Víkingar ósáttir og skólaráð boðað til fundar Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. ágúst 2021 14:58 Foreldrar eru einstaklega ósáttir með hvernig borgin hefur haldið á málunum. vísir/egill Skólaráð Fossvogsskóla hefur verið boðað til fundar í dag klukkan 17. Þar má búast við að húsnæðisvandi skólans verði til umræðu en eins og Vísir greindi frá eru foreldrar afar ósáttir með að yngsta stig skólans fái kennslu sína á neðstu hæð Víkingsheimilisins fram á miðjan september. Forsvarsmenn Víkings harma að hafa dregist inn í neikvæða umræðu í fjölmiðlum. Meðlimir skólaráðs fengu fundarboðið sent í dag en þar er ekki tiltekið hvað verður nákvæmlega rætt á fundinum eða hvort borgin muni þar leggja til einhverjar lausnir á vandanum. Einhverjir foreldrar hafa hótað að senda börn sín ekki í skólann í Víkingsheimilinu verði af þeim áformum borgarinnar. Í samtali við Vísi í dag sagði Karl Þráinsson, formaður foreldrafélagsins, að staðan væri óboðleg. Reykjavíkurborg hafi lengi vitað að áform hennar um að bjóða upp á kennslu í færanlegum kennslustofum á lóðinni fyrir yngsta stigið gengju ekki upp í byrjun skólaársins, þar sem bygging grenndarkynningu þeirra lýkur ekki fyrr en næsta miðvikudag. Skólinn hefst á mánudag. Ekkert samráð hafi verið við foreldra fyrr en í síðustu viku þegar þeir voru látnir vita af áformunum um að kennsla yrði haldin í Víkinni. Þeim var síðan tilkynnt í gærkvöldi í hvaða rými byggingarinnar kennslan færi fram. Rýmin sem skólinn fær þar er annar svegar gangur á tengibyggingunni, sem gengur jafnan undir nafninu klósettgangurinn meðal krakkanna en þar eru salerni byggingarinnar staðsett, og samkomusalur stuðningsmannafélags Víkings, Berserkjasalurinn. Foreldrum finnst þetta óboðlegt rými til að halda kennslu í. Víkingar ósáttir við neikvæða umræðu Formaður og framkvæmdastjóri Víkings harma að félagið sé dregið inn í neikvæða umræðu um húsnæðisvandann í Fossvoginum. Félagið hafi þrátt fyrir þröngan húsakost og erfiðar sóttvarnaraðstæður boðið húsnæði sitt og lausnir fyrir skólastarfið. „Víkingur tekur ekki afstöðu í málinu en harmar að félagið hafi verið dregið inn í umræðuna í fjölmiðlum á neikvæðan máta og í neikvæðri myndaframsetningu sem dregur ekki rétta mynd af aðstæðum,“ segir í yfirlýsingunni. Myndin sem foreldri barns í Fossvogsskóla birti af tengigangi í Víkingi þar sem til stendur að hluti nemenda í Fossvogsskóla nemi næstu vikur.G. Svana Bjarnadóttir Víkingur sem öflugt og metaðarfullt hverfafélag hafi tekið mikið frumkvæði í málinu gagnvart Reykjavíkurborg og Fossvogsskóla með því að bjóða hluta af húsnæði félagsins í Víkinni undir kennslu og hjálpa þannig til við að leysa þær krefjandi aðstæður sem eru til staðar. „Víkingur bauð fram lausnir fram í miðjan september með húsnæði sitt og skólayfirvöld í Reykjavík töldu vera góða lausn í þennan stutta tíma. Með þessum hætti myndu börnin ná að vera í sínu umhverfi í Fossvogsdalnum.“ Björn Einarsson er formaður Víkings.Vísir Þær lausnir sem settar hafi verið fram með afnot af Víkinni muni setja aukna og mikla pressu á félagið og starf þess í þennan tíma. „Húsnæði Víkings er þegar fullnýtt undir íþróttastarf félagsins í öllum aldurshópum og auk þess setja hinar erfiðar aðstæður í þjóðfélaginu á tímum faraldursins mikla pressu á á Víking líkt og önnur íþróttafélög í landinu.“ Karlalið Víkings í knattspyrnu hefur farið mikinn í sumar. Vísir/Bára Dröfn Þrátt fyrir þröngan húsakost og erfiðar sóttvarnaraðstæður þá hafi Víkingur boðið húsnæði sitt og lausnir fyrir skólastarfið enda þekkir Víkingur sitt mikilvæga samfélagslega hlutverk og ábyrgð í hverfinu sínu. „Þannig stendur félagið þétt við bakið á sínum iðkendum, foreldrum og hverfinu öllu í þessum aðstæðum sem og öðrum. Víkingur vonar að málsaðilar finni eins farsæla lausn og mögulegt er í þessum krefjandi aðstæðum,“ segja Björn Einarsson formaður Víkings og Haraldur Haraldsson framkvæmdarstjóri Víkings. Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla?“ Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla? Að þessu spyr foreldri tveggja barna í skólanum sig í harðyrtri færslu á Facebook þar sem hún gagnrýnir framferði Reykjavíkurborgar í málinu, sem hún segir hafa logið, svikið og verið með hortugheit. 18. ágúst 2021 23:16 Foreldrar segja ótækt að nemendur Fossvogsskóla verði ekki í sínu hverfi næsta skólaár Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík (SAMFOK) segja það að aka nemendum Fossvogsskóla í Korpuskóla í Grafarvogi á hverjum degi ekki vera lausn til lengdar. Það hafi verið hugsað sem skammtímalausn og sé „algjörlega óásættanlegt“ sem lausn fyrir næsta eða næstu skólaár. Samtökin krefjast þess að verkfræðistofan Efla leiði verkefnið að finna úrbætur. 1. júní 2021 17:50 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Sjá meira
Meðlimir skólaráðs fengu fundarboðið sent í dag en þar er ekki tiltekið hvað verður nákvæmlega rætt á fundinum eða hvort borgin muni þar leggja til einhverjar lausnir á vandanum. Einhverjir foreldrar hafa hótað að senda börn sín ekki í skólann í Víkingsheimilinu verði af þeim áformum borgarinnar. Í samtali við Vísi í dag sagði Karl Þráinsson, formaður foreldrafélagsins, að staðan væri óboðleg. Reykjavíkurborg hafi lengi vitað að áform hennar um að bjóða upp á kennslu í færanlegum kennslustofum á lóðinni fyrir yngsta stigið gengju ekki upp í byrjun skólaársins, þar sem bygging grenndarkynningu þeirra lýkur ekki fyrr en næsta miðvikudag. Skólinn hefst á mánudag. Ekkert samráð hafi verið við foreldra fyrr en í síðustu viku þegar þeir voru látnir vita af áformunum um að kennsla yrði haldin í Víkinni. Þeim var síðan tilkynnt í gærkvöldi í hvaða rými byggingarinnar kennslan færi fram. Rýmin sem skólinn fær þar er annar svegar gangur á tengibyggingunni, sem gengur jafnan undir nafninu klósettgangurinn meðal krakkanna en þar eru salerni byggingarinnar staðsett, og samkomusalur stuðningsmannafélags Víkings, Berserkjasalurinn. Foreldrum finnst þetta óboðlegt rými til að halda kennslu í. Víkingar ósáttir við neikvæða umræðu Formaður og framkvæmdastjóri Víkings harma að félagið sé dregið inn í neikvæða umræðu um húsnæðisvandann í Fossvoginum. Félagið hafi þrátt fyrir þröngan húsakost og erfiðar sóttvarnaraðstæður boðið húsnæði sitt og lausnir fyrir skólastarfið. „Víkingur tekur ekki afstöðu í málinu en harmar að félagið hafi verið dregið inn í umræðuna í fjölmiðlum á neikvæðan máta og í neikvæðri myndaframsetningu sem dregur ekki rétta mynd af aðstæðum,“ segir í yfirlýsingunni. Myndin sem foreldri barns í Fossvogsskóla birti af tengigangi í Víkingi þar sem til stendur að hluti nemenda í Fossvogsskóla nemi næstu vikur.G. Svana Bjarnadóttir Víkingur sem öflugt og metaðarfullt hverfafélag hafi tekið mikið frumkvæði í málinu gagnvart Reykjavíkurborg og Fossvogsskóla með því að bjóða hluta af húsnæði félagsins í Víkinni undir kennslu og hjálpa þannig til við að leysa þær krefjandi aðstæður sem eru til staðar. „Víkingur bauð fram lausnir fram í miðjan september með húsnæði sitt og skólayfirvöld í Reykjavík töldu vera góða lausn í þennan stutta tíma. Með þessum hætti myndu börnin ná að vera í sínu umhverfi í Fossvogsdalnum.“ Björn Einarsson er formaður Víkings.Vísir Þær lausnir sem settar hafi verið fram með afnot af Víkinni muni setja aukna og mikla pressu á félagið og starf þess í þennan tíma. „Húsnæði Víkings er þegar fullnýtt undir íþróttastarf félagsins í öllum aldurshópum og auk þess setja hinar erfiðar aðstæður í þjóðfélaginu á tímum faraldursins mikla pressu á á Víking líkt og önnur íþróttafélög í landinu.“ Karlalið Víkings í knattspyrnu hefur farið mikinn í sumar. Vísir/Bára Dröfn Þrátt fyrir þröngan húsakost og erfiðar sóttvarnaraðstæður þá hafi Víkingur boðið húsnæði sitt og lausnir fyrir skólastarfið enda þekkir Víkingur sitt mikilvæga samfélagslega hlutverk og ábyrgð í hverfinu sínu. „Þannig stendur félagið þétt við bakið á sínum iðkendum, foreldrum og hverfinu öllu í þessum aðstæðum sem og öðrum. Víkingur vonar að málsaðilar finni eins farsæla lausn og mögulegt er í þessum krefjandi aðstæðum,“ segja Björn Einarsson formaður Víkings og Haraldur Haraldsson framkvæmdarstjóri Víkings.
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla?“ Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla? Að þessu spyr foreldri tveggja barna í skólanum sig í harðyrtri færslu á Facebook þar sem hún gagnrýnir framferði Reykjavíkurborgar í málinu, sem hún segir hafa logið, svikið og verið með hortugheit. 18. ágúst 2021 23:16 Foreldrar segja ótækt að nemendur Fossvogsskóla verði ekki í sínu hverfi næsta skólaár Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík (SAMFOK) segja það að aka nemendum Fossvogsskóla í Korpuskóla í Grafarvogi á hverjum degi ekki vera lausn til lengdar. Það hafi verið hugsað sem skammtímalausn og sé „algjörlega óásættanlegt“ sem lausn fyrir næsta eða næstu skólaár. Samtökin krefjast þess að verkfræðistofan Efla leiði verkefnið að finna úrbætur. 1. júní 2021 17:50 Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent Fleiri fréttir Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Sjá meira
„Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla?“ Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla? Að þessu spyr foreldri tveggja barna í skólanum sig í harðyrtri færslu á Facebook þar sem hún gagnrýnir framferði Reykjavíkurborgar í málinu, sem hún segir hafa logið, svikið og verið með hortugheit. 18. ágúst 2021 23:16
Foreldrar segja ótækt að nemendur Fossvogsskóla verði ekki í sínu hverfi næsta skólaár Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík (SAMFOK) segja það að aka nemendum Fossvogsskóla í Korpuskóla í Grafarvogi á hverjum degi ekki vera lausn til lengdar. Það hafi verið hugsað sem skammtímalausn og sé „algjörlega óásættanlegt“ sem lausn fyrir næsta eða næstu skólaár. Samtökin krefjast þess að verkfræðistofan Efla leiði verkefnið að finna úrbætur. 1. júní 2021 17:50