Erlent

Kröfðust aðgerða og aðstoðar á Austurvelli

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Frá samstöðufundinum á Austurvelli í dag.
Frá samstöðufundinum á Austurvelli í dag. Vísir/Sigurjón

Afganar með íslenskan ríkisborgararétt krefjast þess að stjórnvöld bjargi ættingjum sínum frá Afganistan. Navid Nouri, afganskur Íslendingur, boðaði til samstöðufundar á Austurvelli í dag og segir að bjarga eigi fjölskyldum afganska Íslendinga rétt eins og gert væri fyrir innfædda.

Naumur tími er eftir til þess koma fólki frá landinu enda rennur frestur fyrir algera brottför alþjóðlegra hersveita út í lok mánaðar. Talibanar, sem tóku völdin í landinu á dögunum, útiloka að sá frestur verði framlengdur.

Ein þeirra íslensku fjölskyldna sem var í Afganistan þegar Talibanar tóku völdin kom til landsins í dag og er í sóttkví, samkvæmt utanríkisráðuneytinu. Tvær eru eftir úti og unnið er að því að koma þeim heim.

Um hundrað og þrjátíu Afganar eru búsettir hér á landi en stór hluti þeirra er með íslenskan ríkisborgararétt. Hópurinn hefur töluverðar áhyggjur af fólkinu sínu úti og fjölmenn samkoma á Austurvelli setti fram skýra kröfu í dag um að bjarga eigi fjölskyldum sem eru enn úti í Afganistan.

Navid Nouri, afganskur Íslendingur og aðstandandi fundarins.Vísir/Sigurjón

„Allir þessir afgönsku Íslendingar hérna eiga fjölskyldur í Afganistan. Líf þeirra eru í hættu og við viljum fá fólkið hingað til lands. Aðstæður í Afganistan eru hættulegar og við viljum bjarga fjölskyldum okkar,“ segir Navid Nouri og bætir við:

„Ég biðla til stjórnvalda um að þau hjálpi afgönskum Íslendingum eins og þau myndu gera fyrir innfædda. Ef þetta væri staðan hjá fjölskyldum innfæddra Íslendinga myndu stjórnvöld koma þeim til aðstoðar.“


Tengdar fréttir

Talibanar segjast hafa unnið aftur norðurhéruð

Talsmaður talibana í Afganistan segir að þeir hafi náð aftur þremur héruðum í norðanverðu landinu sem uppreisnarhersveitir tóku í síðustu viku. Hersveitir andsnúnar talibönum eru enn í Panjshir-dal í Norður-Afganistan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.