafi verið að ræða skipulagða sprengingu á vegum bandaríska hersins, sem var að sprengja upp skotvopn. Another big blast in Kabul— Secunder Kermani (@SecKermani) August 26, 2021 Minnst níutíu eru látnir og hátt í 150 særðir eftir árásirnar í dag, auk tólf hermanna Bandaríkjahers. Tíu ár eru liðin síðan svo margir bandarískir hermenn féllu í einni árás í Afganistan. Þá virðist sem skotbardagi hafi brotist út við flugvöllinn í Kabúl fyrir stuttu. Tveir menn sprengdu sig í loft upp í dag með litlu millibili skammt frá einu hliðanna að flugvellinum í Kabúl. Þeir eru sagðir hafa sett sprengjurnar af stað þegar bandarískir hermenn, sem stóðu vörð við flugvöllinn, leituðu á þeim. Undirhópur hryðjuverkahópsins sem kallast ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni. Hópurinn kallast ISKP, en höfuðstöðvar hans eru í Khorasan héraðinu í Afganistan. Hópurinn var strax grunaður um að bera ábyrgð á árásinni, en bandarísk yfirvöld lýstu því í vikunni að þau hefðu áhyggjur af mögulegum árásum ISIS. Talsmaður Talibana hefur fordæmt árásina. Talibanar eru nú sagðir hafa unnið með vestrænum aðilum undanfarna daga í upplýsingagjöf. Talsmaður Talibana segir að nærvera vestrænna hersveita í Afganistan kalli fram árásir sem þessar, sem þeir fordæma. Bandaríska leyniþjónustan deilir nú upplýsingum með Talibönum og hefur gert undanfarna daga. ISIS hefur undanfarna daga sótt í sig veðrið en Talibanar hafa lofað Afgönum að tryggja frið í landinu. Talibanar lýstu sprengjuárásinni í dag sem illlvirki, sem muni ekki endurtaka sig eftir brottför vestrænna hersveita. Talibanar hafa jafnframt lýst því yfir að Afganistan muni ekki verða öruggt skjól fyrir hryðjuverkahópa, eins og það var á fyrri valdatíð Talibana, þegar al-Qaeda hafði höfuðstöðvar í landinu. Fylgst verður með vendingum í málefnum Afganistan í kvöld og greint frá þeim vendingum í vaktinni hér að neðan.
Afganistan Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Komin aftur til Íslands frá Afganistan: „Framtíðin er dökk“ „Framtíðin er dökk. Hún er ekki björt, en við sjáum til hvað gerist,“ segir Fazal Omar sem flúði frá afgönsku höfuðborginni Kabúl með fjölskyldunni og kom til Íslands fyrr í vikunni. 26. ágúst 2021 14:45 Mannskæð sprengjuárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl Að minnsta kosti þrettán manns eru látnir eða særðir eftir mannskæða sprengju- og skotárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl í dag. Talsmaður talibana fullyrðir að konur og börn séu á meðal þeirra látnu. 26. ágúst 2021 13:54 Vara við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabúl Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu vara þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðleggja þeim frá ferðalögum þangað. 26. ágúst 2021 06:41 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepnir í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Sjá meira
Komin aftur til Íslands frá Afganistan: „Framtíðin er dökk“ „Framtíðin er dökk. Hún er ekki björt, en við sjáum til hvað gerist,“ segir Fazal Omar sem flúði frá afgönsku höfuðborginni Kabúl með fjölskyldunni og kom til Íslands fyrr í vikunni. 26. ágúst 2021 14:45
Mannskæð sprengjuárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl Að minnsta kosti þrettán manns eru látnir eða særðir eftir mannskæða sprengju- og skotárás í mannþröng við flugvöllinn í Kabúl í dag. Talsmaður talibana fullyrðir að konur og börn séu á meðal þeirra látnu. 26. ágúst 2021 13:54
Vara við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabúl Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu vara þegna sína við mögulegum hryðjuverkaárásum á flugvöllinn í Kabul höfuðborg Afganistans og ráðleggja þeim frá ferðalögum þangað. 26. ágúst 2021 06:41