Vonsvikinn og leitar svara um móttöku afgansks flóttafólks Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 18:31 Sayed Khanoghli hefur búið hér á landi í tæp þrjú ár en fjölskylda hans er nú stödd í Afganistan. Vísir/Egill Afgani sem er búsettur hér á landi tekur lítið mark á yfirlýsingum Talibana um betrun. Hann kallar eftir að íslensk stjórnvöld marki skýra stefnu í móttöku flóttafólks og segist alls staðar hafa komið að lokuðum dyrum hjá íslenskum stjórnvöldum. Sayed Khanoghli hefur búið hér á Íslandi í tæp þrjú ár. Heimaborg hans féll fyrir Talibönum fyrir þremur dögum síðan og hefur hann ekki talað við fjölskyldu sína nema einu sinni síðan þá þar sem internetsambandið var tekið af í borginni. „Núna hef ég sagt fjölskyldunni að bíða átekta. Í þrjá daga hefur hún lokað sig inni. Dyrnar eru læstar, þau fara ekki út allir eru inni í húsinu,“ segir Sayed. Talibanar hafa lofað öllu fögru og meðal annars sagt að mannréttindi kvenna og stúlkna verði ekki fótum troðin eins og á stjórnartíð þeirra á tíunda áratugnum. „Í öllum borgum þar sem þeir hafa náð völdum hafa þeir sagt fólki að setja flagg á hús sín til merkis um að þar væri stúlka hæf til giftingar svo þeir geti gift þær stríðsmönnum sínum,“ segir Sayed. „Ef fáninn væri ekki settur upp sögðust þeir koma, drepa manninn, nauðga konunum og taka eigur þeirra úr húsinu.“ Hann segist hafa reynt að ná sambandi við íslensk stjórnvöld til að ræða stöðuna en ekki hafa fengið nein svör. „Ég hef reynt að ná sambandi við utanríkisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið, ég hef reynt að ná í Áslaugu Örnu, Katrínu Jakobsdóttur, Ásmund Einar. Enginn svarar mér,“ segir Sayed. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann bíði tillögu flóttamannanefndar um móttöku afganskra flóttamanna. Hann vilji taka á móti afgönum hér á landi. „Ég hefði ekki beðið flóttamannanefnd um að koma saman nema vegna þess að við viljum skoða hvað er hægt að gera, og með hvaða hætti. Við værum ekki að kalla nefndina saman að tilgangslausu,“ sagði Ásmundur Einar í dag. Ertu vonsvikinn? „Auðvitað er ég það. Íslenskir stjórnmálamenn valda mér svo miklum vonbrigðum því við búum í öruggasta landi í heimi en fólkið þarna þarf að þjást svona mikið. Við getum að minnsta kosti bjargað sumum þeirra. Því ekki?“ spyr Sayed. Hægt er að horfa á viðtalið við Sayed í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Afganistan Hernaður Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mannfall í mótmælum gegn talibönum Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur. 18. ágúst 2021 14:18 Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42 Kanna hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist bíða eftir tillögum flóttamannanefndar um hvernig megi taka við afgönsku flóttafólki. 18. ágúst 2021 07:35 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
Sayed Khanoghli hefur búið hér á Íslandi í tæp þrjú ár. Heimaborg hans féll fyrir Talibönum fyrir þremur dögum síðan og hefur hann ekki talað við fjölskyldu sína nema einu sinni síðan þá þar sem internetsambandið var tekið af í borginni. „Núna hef ég sagt fjölskyldunni að bíða átekta. Í þrjá daga hefur hún lokað sig inni. Dyrnar eru læstar, þau fara ekki út allir eru inni í húsinu,“ segir Sayed. Talibanar hafa lofað öllu fögru og meðal annars sagt að mannréttindi kvenna og stúlkna verði ekki fótum troðin eins og á stjórnartíð þeirra á tíunda áratugnum. „Í öllum borgum þar sem þeir hafa náð völdum hafa þeir sagt fólki að setja flagg á hús sín til merkis um að þar væri stúlka hæf til giftingar svo þeir geti gift þær stríðsmönnum sínum,“ segir Sayed. „Ef fáninn væri ekki settur upp sögðust þeir koma, drepa manninn, nauðga konunum og taka eigur þeirra úr húsinu.“ Hann segist hafa reynt að ná sambandi við íslensk stjórnvöld til að ræða stöðuna en ekki hafa fengið nein svör. „Ég hef reynt að ná sambandi við utanríkisráðuneytið og félagsmálaráðuneytið, ég hef reynt að ná í Áslaugu Örnu, Katrínu Jakobsdóttur, Ásmund Einar. Enginn svarar mér,“ segir Sayed. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann bíði tillögu flóttamannanefndar um móttöku afganskra flóttamanna. Hann vilji taka á móti afgönum hér á landi. „Ég hefði ekki beðið flóttamannanefnd um að koma saman nema vegna þess að við viljum skoða hvað er hægt að gera, og með hvaða hætti. Við værum ekki að kalla nefndina saman að tilgangslausu,“ sagði Ásmundur Einar í dag. Ertu vonsvikinn? „Auðvitað er ég það. Íslenskir stjórnmálamenn valda mér svo miklum vonbrigðum því við búum í öruggasta landi í heimi en fólkið þarna þarf að þjást svona mikið. Við getum að minnsta kosti bjargað sumum þeirra. Því ekki?“ spyr Sayed. Hægt er að horfa á viðtalið við Sayed í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Afganistan Hernaður Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Mannfall í mótmælum gegn talibönum Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur. 18. ágúst 2021 14:18 Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42 Kanna hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist bíða eftir tillögum flóttamannanefndar um hvernig megi taka við afgönsku flóttafólki. 18. ágúst 2021 07:35 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
Mannfall í mótmælum gegn talibönum Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur. 18. ágúst 2021 14:18
Telur að talibanir þurfi að fá tækifæri til að sanna sig Yfirmaður breska hersins telur að talibanar þurfi að fá tækifæri til þess að mynda nýja ríkisstjórn í Afganistan og að hugsanlega verði þeir hófsamari en þeir voru þegar þeir réðu landinu á 10. áratug síðustu aldar. 18. ágúst 2021 10:42
Kanna hvernig taka megi á móti afgönsku flóttafólki Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist bíða eftir tillögum flóttamannanefndar um hvernig megi taka við afgönsku flóttafólki. 18. ágúst 2021 07:35