Gætu boðað til verkfalls á mánudag Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 22. ágúst 2021 22:52 Arnar Hjálmsson segir að flugumferðarstjórar gætu boðað til verkfalls á mánudag. vísir/vilhelm Ekki náðist sátt um vinnutíma flugumferðarstjóra á sáttafundi félags þeirra og Isavia hjá ríkissáttasemjara í dag. Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur út mánudaginn til að boða til verkfalls sem félagsmenn hafa þegar samþykkt að fara í. Annar fundur hefur verið boðaður í deilunni hjá ríkissáttasemjara á morgun og velta mögulegar verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóranna væntanlega á útkomu hans. „Þetta mjakaðist lítið áfram í dag,“ sagði Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, í samtali við Vísi eftir fundinn, sem kláraðist í kvöld. „Þetta hefur strandað á vinnutímamálum. Það er búið að vera okkar helsta of fyrsta krafa síðan viðræður byrjuðu í febrúar,“ segir hann.“ Ákveða framhaldið á morgun Félagsmenn samþykktu það á mánudaginn 9. ágúst að fara í sex sjálfstæðar vinnustöðvanir í kjaradeilunni. Arnar segir að fimm þeirra hafi verið frestað og að tími til að boða þá síðustu renni út klukkan fimm á þriðjudagsmorgun. Félagið myndi því boða til þess verkfalls á morgun ef það ákvæði að fara í það. Boða þarf til verkfallsaðgerða með vikufyrirvara. Spurður hvort sér þyki líklegt að af verkfallinu verði segir hann: „Það er allt eins líklegt. Við munum svo hitta trúnaðarráðið á morgun þar sem næstu skref verða ákveðin og í hvaða átt skal halda. Og endurnýja þá í raun umboð okkar til að boða til verkfalla, ef okkur finnst vera þörf á. Þá myndum sem sagt láta kjósa um fleiri verkföll.“ Hann vill ekki greina frá því í hverju verkfallsaðgerðirnar myndu felast. Hann segir þó að eitthvað hafi mjakast í deilunni síðustu vikur en ekki mikið. Þó þannig að félagið ákvað ekki að boða til hinna fimm verkfallanna, sem félagsmenn höfðu veitt því umboð til að boða, áður en frestur fyrir þau rann út. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Annar fundur hefur verið boðaður í deilunni hjá ríkissáttasemjara á morgun og velta mögulegar verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóranna væntanlega á útkomu hans. „Þetta mjakaðist lítið áfram í dag,“ sagði Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, í samtali við Vísi eftir fundinn, sem kláraðist í kvöld. „Þetta hefur strandað á vinnutímamálum. Það er búið að vera okkar helsta of fyrsta krafa síðan viðræður byrjuðu í febrúar,“ segir hann.“ Ákveða framhaldið á morgun Félagsmenn samþykktu það á mánudaginn 9. ágúst að fara í sex sjálfstæðar vinnustöðvanir í kjaradeilunni. Arnar segir að fimm þeirra hafi verið frestað og að tími til að boða þá síðustu renni út klukkan fimm á þriðjudagsmorgun. Félagið myndi því boða til þess verkfalls á morgun ef það ákvæði að fara í það. Boða þarf til verkfallsaðgerða með vikufyrirvara. Spurður hvort sér þyki líklegt að af verkfallinu verði segir hann: „Það er allt eins líklegt. Við munum svo hitta trúnaðarráðið á morgun þar sem næstu skref verða ákveðin og í hvaða átt skal halda. Og endurnýja þá í raun umboð okkar til að boða til verkfalla, ef okkur finnst vera þörf á. Þá myndum sem sagt láta kjósa um fleiri verkföll.“ Hann vill ekki greina frá því í hverju verkfallsaðgerðirnar myndu felast. Hann segir þó að eitthvað hafi mjakast í deilunni síðustu vikur en ekki mikið. Þó þannig að félagið ákvað ekki að boða til hinna fimm verkfallanna, sem félagsmenn höfðu veitt því umboð til að boða, áður en frestur fyrir þau rann út.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira