Innlent

Mótmælandi hrópaði á foreldra og börn sem biðu eftir bólusetningu

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá bólusetningum barna í Laugardalshöll í gær. 
Frá bólusetningum barna í Laugardalshöll í gær.  visir/Vilhelm

Mótmælandi lét ókvæðisorð falla að foreldrum sem biðu með börnum sínum í röð eftir bólusetningu fyrir utan Laugardalshöll í morgun.

 Myndbönd hafa verið birt af uppátæki mannsins sem mældist illa fyrir hjá viðstöddum.

Sagði hann að verið væri að sprauta efnavopnum í börnin og vísindamenn vissu af því. Foreldrar nokkurra barna báðu manninn vinsamlegast um að láta af þessu athæfi og hætta að hræða börnin. Einn gekk svo langt að segja manninum nokkuð ákveðið að koma sér í burtu og ýtti honum í burtu.

Ríkisútvarpið hefur eftir varðstjóra hjá lögreglunni að mótmælandinn hafi verið í fimm mann hópi en hann hafi verið sá eini sem lét að sér kveða. Lögreglan hafi rætt við hann og vísað honum á brott.

Átt þú myndband af þessu atviki? Sendu okkur á ritstjorn@visir.is



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×