Auglýsingar og sjónvarpspallur taka 500 sæti á Laugardalsvelli Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2021 11:40 Stúkurnar á Laugardalsvelli hafa ekki verið fylltar síðan árið 2019, vegna kórónuveirufaraldursins. Getty/Oliver Hardt Gera þarf talsverðar breytingar á Laugardalsvelli og fórna 500 sætum vegna stórrar útsendingar þýskrar sjónvarpsstöðvar frá leik Íslands og Þýskalands í undankeppni HM karla í fótbolta í næsta mánuði. Ísland á fyrir höndum þrjá heimaleiki dagana 2.-8. september, gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Lengi hefur verið bent á að Laugardalsvöllur standist ekki nútímakröfur og nú bætist við sú staðreynd að á velli sem tekur 9.800 manns fara 500 sæti í að sjónvarpsútsending sé með fullnægjandi hætti að mati gestanna. Von er á yfir 100 þýskum sjónvarpsstarfsmönnum vegna leiksins við Þýskaland. Útsending Þjóðverjanna verður aðskilin útsendingu RÚV og þarf að byggja sérstakan sjónvarpspall í austurstúkunni til að koma fyrir myndavélum. Við það hverfa 200-250 sæti, sem vegna samkomutakmarkana kemur minna að sök en ella. Auglýsingaskilti byrgja sýn Á vesturstúkunni fá Þjóðverjarnir svo að stilla upp stórum LED auglýsingaskiltum sem byrgja myndu áhorfendum í neðstu röðum sýn, ef selt yrði í þau sæti. Þannig hverfa því önnur 250 sæti eða svo, segir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið verði að byggja upp aðstöðu fyrir Þjóðverjana vegna sjónvarpsréttarsamninga: „Þjóðverjarnir borga ekki neitt aukalega fyrir þetta en KSÍ fær háar tekjur almennt vegna sölu útsendingarréttar frá leikjum. Þeirri sölu fylgir krafa um ákveðna aðstöðu sem ekki er gert ráð fyrir á Laugardalsvelli og þarf því að koma upp,“ segir Klara. Ekki verður hægt að selja í 500 sæti vegna útsendingarinnar og KSÍ fær engar bætur vegna þess. Á móti kemur að miðað við núgildandi samkomutakmarkanir verður kannski ekki hægt að selja nema 2.300 miða á hvern leik. „Við gerum okkur hins vegar vonir um að fá að minnsta kosti meirihluta kostnaðar við uppsetningu endurgreiddan frá UEFA,“ segir Klara. HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur KSÍ Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira
Ísland á fyrir höndum þrjá heimaleiki dagana 2.-8. september, gegn Rúmeníu, Norður-Makedóníu og Þýskalandi. Lengi hefur verið bent á að Laugardalsvöllur standist ekki nútímakröfur og nú bætist við sú staðreynd að á velli sem tekur 9.800 manns fara 500 sæti í að sjónvarpsútsending sé með fullnægjandi hætti að mati gestanna. Von er á yfir 100 þýskum sjónvarpsstarfsmönnum vegna leiksins við Þýskaland. Útsending Þjóðverjanna verður aðskilin útsendingu RÚV og þarf að byggja sérstakan sjónvarpspall í austurstúkunni til að koma fyrir myndavélum. Við það hverfa 200-250 sæti, sem vegna samkomutakmarkana kemur minna að sök en ella. Auglýsingaskilti byrgja sýn Á vesturstúkunni fá Þjóðverjarnir svo að stilla upp stórum LED auglýsingaskiltum sem byrgja myndu áhorfendum í neðstu röðum sýn, ef selt yrði í þau sæti. Þannig hverfa því önnur 250 sæti eða svo, segir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að sambandið verði að byggja upp aðstöðu fyrir Þjóðverjana vegna sjónvarpsréttarsamninga: „Þjóðverjarnir borga ekki neitt aukalega fyrir þetta en KSÍ fær háar tekjur almennt vegna sölu útsendingarréttar frá leikjum. Þeirri sölu fylgir krafa um ákveðna aðstöðu sem ekki er gert ráð fyrir á Laugardalsvelli og þarf því að koma upp,“ segir Klara. Ekki verður hægt að selja í 500 sæti vegna útsendingarinnar og KSÍ fær engar bætur vegna þess. Á móti kemur að miðað við núgildandi samkomutakmarkanir verður kannski ekki hægt að selja nema 2.300 miða á hvern leik. „Við gerum okkur hins vegar vonir um að fá að minnsta kosti meirihluta kostnaðar við uppsetningu endurgreiddan frá UEFA,“ segir Klara.
HM 2022 í Katar Laugardalsvöllur KSÍ Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fá nýjan Kana í harða baráttu Körfubolti Fleiri fréttir Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Sjá meira