Arsenal að ganga frá kaupum á Ramsdale Valur Páll Eiríksson skrifar 18. ágúst 2021 22:30 Ramsdale hefur staðið sig vel síðustu tvö tímabil í úrvalsdeildinni en fallið í bæði skipti. Fyrst með Bournemouth og svo með Sheffield United í vor. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal er við það að ganga frá kaupum á markverðinum Aaron Ramsdale frá Sheffield United. Kaupverðið er talið nema 24 milljónum punda sem geti hækkað í 30 milljónir. Ramsdale var valinn leikmaður tímabilsins hjá Sheffield United er liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í fyrra. Hann hafði árið áður varið mark Bournemouth, sem einnig féll, tímabilið 2019-20. Arsenal hefur verið á höttunum eftir Ramsdale í allt sumar en viðræður milli félaganna virtust hafa runnið út í sandinn þar sem Sheffield vildi og háa fjárhæð fyrir kappann. Samkomulag virðist hins vegar nú vera í höfn ef marka má David Ornstein, blaðamann The Athletic. Ramsdale mun skrifa undir fjögurra ára samning með möguleika á árs framlengingu. NEWS | Arsenal on verge of finalising agreement worth initial £24m for Aaron RamsdaleThe four-year contract, with an option of a fifth year, is subject to agreeing personal terms and a medical...More from @David_Ornstein & @gunnerbloghttps://t.co/6KWuwurEBl— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 18, 2021 Ramsdale mun veita Bernd Leno samkeppni um markvarðarstöðuna hjá Arsenal en sá síðarnefndi hefur sætt gagnrýni síðustu misseri. Rúnar Alex Rúnarsson mun eflaust falla aftar í goggunarröðina við skiptin en hann hefur verið orðaður við brottför frá enska liðinu. Arsenal er einnig nálægt því að ganga frá kaupum á Norðmanninum Martin Ödegaard frá Real Madrid en sá var á láni í Lundúnum á síðustu leiktíð. 2-0 tap fyrir Brentford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina virðist hafa hvatt stjórnarmenn hjá félaginu til að spíta í lófana á markaðnum en fyrsti heimaleikur liðsins á leiktíðinni er um helgina þar sem meistaraefni Chelsea koma í heimsókn í Lundúnaslag á Emirates-leikvangnum. Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Ramsdale var valinn leikmaður tímabilsins hjá Sheffield United er liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í fyrra. Hann hafði árið áður varið mark Bournemouth, sem einnig féll, tímabilið 2019-20. Arsenal hefur verið á höttunum eftir Ramsdale í allt sumar en viðræður milli félaganna virtust hafa runnið út í sandinn þar sem Sheffield vildi og háa fjárhæð fyrir kappann. Samkomulag virðist hins vegar nú vera í höfn ef marka má David Ornstein, blaðamann The Athletic. Ramsdale mun skrifa undir fjögurra ára samning með möguleika á árs framlengingu. NEWS | Arsenal on verge of finalising agreement worth initial £24m for Aaron RamsdaleThe four-year contract, with an option of a fifth year, is subject to agreeing personal terms and a medical...More from @David_Ornstein & @gunnerbloghttps://t.co/6KWuwurEBl— The Athletic UK (@TheAthleticUK) August 18, 2021 Ramsdale mun veita Bernd Leno samkeppni um markvarðarstöðuna hjá Arsenal en sá síðarnefndi hefur sætt gagnrýni síðustu misseri. Rúnar Alex Rúnarsson mun eflaust falla aftar í goggunarröðina við skiptin en hann hefur verið orðaður við brottför frá enska liðinu. Arsenal er einnig nálægt því að ganga frá kaupum á Norðmanninum Martin Ödegaard frá Real Madrid en sá var á láni í Lundúnum á síðustu leiktíð. 2-0 tap fyrir Brentford í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina virðist hafa hvatt stjórnarmenn hjá félaginu til að spíta í lófana á markaðnum en fyrsti heimaleikur liðsins á leiktíðinni er um helgina þar sem meistaraefni Chelsea koma í heimsókn í Lundúnaslag á Emirates-leikvangnum.
Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira