Innlent

Maríanna fyllir í skarðið eftir alvarlegt slys

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Maríanna Garðarsdóttir tekur tímabundið hið minnsta við starfi framkvæmdastjóra þjónustusviðs Landspítalans.
Maríanna Garðarsdóttir tekur tímabundið hið minnsta við starfi framkvæmdastjóra þjónustusviðs Landspítalans. Landspítalinn

Maríanna Garðarsdóttir hefur tekið tímabundið við starfi framkvæmdastjóra þjónustusviðs á Landspítala af Jóni Hilmari Friðrikssyni, sem er kominn í leyfi vegna alvarlegs slyss. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum.

Þar segir að Maríanna hafi orðið forstöðumaður rannsóknarþjónustu spítalans árið 2019. Hún lauk kandídatsprófi í læknisfræði árið 1999 og sérfræðinámi í myndgreiningu frá Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg árið 2007. Frá þeim tíma var Maríanna röntgenlæknir á Landspítala og yfirlæknir frá árinu 2014.

„Á þjónustusviði Landspítala eru fjórir kjarnar; rannsóknarstofur, blóðbanki og myndgreining í einum klasa. Aðföng (birgðir, flutningar, eldhús, þvottahús, öryggisgæsla), fasteignir og umhverfi í öðrum klasa. Þá er klasi lyfjaþjónustu, ráðgjafarþjónustu, fjarheilbrigðisþjónustu og heilbrigðis- og upplýsingatækni,“ segir í tilkynningu frá Landspítalanum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×