Lewandowski vill nýja áskorun og ætlar að yfirgefa Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2021 08:14 Robert Lewandowski vill fara frá Bayern. EPA-EFE/LUKAS BARTH-TUTTAS Framherjinn Robert Lewandowski hefur gefið það út að hann sé í leit að nýrri áskorun og vilji því yfirgefa herbúðir Þýskalandsmeistara Bayern München. Þýska félagið er talið vilja fá rúmlega 100 milljónir punda fyrir þennan magnaða leikmann. Sky Sports greindi frá þeim óvæntu tíðindum nú í morgun að Lewandowski, sem fagnar 33 ára afmæli sínu um helgina, sé í leit að nýrri áskorun og stefni á að spila fyrir annað stórlið innan Evrópu áður en hann verður 35 ára. Samkvæmt heimildum Sky er ekki talið líklegt að hann fari í verkfall til að þvinga fram sölu þar sem Lewandowski hefur alltaf átt mjög góð samskipti við forráðamenn félagsins. Lewandowski gekk í raðir Bæjara árið 2014 eftir farsæl fjögur ár hjá Borussia Dortmund. Hjá Bayern hefur hann endanlega staðfest að hann er einn albesti framherji heims. Alls skoraði Lewandowski 56 mörk fyrir Bayern og pólska landsliðið á síðasta tímabili. Í kjölfarið var hann valinn leikmaður ársins hjá bæði FIFA og UEFA. Nú þegar hefur Pólverjinn skorað þrjú mörk í tveimur leikjum fyrir Bæjara á leiktiðinni, þar á meðal í sigrinum á Dortmund í Ofurbikar Þýskalands fyrr í þessari viku. Lewandowski skorar ekki aðeins mikið af mörkum heldur vinnur hann líka titla. Hann hefur alls orðið þýskur meistari 9 sinnum, þýskur bikarmeistari 4 sinnum ásamt því að vinna þýska ofurbikarinn 6 sinnum. Þá hefur hann unnið Meistaradeild Evrópu, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða einu sinni hvert. Bæjarar hafa sett 100 milljón punda verðmiða á framherjann til þess að halda honum fram til sumarsins 2023 þegar samningur hans rennur út. Reikna má með að nokkur félög muni athuga hvort verðmiðinn hafi lækkað næsta sumar. : Robert Lewandowski wants a new challenge away from Bayern Munich but the club has valued him at more than £100m.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 19, 2021 Pep Guardiola, núverandi þjálfari Manchester City, þjálfaði Lewandowski á sínum tíma hjá Bayern og lýsti honum sem „mesta atvinnumanni sem ég hef hitt.“ Stóra spurningin er hvort Pep reyni nú að sannfæra Lewandowski um að prófa ensku úrvalsdeildina og hvort hann geti sýnt snilli sína á köldu þriðjudagskvöldi í norðurhluta Englands. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Sjá meira
Sky Sports greindi frá þeim óvæntu tíðindum nú í morgun að Lewandowski, sem fagnar 33 ára afmæli sínu um helgina, sé í leit að nýrri áskorun og stefni á að spila fyrir annað stórlið innan Evrópu áður en hann verður 35 ára. Samkvæmt heimildum Sky er ekki talið líklegt að hann fari í verkfall til að þvinga fram sölu þar sem Lewandowski hefur alltaf átt mjög góð samskipti við forráðamenn félagsins. Lewandowski gekk í raðir Bæjara árið 2014 eftir farsæl fjögur ár hjá Borussia Dortmund. Hjá Bayern hefur hann endanlega staðfest að hann er einn albesti framherji heims. Alls skoraði Lewandowski 56 mörk fyrir Bayern og pólska landsliðið á síðasta tímabili. Í kjölfarið var hann valinn leikmaður ársins hjá bæði FIFA og UEFA. Nú þegar hefur Pólverjinn skorað þrjú mörk í tveimur leikjum fyrir Bæjara á leiktiðinni, þar á meðal í sigrinum á Dortmund í Ofurbikar Þýskalands fyrr í þessari viku. Lewandowski skorar ekki aðeins mikið af mörkum heldur vinnur hann líka titla. Hann hefur alls orðið þýskur meistari 9 sinnum, þýskur bikarmeistari 4 sinnum ásamt því að vinna þýska ofurbikarinn 6 sinnum. Þá hefur hann unnið Meistaradeild Evrópu, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða einu sinni hvert. Bæjarar hafa sett 100 milljón punda verðmiða á framherjann til þess að halda honum fram til sumarsins 2023 þegar samningur hans rennur út. Reikna má með að nokkur félög muni athuga hvort verðmiðinn hafi lækkað næsta sumar. : Robert Lewandowski wants a new challenge away from Bayern Munich but the club has valued him at more than £100m.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 19, 2021 Pep Guardiola, núverandi þjálfari Manchester City, þjálfaði Lewandowski á sínum tíma hjá Bayern og lýsti honum sem „mesta atvinnumanni sem ég hef hitt.“ Stóra spurningin er hvort Pep reyni nú að sannfæra Lewandowski um að prófa ensku úrvalsdeildina og hvort hann geti sýnt snilli sína á köldu þriðjudagskvöldi í norðurhluta Englands.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Sjá meira