Segir tíma sinn hjá Esbjerg lyginni líkastan og að þjálfarateymið hafi ekki gert neitt rangt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2021 17:00 Robin Adriaenssen, fyrrum styrktarþjálfari Esbjerg, er ekki sáttur með leikmenn liðsins. HLN.BE Fyrrum styrktarþjálfari Íslendingaliðs Esbjerg segir tíma sinn hjá félaginu vera lyginni líkastan. Hann telur leikmenn hafa snúist gegn Peter Hyballa, þáverandi þjálfara, vegna eigin hagsmuna og ekkert til í ásökunum þeirra. Peter Hyballa og starfslið hans hjá danska B-deildarliðinu Esbjerg sagði upp störfum á dögunum þar sem þeir Ísak Óli Ólafsson og Andri Rúnar Bjarnason leika. Þjóðverjinn Hyballa entist aðeins í starfi í sjö vikur en hann tók við liðinu í sumar eftir að Ólafur Kristjánsson var látinn fara undir lok síðasta tímabils. Starfshættir Hyballa voru mikið í umræðunni þann stutta tíma sem hann var í starfi en honum var einfaldlega líkt við harðstjóra. Robin Adriaenssen, 30 ára gamall Belgi, var styrktarþjálfari Esbjerg meðan Hyballa þjálfarið liðið. Robin var í viðtali í heimalandinu en danski miðillinn Bold.dk tók saman hvað fór þar fram. Þar tjáði styrktarþjálfarinn sig meðal annars um hvað gerðist bakvið tjöldin á þessum sjö vikna kafla þar sem allt fór í háaloft.. Hann telur að leikmenn hafi snúist gegn þjálfaranum sökum eigin hagsmuna. „Það sem ég upplifði í Esbjerg er lyginni líkast. Eftir tvær vikur gáfust sumir leikmenn upp á aðferðum Hyballa og fóru einfaldlega til Leikmannasamtaka Danmerkur. Ásakanirnar voru ekki fyndnar á neinn hátt. Þær náðu frá andlegum og líkamlegum refsingum yfir í myndatökur af efri helming líkama leikmanna,“ sagði Robin í viðtalinu. Eitthvað sem hann þvertekur fyrir. Hyballa-assistent: EfB-tid overgår al fantasi https://t.co/LJlbpb6GWa— bold.dk (@bolddk) August 19, 2021 Adriaenssen hrósar Þjóðverjanum í viðtalinu og lýsir honum sem „metnaðargjörnum þjálfara með mikinn drifkraft.“ Hann spyr svo hvort það sé líkamlegt ofbeldi að láta leikmenn taka 20 armbeygjur eða andlegt ofbeldi að blása í flautu. „Það voru tveir leikmenn sem kvörtuðu til Leikmannasamtakanna. Seinna meir kom í ljós að það var út af fjárhagslegum hagsmunum þeirra frekar en eitthvað annað. Allt í einu voru leikmenn – þeir dönsku sérstaklega – á móti þjálfaranum. Að mínu mati var það rangt og ég vildi tala við leikmennina, það var ómögulegt. Ég vildi einnig ræða við Leikmannasamtökin en þau höfðu engan áhuga á því.“ Eðlilegt að taka myndir af leikmönnum „Hugmyndin var að sýna muninn á líkömum þeirra eftir nokkrar vikur af æfingum undir okkar stjórn. Allt í einu birtist svo í dönskum fjölmiðlum að við höfum verið taka myndir af leikmönnum. Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt.“ „Sumir leikmenn birta sjálfir svona myndir af sér og topplið í Belgíu sýna jafnvel myndir af leikmönnum berum að ofan á samfélagsmiðlum sínum. Við héldum myndunum fyrir okkur með það eina markmið að fylgjast með þróun leikmanna.“ Yesterday I had my first day at the new office! Let s get to work @EsbjergfB #matchday #esbjerghorsens pic.twitter.com/EqNWkx7Cun— Rafael van der Vaart (@rafvdvaart) August 13, 2021 Robin Adriaenssen segir einnig að ráðning Rafael van der Vaart, fyrrverandi landsliðsmanns Hollands, hafi komið of seint þar sem skaðinn var skeður. Að lokum staðfestir styrktarþjálfarinn að hann og fjölskylda sín hefðu fengið haturspóst og hótanir – líkt og Hyballa - frá stuðningsfólki Esbjerg. Esbjerg er sem stendur í 11. sæti dönsku B-deildarinnar með 2 stig að loknum 5 leikjum. Alls eru 12 lið í deildinni. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Sjá meira
Peter Hyballa og starfslið hans hjá danska B-deildarliðinu Esbjerg sagði upp störfum á dögunum þar sem þeir Ísak Óli Ólafsson og Andri Rúnar Bjarnason leika. Þjóðverjinn Hyballa entist aðeins í starfi í sjö vikur en hann tók við liðinu í sumar eftir að Ólafur Kristjánsson var látinn fara undir lok síðasta tímabils. Starfshættir Hyballa voru mikið í umræðunni þann stutta tíma sem hann var í starfi en honum var einfaldlega líkt við harðstjóra. Robin Adriaenssen, 30 ára gamall Belgi, var styrktarþjálfari Esbjerg meðan Hyballa þjálfarið liðið. Robin var í viðtali í heimalandinu en danski miðillinn Bold.dk tók saman hvað fór þar fram. Þar tjáði styrktarþjálfarinn sig meðal annars um hvað gerðist bakvið tjöldin á þessum sjö vikna kafla þar sem allt fór í háaloft.. Hann telur að leikmenn hafi snúist gegn þjálfaranum sökum eigin hagsmuna. „Það sem ég upplifði í Esbjerg er lyginni líkast. Eftir tvær vikur gáfust sumir leikmenn upp á aðferðum Hyballa og fóru einfaldlega til Leikmannasamtaka Danmerkur. Ásakanirnar voru ekki fyndnar á neinn hátt. Þær náðu frá andlegum og líkamlegum refsingum yfir í myndatökur af efri helming líkama leikmanna,“ sagði Robin í viðtalinu. Eitthvað sem hann þvertekur fyrir. Hyballa-assistent: EfB-tid overgår al fantasi https://t.co/LJlbpb6GWa— bold.dk (@bolddk) August 19, 2021 Adriaenssen hrósar Þjóðverjanum í viðtalinu og lýsir honum sem „metnaðargjörnum þjálfara með mikinn drifkraft.“ Hann spyr svo hvort það sé líkamlegt ofbeldi að láta leikmenn taka 20 armbeygjur eða andlegt ofbeldi að blása í flautu. „Það voru tveir leikmenn sem kvörtuðu til Leikmannasamtakanna. Seinna meir kom í ljós að það var út af fjárhagslegum hagsmunum þeirra frekar en eitthvað annað. Allt í einu voru leikmenn – þeir dönsku sérstaklega – á móti þjálfaranum. Að mínu mati var það rangt og ég vildi tala við leikmennina, það var ómögulegt. Ég vildi einnig ræða við Leikmannasamtökin en þau höfðu engan áhuga á því.“ Eðlilegt að taka myndir af leikmönnum „Hugmyndin var að sýna muninn á líkömum þeirra eftir nokkrar vikur af æfingum undir okkar stjórn. Allt í einu birtist svo í dönskum fjölmiðlum að við höfum verið taka myndir af leikmönnum. Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt.“ „Sumir leikmenn birta sjálfir svona myndir af sér og topplið í Belgíu sýna jafnvel myndir af leikmönnum berum að ofan á samfélagsmiðlum sínum. Við héldum myndunum fyrir okkur með það eina markmið að fylgjast með þróun leikmanna.“ Yesterday I had my first day at the new office! Let s get to work @EsbjergfB #matchday #esbjerghorsens pic.twitter.com/EqNWkx7Cun— Rafael van der Vaart (@rafvdvaart) August 13, 2021 Robin Adriaenssen segir einnig að ráðning Rafael van der Vaart, fyrrverandi landsliðsmanns Hollands, hafi komið of seint þar sem skaðinn var skeður. Að lokum staðfestir styrktarþjálfarinn að hann og fjölskylda sín hefðu fengið haturspóst og hótanir – líkt og Hyballa - frá stuðningsfólki Esbjerg. Esbjerg er sem stendur í 11. sæti dönsku B-deildarinnar með 2 stig að loknum 5 leikjum. Alls eru 12 lið í deildinni.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Fleiri fréttir Marseille - Liverpool | Salah er í byrjunarliðinu Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Sjá meira