Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er hinn látni á sjötugsaldri. Um er að ræða fyrsta andlátið vegna kórónuveirunnar hér á landi síðan í maí síðastliðnum, en nú hafa í heildina þrjátíu og einn látist úr sjúkdómnum.
Átján liggja á sjúkrahúsi með kórónuveiruna, þar af fjórir á gjörgæslu.