Foreldrar Fossvogsskólabarna harðorðir: „Mál er að linni“ Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2021 09:33 Vísir/Vilhelm „Umrætt húsnæði er fullkomlega óboðlegt sem kennsluhúsnæði og lýsir valið á húsnæðinu dómgreindarleysi skólayfirvalda á þörfum barna og starfsfólks í námi og starfi. Mál er að linni.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Foreldrafélagi Fossvogsskóla þar sem „neyðarástand í húsnæðismálum 2. til 4. bekkjar i Fossvogsskóla“ er til umræðu. Umræddir árgangar munu að óbreyttu tímabundið stunda nám í húsnæði íþróttafélagsins Víkings í Fossvogi, vegna myglunnar í Fossvogsskóla. Nokkuð sem foreldrum líst ekki á. Mygluskemmdir hafa haft áhrif á skólastarfið í Fossvogsskóla síðustu ár. Rakaskemmdir eru enn til staðar í hluta bygginga skólans og þá fannst asbest í gluggakistum í byggingunum Vesturlandi og Meginlandi. Úr Víkingsheimilinu í Fossvogi.G. SVANA BJARNADOTTIR Dómgreindarleysi og „fullkomlega óboðlegt“ Í yfirlýsingu Foreldrafélagsins segir að skólayfirvöld í Reykjavík hafa ákveðið að hola minnst 120 börnum í kjallara og anddyri íþróttahúss Víkings. Sé húsnæðið fullkomlega óboðlegt sem kennsluhúsnæði og lýsi valið dómgreindarleysi skólayfirvalda. „Við skorum á borgaryfirvöld að bregðast við og finna án tafar viðeigandi og heilsusamlegt húsnæði fyrir þessi 7, 8 og 9 ára gömlu börn og kennara þeirra. Ekki má fórna einum einasta skóladegi fyrir vandræðagang og vanhöld borgaryfirvalda í málinu.“ Foreldrafélagið lýsir ennfremur furðu sinni á seinagangi yfirvalda og úrræðaleysi þessa stærsta sveitarfélags landsins, þegar ljóst hafi verið fyrir mánuði síðan að færanlegar kennslustofur yrðu ekki tilbúnar í tæka tíð. Borgaryfirvöld að misbjóða umbjóðendum sínum Þá segir að börn og starfsfólk Fossvogsskóla hafi verið á vergangi meira og minna í tæp þrjú ár og stærstan hluta þess tíma vegna aðgerðarleysis borgaryfirvalda. „Starfsfólk og foreldrar hafa sýnt vanmætti yfirvalda langlundargeð, langt umfram það sem til má ætlast. Enn höggva borgaryfirvöld í sama knérunn og misbjóða umbjóðendum sínum. Kennarar og starfsfólk sem leitað hafa til okkar eru uppgefin og raunveruleg hætta er á að fleiri reynslumiklir starfsmenn yfirgefi skólann en gerðu síðastliðið vor. Foreldrar vilja stöðugleika og námsfrið fyrir börnin og sumir hverjir eru að leita hófanna í öðrum skólum af þeim sökum. Jafnframt lýsir stjórn vonbrigðum með samskiptaleysi við foreldra og starfsfólk. Líkt og lög kveða á um starfar skólaráð við Fossvogsskóla og í því eiga foreldrar og starfsfólk fulltrúa. Lögboðið hlutverk skólaráðs felst m.a. í að vera umsagnaraðili um meiriháttar breytingar á skólastarfi og vaka yfir heilsu og vellíðan nemenda í hvívetna. Skólaráð hefur ekki verið virkjað á neinum tímapunkti í aðdraganda skólabyrjunar, þrátt fyrir augljósa þörf. Fulltrúar foreldra og starfsfólks frétta af málefnum skólans í gegnum fjölmiðla og klórþvegnar fréttatilkynningar skólayfirvalda og upplýsingafulltrúa borgarinnar. Samstarf við skólasamfélagið er hverfandi nú líkt og oft áður, þrátt fyrir loforð um bót og betrun úr ræðustóli borgarstjórnar,“ segir í yfirlýsingunni. Skólastarf á tveimur stöðum Skólastarf Fossvogsskóla mun fara fram á tveimur stöðum í vetur; annars vegar í Fossvogi í færanlegum kennslustofum og í byggingunni Útgarði og hins vegar í Korpuskóla. Bráðabirgðaskúr sem átti að taka á móti yngsta skólastiginu í Fossvogi er þó ekki tilbúinn og því munu krakkarnir í 1. til 4. bekk fá kennslu í Víkinni, félagsheimili Víkings, þangað til. Krakkarnir fá því tvö rými á neðri hæð Víkinnar; annars vegar tengibygginguna, sem eitt foreldri lýsti í gær sem „skítugum og mjög óvistlegum klósettgangi“ og má sjá á myndinni hér ofar í fréttinni og hins vegar Berserkjasalinn svokallaða. Börn í 2. og 3. bekk eiga að vera í tengibyggingunni, eða klósettganginum, en þau eru um 90 talsins. Um er að ræða gang þar sem stuðningsmenn kaupa miða og veitingar á íþróttaleikjum en af ganginum ganga þeir inn í salernisaðstöðuna. Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Víkingur Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Tengdar fréttir „Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla?“ Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla? Að þessu spyr foreldri tveggja barna í skólanum sig í harðyrtri færslu á Facebook þar sem hún gagnrýnir framferði Reykjavíkurborgar í málinu, sem hún segir hafa logið, svikið og verið með hortugheit. 18. ágúst 2021 23:16 Byggja einingahús við Fossvogsskóla fyrir kennslu í vetur Hluti nemenda í Fossvogsskóla mun áfram sækja nám í Korpuskóla í Grafarvogi í haust á meðan verið er að vinna bug á myglu í húsnæði skólans í Fossvogi. Skólarnir tveir voru sameinaðir í vor og verður fyrirkomulagið áfram þannig, að minnsta kosti að hluta. 9. ágúst 2021 14:03 Skólastarf verður í Fossvogi í vetur Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að kennsla fyrir fyrsta til fjórða bekk Fossvogsskóla muni fara fram í Fossvogi næsta skólavetur. Á sama tíma munu börn í fimmta til sjötta bekk stunda nám í Korpuskóla. 22. júlí 2021 16:35 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Umræddir árgangar munu að óbreyttu tímabundið stunda nám í húsnæði íþróttafélagsins Víkings í Fossvogi, vegna myglunnar í Fossvogsskóla. Nokkuð sem foreldrum líst ekki á. Mygluskemmdir hafa haft áhrif á skólastarfið í Fossvogsskóla síðustu ár. Rakaskemmdir eru enn til staðar í hluta bygginga skólans og þá fannst asbest í gluggakistum í byggingunum Vesturlandi og Meginlandi. Úr Víkingsheimilinu í Fossvogi.G. SVANA BJARNADOTTIR Dómgreindarleysi og „fullkomlega óboðlegt“ Í yfirlýsingu Foreldrafélagsins segir að skólayfirvöld í Reykjavík hafa ákveðið að hola minnst 120 börnum í kjallara og anddyri íþróttahúss Víkings. Sé húsnæðið fullkomlega óboðlegt sem kennsluhúsnæði og lýsi valið dómgreindarleysi skólayfirvalda. „Við skorum á borgaryfirvöld að bregðast við og finna án tafar viðeigandi og heilsusamlegt húsnæði fyrir þessi 7, 8 og 9 ára gömlu börn og kennara þeirra. Ekki má fórna einum einasta skóladegi fyrir vandræðagang og vanhöld borgaryfirvalda í málinu.“ Foreldrafélagið lýsir ennfremur furðu sinni á seinagangi yfirvalda og úrræðaleysi þessa stærsta sveitarfélags landsins, þegar ljóst hafi verið fyrir mánuði síðan að færanlegar kennslustofur yrðu ekki tilbúnar í tæka tíð. Borgaryfirvöld að misbjóða umbjóðendum sínum Þá segir að börn og starfsfólk Fossvogsskóla hafi verið á vergangi meira og minna í tæp þrjú ár og stærstan hluta þess tíma vegna aðgerðarleysis borgaryfirvalda. „Starfsfólk og foreldrar hafa sýnt vanmætti yfirvalda langlundargeð, langt umfram það sem til má ætlast. Enn höggva borgaryfirvöld í sama knérunn og misbjóða umbjóðendum sínum. Kennarar og starfsfólk sem leitað hafa til okkar eru uppgefin og raunveruleg hætta er á að fleiri reynslumiklir starfsmenn yfirgefi skólann en gerðu síðastliðið vor. Foreldrar vilja stöðugleika og námsfrið fyrir börnin og sumir hverjir eru að leita hófanna í öðrum skólum af þeim sökum. Jafnframt lýsir stjórn vonbrigðum með samskiptaleysi við foreldra og starfsfólk. Líkt og lög kveða á um starfar skólaráð við Fossvogsskóla og í því eiga foreldrar og starfsfólk fulltrúa. Lögboðið hlutverk skólaráðs felst m.a. í að vera umsagnaraðili um meiriháttar breytingar á skólastarfi og vaka yfir heilsu og vellíðan nemenda í hvívetna. Skólaráð hefur ekki verið virkjað á neinum tímapunkti í aðdraganda skólabyrjunar, þrátt fyrir augljósa þörf. Fulltrúar foreldra og starfsfólks frétta af málefnum skólans í gegnum fjölmiðla og klórþvegnar fréttatilkynningar skólayfirvalda og upplýsingafulltrúa borgarinnar. Samstarf við skólasamfélagið er hverfandi nú líkt og oft áður, þrátt fyrir loforð um bót og betrun úr ræðustóli borgarstjórnar,“ segir í yfirlýsingunni. Skólastarf á tveimur stöðum Skólastarf Fossvogsskóla mun fara fram á tveimur stöðum í vetur; annars vegar í Fossvogi í færanlegum kennslustofum og í byggingunni Útgarði og hins vegar í Korpuskóla. Bráðabirgðaskúr sem átti að taka á móti yngsta skólastiginu í Fossvogi er þó ekki tilbúinn og því munu krakkarnir í 1. til 4. bekk fá kennslu í Víkinni, félagsheimili Víkings, þangað til. Krakkarnir fá því tvö rými á neðri hæð Víkinnar; annars vegar tengibygginguna, sem eitt foreldri lýsti í gær sem „skítugum og mjög óvistlegum klósettgangi“ og má sjá á myndinni hér ofar í fréttinni og hins vegar Berserkjasalinn svokallaða. Börn í 2. og 3. bekk eiga að vera í tengibyggingunni, eða klósettganginum, en þau eru um 90 talsins. Um er að ræða gang þar sem stuðningsmenn kaupa miða og veitingar á íþróttaleikjum en af ganginum ganga þeir inn í salernisaðstöðuna.
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Víkingur Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Tengdar fréttir „Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla?“ Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla? Að þessu spyr foreldri tveggja barna í skólanum sig í harðyrtri færslu á Facebook þar sem hún gagnrýnir framferði Reykjavíkurborgar í málinu, sem hún segir hafa logið, svikið og verið með hortugheit. 18. ágúst 2021 23:16 Byggja einingahús við Fossvogsskóla fyrir kennslu í vetur Hluti nemenda í Fossvogsskóla mun áfram sækja nám í Korpuskóla í Grafarvogi í haust á meðan verið er að vinna bug á myglu í húsnæði skólans í Fossvogi. Skólarnir tveir voru sameinaðir í vor og verður fyrirkomulagið áfram þannig, að minnsta kosti að hluta. 9. ágúst 2021 14:03 Skólastarf verður í Fossvogi í vetur Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að kennsla fyrir fyrsta til fjórða bekk Fossvogsskóla muni fara fram í Fossvogi næsta skólavetur. Á sama tíma munu börn í fimmta til sjötta bekk stunda nám í Korpuskóla. 22. júlí 2021 16:35 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
„Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla?“ Er öllum sama um börnin og kennarana í Fossvogsskóla? Að þessu spyr foreldri tveggja barna í skólanum sig í harðyrtri færslu á Facebook þar sem hún gagnrýnir framferði Reykjavíkurborgar í málinu, sem hún segir hafa logið, svikið og verið með hortugheit. 18. ágúst 2021 23:16
Byggja einingahús við Fossvogsskóla fyrir kennslu í vetur Hluti nemenda í Fossvogsskóla mun áfram sækja nám í Korpuskóla í Grafarvogi í haust á meðan verið er að vinna bug á myglu í húsnæði skólans í Fossvogi. Skólarnir tveir voru sameinaðir í vor og verður fyrirkomulagið áfram þannig, að minnsta kosti að hluta. 9. ágúst 2021 14:03
Skólastarf verður í Fossvogi í vetur Reykjavíkurborg gerir ráð fyrir að kennsla fyrir fyrsta til fjórða bekk Fossvogsskóla muni fara fram í Fossvogi næsta skólavetur. Á sama tíma munu börn í fimmta til sjötta bekk stunda nám í Korpuskóla. 22. júlí 2021 16:35