Fótbolti

Fjórir Víkingar byrja nýja undankeppni U21-landsliðsins

Sindri Sverrisson skrifar
Kristall Máni Ingason er einn fjögurra leikmanna Víkings í U21-landsliðshópnum.
Kristall Máni Ingason er einn fjögurra leikmanna Víkings í U21-landsliðshópnum. Vísir/Hulda Margrét

Davíð Snorri Jónasson, landsliðsþjálfari U21-liðs karla í fótbolta, hefur valið 20 leikmanna hóp vegna fyrstu leikjanna í undankeppni Evrópumótsins 2023.

Ísland komst í lokakeppni síðasta Evrópumóts og freistar þess nú að endurtaka leikinn. Liðið hefur undankeppnina á útileik gegn Hvíta-Rússlandi 2. september og heimaleik við Grikkland í Árbæ 7. september.

Í riðli Íslands eru einnig Portúgal, Kýpur og Liechtenstein.

Í íslenska hópnum sem byrjar keppnina eru ellefu leikmenn á mála hjá erlendum atvinnumannaliðum og níu leikmenn sem spila í Pepsi Max-deildinni. Víkingur R. á flesta fulltrúa eða fjóra talsins, KR tvo, en HK, Fylkir og Valur eiga einn fulltrúa hvert.

U21-hópur Íslands

Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland

Jökull Andrésson - Morecambe

Finnur Tómas Pálmason - KR

Valgeir Lunddal Friðriksson - BK Häcken

Ísak Óli Ólafsson - Esbjerg

Valgeir Valgeirsson - HK

Atli Barkarson - Víkingur R.

Kolbeinn Þórðarson - Lommel

Bjarki Steinn Bjarkason - Venezia

Birkir Heimisson - Valur

Orri Hrafn Kjartansson - Fylkir

Viktor Örlygur Andrason - Víkingur R.

Stefán Árni Geirsson - KR

Karl Friðleifur Gunnarsson - Víkingur R.

Sævar Atli Magnússon - Lyngby BK

Kristall Máni Ingason - Víkingur R.

Kristian Nökkvi Hlynsson - Ajax

Hákon Arnar Haraldsson - FCK

Ágúst Eðvald Hlynsson - AC Horsens

Brynjólfur Andersen Willumsson - Kristiansund BK




Fleiri fréttir

Sjá meira


×