Fótbolti

Afganskur fótboltamaður lést eftir fall úr flugvél Bandaríkjahers

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hundruðr Afgana hlaupa við hlið flugvél Bandaríkjahers sem var í flugtaki frá Kabúl.
Hundruðr Afgana hlaupa við hlið flugvél Bandaríkjahers sem var í flugtaki frá Kabúl. AP/UGC

Afganski unglinglandsliðsmaðurinn Zaki Anwari lést á mánudaginn eftir að hafa fall úr flugvél sem var á leiðinni í burtu frá Kabul flugvellinum í Afganistan.

Þúsundir fólks hefur leitað allra leiða til að sleppa frá Afganistan síðustu daga eftir að Talibanar tóku öll völd í landinu.

Margir þeirra voru svo örvæntingarfullir að þeir reyndu að hoppa um borð í flugvél sem var komin af stað.

Afganski fréttamiðillinn Ariana sagði að Zaki hefði fallið úr Boeing C-17 flugvél Bandaríkjahers og örlög hans hefðu verið staðfest af íþróttastjóra landsins.

„Hann sá enga aðra von og vildi reyna að tryggja sér betra líf,“ er haft eftir íþróttastjóranum og hann sagði líka að vonir Zaki um frama í fótboltanum voru orðnar að engu við yfirtöku Talibana í landinu.

Hann hafði reynt að hanga á hjólabúnaði vélarinnar í flugtakinu en í flugvélinni sjálfri voru yfir sex hundruð Afganar sem höfðu heppnina með sér með því að fá far með henni í burtu frá Kabúl.

Fjölmiðlar í Afganistan segir að minnsta kosti tveir létust eftir að hafa fallið úr vélinni þegar hún tók á loft. Það fundust líka líkamsleifar í lendingabúnaðinum þegar vélin lenti i Katar.

Zaki Anwari var aðeins nítján ára gamall og átti leiki fyrir unglingalandslið Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×